Séra Dirk Gevers hefur verið skipaður sem næsti framkvæmdastjóri (Secretary General) fyrir Sameinuðu biblíufélögin. Séra Gevers hefur tekið við starfinu af Michael Perreau sem fór á eftirlaun í lok ársins. Séra Gevers er fyrsti yfirmaður Sameinuðu biblíufélaganna sem kemur frá Afríku, en hann var áður framkvæmdastjóri Biblíufélags Suður Afríku.

Séra Dirk Gevers hóf störf fyrir Biblíufélag Suður Afríku árið 2007 og hefur verið framkvæmdastjóri þar síðan 2015. Áður starfaði hann sem prestur í Öldungakirkjunni í Suður Afríku (e. Uniting Presbyterian Church in Southern Africa).