Forsíða 2018-02-02T03:28:18+00:00

Biblíulestur 20. febrúar – 2Tím 4.6-22

6 Nú er svo komið að mér verður fórnfært og tíminn er kominn að ég taki mig upp. 7 Ég hef barist góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna. 8 Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins sem Drottinn, hinn réttláti dómari, mun gefa mér á þeim degi. Og ekki einungis mér heldur og öllum sem þráð hafa endurkomu hans.

Drottinn stóð með mér

9 Reyndu að koma sem fyrst til mín 10 því að Demas hefur yfirgefið mig vegna þess að hann elskaði þennan heim. Hann er farinn til Þessaloníku. Kreskes er farinn til Galatíu og Títus til Dalmatíu. 11 Lúkas er einn hjá mér.
Tak þú Markús með þér til mín. Hann er mér þarfur í þjónustunni. 12 Týkíkus hef ég sent til Efesus.
13 Fær þú mér, þegar þú kemur, möttulinn, sem ég skildi eftir í Tróas hjá Karpusi, og bækurnar, einkanlega skinnbækurnar.
14 Alexander koparsmiður gerði mér margt illt. Drottinn mun gjalda honum eftir verkum hans. 15 Gæt þín líka fyrir honum því að hann stóð mjög í gegn orðum okkar.
16 Í fyrstu málsvörn minni kom enginn mér til aðstoðar heldur yfirgáfu mig allir. Verði þeim það ekki tilreiknað. 17 En Drottinn stóð með mér og veitti mér kraft til þess að ég yrði til að fullna prédikunina og allar þjóðir fengju að heyra. Og ég varð frelsaður úr gini ljónsins.
18 Drottinn mun frelsa mig frá öllu illu og leiða mig […]

Gleðin er merkilegt fyrirbæri, hún er bráðsmitandi og í senn læknandi. Jafnframt er hún er sterkt vopn gegn neikvæðni, niðurrifi og vanlíðan. Þetta veit Guð okkar á himnum, enda er talað um gleðina og mikilvægi hennar á fjölda mörgum stöðum í Biblíunni.

Perla Magnúsdóttir, Ferðamálafræðingur í hópadeild hjá Nordic Visitor

23. Davíðssálmur er persónuleg trúarjátning þar sem myndmálið lýsir einstöku sambandi á milli manneskjunnar og Guðs. Traustið til Guðs, sem er alltaf nálægur á öllum stundum lífs okkar. Framsetning sálmsins er ákaflega persónuleg og þess vegna talar sálmurinn svo sterkt til mín.

Jón Jóhannsson, Djákni og framkvæmdastjóri JJ verktaka
… Sæki Biblíuvers …

Dragðu annað mannakorn

Fréttamolar