Forsíða 2018-03-15T14:58:54+00:00

Biblíulestur 20. mars – Esk 14.12-15.8

14. kafli

Sérhver er ábyrgur gerða sinna

12 Orð Drottins kom til mín:
13 Mannssonur, ef eitthvert land syndgar gegn mér með svikum rétti ég út hönd mína gegn því. Ég svipti það öllum birgðum brauðs[ og sendi hungur yfir það og eyði það mönnum og fénaði. 14 Þó að þeir þrír, Nói, Daníel og Job, byggju í því landi myndu þeir aðeins bjarga eigin lífi með réttlæti sínu, segir Drottinn Guð. 15 Ef ég sleppti villidýrum lausum í landinu svo að það eyddist að mönnum og yrði að eyðimörk sem enginn þyrði að fara um vegna villidýranna, 16 jafnvel þótt þessir þrír menn væru þar, svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn Guð, gætu þeir ekki bjargað sonum sínum og dætrum. Þeir einir mundu bjargast en landið yrði auðn. 17 Eða ef ég sendi sverð gegn þessu landi og segði: Sverð skal fara um landið allt og eyði það mönnum og skepnum. 18 Jafnvel þótt þessir þrír menn væru þar, svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn Guð, gætu þeir ekki bjargað sonum sínum og dætrum. Þeir einir myndu bjargast.
19 Eða ef ég sendi drepsótt gegn þessu landi og hellti heift minni yfir það með blóði til þess að eyða þar mönnum og skepnum. 20 Jafnvel þótt Nói, Daníel og Job væru þar, svo sannarlega sem ég lifi, segir Drottinn Guð, gætu þeir hvorki bjargað syni né dóttur. Þeir gætu aðeins […]

Íslensk þýðing Biblíunnar er nú aðgengileg í appi fyrir snjallsíma.
Íslensk þýðing Biblíunnar (2007) er
aðgengileg í appi fyrir snjallsíma. 

https://www.bible.com/app

… Sæki Biblíuvers …

Dragðu annað mannakorn

Fréttamolar