MANGA MESSÍAS


Á Vopnafirði er starfandi lítið útgáfufyrirtæki, Morgunroðinn sf. Það eru sjö einstaklingar sem stofnuðu þetta fyrirtæki með það að markmiði að gefa út myndasögubækur, biblíusögur með Manga teikningum. Þar á meðal er Astrid Örn Aðalsteinsson. 


Hvernig er nafnið Morgunroðinn komið til?


Nafnið Morgunroðinn er tekið úr Biblíunni, Amos 4:13


,,Sjá, hann er sá, sem myndað hefir fjöllin og skapað vindinn, sá sem boðar mönnunum það, er hann hefir í hyggju, sá er gjörir myrkur að morgunroða og gengur eftir hæðum jarðarinnar. Drottinn, Guð allsherjar er nafn hans


Fyrsta verkefni Morgunroðans var að gefa út myndasyrpubók á íslensku. Þetta er engin venjuleg myndabók, þetta er bók með Manga fígúrum. Það má segja að Manga myndir séu ævagamall japanskur teiknimyndastíll. Fígúrurnar eru með áberandi stór augu, hárið út í loftið og munnurinn er frekar stór og alvörugefinn. Mikil menning er í kringum þessar Manga fígúrur og til eru aðdáendahópar, bæði hér á landi og út um allan heim. Það eru líka til nokkrir mjög góðir íslenskir teiknarar.


Það sem er svo merkilegt við þessa bók er að hér gefst tækifæri til að kynna boðskap Biblíunnar fyrir yngri kynslóðinni, (frá 12 ára aldri). Það er japanska listakonan Kosumi Shinozawa, í daglegu tali kölluð Kelly, sem  nýtir sína stórkostlegu hæfileika með því að teikna og henni til aðstoðar er Atsuko Ogawa.  Fyrsta bókin í þessari seríu nefnist Manga Messías og í henni eru sögur úr guðspjöllunum. Bókin er kilja, um 280 bls., prentuð í lit þó að japanski stíllin sé í svart hvítu. Í þessari seríu eru fimm bækur en við ætlum okkur að gefa út eina bók í einu. Það eru til nokkrar gerðir á markaðnum af Manga bókum úr Biblíunni, en þessi bók er að okkar mati ákaflega vel gerð og vönduð.


Manga Messías hefur verið prentuð á tuttugu tungumál. Íslenska útgáfan er því tuttugasta og fyrsta. Um 4.5 millj. bóka og smárita með Manga fígúrum hafa verið prentaðar og eru fáanlegar út um allan heim.


Við erum virkilega stolt yfir því að vera hluti af þessu verkefni. Fulltrúar prentsmiðjunnar í Japan hafa haft orð á því að framtak okkar á litla Íslandi sé stórkostlegt. Ef þeir bara vissu að við erum bara nokkrir einstaklingar frá 700 manna þorpi sem höldum utan um þetta. Þetta er auðvitað mjög stórt verkefni sem við tókum að okkur og við höfum ekki séð fyrir endann á því ennþá. Við höfum fengið mörg hvatningaorð frá fólki sem hafa fundið þörfina fyrir svona bók.


Það eru margir Íslendingar sem hafa unnið með okkur eins og Unnar Erlingsson í fyrirtækinu Augasteinum á Egilsstöðum en hann sá um umbrotið.


Við trúum því að þetta litla fyrirtæki eigi eftir að láta gott af sér leiða, þó svo að við erum ekki beinlínis í “miðbænum”. Í þeim tæknivædda heimi sem við lifum í  er ekkert tiltökumál að hafa stjórn á útgáfu langt í burtu. Pappírsvinnan og umstangið er alltaf það sama. Bókin hefur sem sagt ferðast alla leið frá Japan til Vopnafjarðar og bíður þess nú bara að fá komast heim til einhverra Íslendinga.Til gamans má geta að við erum að vinna að útgáfu Manga Mission á Grænlandi.


  
Hægt er að fá nánari upplýsingar um myndasögurnar

í síma 473-1317 eða á   morgunrodinn@gmail.com
Biblíuþankar

Davíðssálmur 121 Ég hef augu mín tilfjallanna: „Hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, . . .
Sjónvarpsþættir sem færa von og gleði!

Daninn Kurt Johansen (56) er framkvæmdastjóri kristnu sjónvarpsstöðvarinnar SAT-7 í Evrópu og Asíu. . . .
Lestur dagsins

Hósea 7:13-14
Opna Fá sent
Fletta í Biblíunni
Leita í Biblíunni
Draga mannakorn