Íslenskt biblíuhandrit frá 14. öld
Nú er þess minnst að 50 ár eru liðin síðan að fyrstu handritin komu heim frá Danmörku. Eitt af handritunum sem samið var um við dönsk stjórnvöld að kæmi aftur til Íslands var handritið Stjórn (AM 227). Í handritinu er þýðing á [...]
Stjórn Biblíufélagsins 2021-2022
Á aðalfundi Biblíufélagsins 21. apríl s.l. varð ein breyting á stjórn félagsins. Ásta Sóllilja Sigurbjörnsdóttir gekk úr stjórn og í hennar stað kom Ásta Guðrún Beck. Stjórn félagsins frá 2021-2022 er þannig skipuð: Forseti félagsins Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands Önnur [...]
Aðalfundur Biblíufélagsins haldinn í Herkastalanum
Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags var haldinn í nýju húsnæði Hjálpræðishersins að Suðurlandsbraut 72 miðvikudaginn 21. apríl klukkan 17:00. Á fundinum var farið yfir verkefni liðins starfsárs. Mikil ánægja ríkti á fundinum, enda unnið að mörgum spennandi verkefnum á liðnu ári og mörg [...]
Ný biblíuþýðing á finnsku fyrir stafræna notendur
Finnska biblíufélagið gaf út nýja finnska þýðingu á Nýja testamentinu í október 2020 eftir tæplega þriggja ára þýðingarvinnu. Þýðingin hefur vinnuheitið UT2020 (Uusi testamentti 2020) Markmið þýðingarinnar var að notendur á öllum aldri gætu lesið eða hlustað á þýðinguna í símunum sínum. [...]
Páskasöfnun HÍB til neyðarsjóðs Sameinuðu biblíufélaganna (2021)
Nú í ár rennur páskasöfnun Hins íslenska biblíufélags til neyðarsjóðs Sameinuðu biblíufélaganna sem var stofnaður á liðnu ári til að bregðast við erfiðum aðstæðum Biblíufélaga um allan heim vegna COVID-faraldursins. Sjóðnum er ætlað að hjálpa Biblíufélögum til að komast yfir fjárhagserfiðleika [...]
Aðalfundur Biblíufélagsins
Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags verður haldinn í nýja húsnæði Hjálpræðishersins, Suðurlandsbraut 72 miðvikudaginn 21. apríl n.k. klukkan 17:00. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Hins íslenska biblíufélags
Nýsköpun í framsetningu biblíutextans
Biblíufélög um allan heim hafa það að markmiði sínu að dreifa Orði Guðs til sem allra flestra. Aðferðirnar eru fjölbreyttar og með nýjum miðlum verða til stöðugt til nýjar leiðir í framsetningu á upplýsingum og texta. Franska biblíufélagið stóð að verkefni 2018 [...]
Orð kvöldsins á Apple Podcast
Nú er hægt að hlusta á Orð kvöldsins daglega á Apple Podcast hlaðvarpinu og þá er Orð kvöldsins væntanlegt á aðrar hlaðvarpsveitur á næstu dögum. Orð kvöldsins er samvinnuverkefni Kristilegs félags heilbrigðisstétta og Hins íslenska biblíufélags með góðum stuðningi Útvarpsstöðvarinnar Lindarinnar sem [...]
Upptökur á Orðskviðunum
Þóra Karítas Árnadóttir leikkona er um þessar mundir að ljúka upptökum á upplestri Orðskviðanna. Innan fárra vikna mun upptakan verða aðgengileg á Biblían.is og víðar. Þá verður hægt að hlusta á tímalausa visku Orðskviðanna hvar sem er og hvenær sem er. Biblíufélagið [...]
Biblíulestraskrá fyrir 2021
Biblíulestraskrá fyrir 2021 er komin út. Hægt er að nálgast hana á samfélagsmiðlinum issuu með slóð hér fyrir neðan. Eins er mögulegt að fá lestra dagsins senda daglega með tölvupósti með því að skrá sig hér fyrir neðan. […]
B+ komið út
Fréttablað Biblíufélagsins, B+ er komið út og verður dreift í kirkjur og sent til félagsfólks. Hægt er að lesa blaðið með því að smella á slóðina hér fyrir neðan. https://issuu.com/bibliufelagid/docs/b_plus_2020