Forsíða2018-07-31T16:41:02+00:00

Biblíulestur 16. ágúst – Mt 26.30-46

30 Þegar þeir höfðu sungið lofsönginn fóru þeir til Olíufjallsins.

Afneitun sögð fyrir

31 Þá segir Jesús við þá: „Á þessari nóttu munuð þið allir hafna mér því að ritað er: Ég mun slá hirðinn og sauðir hjarðarinnar munu tvístrast. 32 En eftir að ég er upp risinn mun ég fara á undan ykkur til Galíleu.“
33 Þá segir Pétur: „Þótt allir hafni þér skal ég aldrei hafna þér.“
34 Jesús sagði við hann: „Sannlega segi ég þér: Á þessari nóttu, áður en hani galar, muntu þrisvar afneita mér.“
35 Pétur svarar: „Þótt ég ætti að deyja með þér þá mun ég aldrei afneita þér.“
Eins töluðu allir lærisveinarnir.

Í Getsemane

36 Þá kemur Jesús með þeim í garð er heitir Getsemane og hann segir við lærisveinana: „Setjist hér meðan ég fer og biðst fyrir þarna.“ 37 Hann tók með sér þá Pétur og báða sonu Sebedeusar. Og nú setti að honum hryggð og angist. 38 Hann segir við þá: „Sál mín er hrygg allt til dauða. Bíðið hér og vakið með mér.“
39 Þá gekk Jesús lítið eitt lengra, féll fram á ásjónu sína, baðst fyrir og sagði: „Faðir minn, ef verða má þá fari þessi kaleikur fram hjá mér. Þó ekki […]

Vertu félagi í Biblíufélaginu
… Sæki Biblíuvers …

Dragðu annað mannakorn

Fréttamolar