Stjórn Biblíufélagsins hefur falið Halldóri Elíasi Guðmundssyni að vera framkvæmdastjóri Hins íslenska biblíufélags frá 1. desember 2022. Halldór hefur sinnt ráðgjöf og verkefnastjórnun fyrir Biblíufélagið í nokkur ár, en mun nú koma inn í starfið af auknum krafti. Halldór hefur áratuga reynslu af kirkjulegu starfi og hefur komið víða við. Hann mun sinna verkefnum fyrir Biblíufélagið samhliða hlutastarfi sem prestur í Church of the Redeemer UMC í Cleveland Heights, Ohio.

Framundan eru spennandi verkefni, en auk áframhaldandi starfrænna verkefna mun Biblíufélagið gefa út tvær prentbiblíur á komandi ári, auk þess að opna vefverslun með Biblíur. Halldór mun m.a. koma að þessum verkefnum.

Biblíufélagið gleðst yfir að njóta þjónustu Halldórs í auknum mæli og hlakkar til nýrra tíma með nýjum tækifærum.