Nú er tilbúin kvikmyndagerð Lúkasarguðspjalls á íslensku, þar sem notast er við hljóðbók Biblíunnar.

Biblíufélagið hefur verið í góðum tengslum við félagasamtökin Faith Comes By Hearing síðustu ár. Þau hafa nú haft milligöngu um að talsetja kvikmyndagerð Lúkasarguðspjalls á íslensku, sem hluta af LUMO verkefninu. Þetta er framhald af fyrra verkefni þar sem Markúsarguðspjall var unnið með sama hætti. Fjölmargir söfnuðir hafa nýtt sér talsetningu Markúsarguðspjallsins m.a. í fermingarfræðslu.

Efnið er til frjálsra afnota fyrir einstaklinga, söfnuði og kirkjur á Íslandi.

https://biblian.is/lukasarmynd