Jólasöfnun Biblíufélagsins fer vel af stað nú í ár, en um miðjan dag í dag, föstudaginn 10. desember, höfðu safnast 245.400 krónur til að ljúka fjármögnun fyrir Barnabiblíuapp og til að styðja við uppbyggingu nýlegs Biblíufélags í mið-Asíu.
Biblíuappið verður gagnvirkt þar sem börn heyra Guðjón Davíð Karlsson (Góa) lesa biblíusögurnar á íslensku. Söguslóðirnar lifna við í litríkum mynd- og hljóðheimi beint í símanum þínum eða spjaldtölvu. Spennandi leikir og þrautir fylgja jafnframt sögunum.
Enn þá er tími til að leggja okkur lið við í jólasöfnuninni og styðja við annað eða bæði af þessum tveimur mikilvægu verkefnum, hérlendis og erlendis.