Forsíða 2018-02-02T03:28:18+00:00

Biblíulestur 23. febrúar – Esk 2.8-3.15

2. kafli

8 En þú, mannssonur, hlýddu á það sem ég segi við þig. Vertu ekki þrjóskur eins og þetta þverúðuga fólk. Opnaðu munn þinn og et það sem ég fæ þér.“
9 Þegar ég leit upp sá ég hönd sem að mér var rétt og í henni var bók. 10 Hann rakti hana sundur fyrir mér og á hana voru rituð, bæði á framhlið hennar og bakhlið, harmakvein, andvörp og kveinstafir.

3. kafli

1 Hann sagði við mig: „Mannssonur, et það sem að þér er rétt. Et þessa bók og farðu síðan og ávarpaðu Ísraelsmenn.“ 2 Þá opnaði ég munninn og hann fékk mér bókina að eta 3 og sagði við mig: „Mannssonur, et bók þessa og láttu hana fylla magann.“ Þá át ég hana og hún var sæt sem hunang í munni mér.
4 Síðan sagði hann við mig: „Mannssonur, farðu nú til Ísraelsmanna og flyttu þeim orð mín 5 því að þú ert ekki sendur til fólks sem talar framandi eða óskiljanlegt tungumál, heldur til Ísraelsmanna, 6 ekki til margra þjóða sem tala framandi tungumál sem þú skilur ekki orð í. Ef ég hefði sent þig til þeirra hefðu þær hlustað á þig. 7 En Ísraelsmenn vilja ekki hlusta á þig af því að þeir vilja ekki hlusta á mig. Þar sem allir Ísraelsmenn hafa hart enni og forhert hjarta 8herði ég nú andlit þitt eins og andlit þeirra og enni þitt eins og enni þeirra. […]

Gleðin er merkilegt fyrirbæri, hún er bráðsmitandi og í senn læknandi. Jafnframt er hún er sterkt vopn gegn neikvæðni, niðurrifi og vanlíðan. Þetta veit Guð okkar á himnum, enda er talað um gleðina og mikilvægi hennar á fjölda mörgum stöðum í Biblíunni.

Perla Magnúsdóttir, Ferðamálafræðingur í hópadeild hjá Nordic Visitor

23. Davíðssálmur er persónuleg trúarjátning þar sem myndmálið lýsir einstöku sambandi á milli manneskjunnar og Guðs. Traustið til Guðs, sem er alltaf nálægur á öllum stundum lífs okkar. Framsetning sálmsins er ákaflega persónuleg og þess vegna talar sálmurinn svo sterkt til mín.

Jón Jóhannsson, Djákni og framkvæmdastjóri JJ verktaka
… Sæki Biblíuvers …

Dragðu annað mannakorn

Fréttamolar