Stutt lýsing

Jólasöfnunin 2021 rennur til tveggja verkefna. Annars vegar er safnað fyrir íslenska barnabiblíuappinu, en hins vegar verður safnað fyrir uppbyggingu Biblíufélags í einu af fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. Um er að ræða nýstofnað Biblíufélag í landi þar sem starfsemi Biblíufélagsins er lögleg en mjög illa séð af yfirvöldum. Söfnunin er í samstarfi við Sameinuðu biblíufélögin (United Bible Societies), en að svo stöddu er ekki hægt að gefa upp hvert landið er sem safnað er fyrir.

Jólasöfnun HÍB – Biblíuapp fyrir börn (2021)

á vegum Hið íslenska biblíufélag

 • 1.000.000 kr.

  Markmið söfnunar
 • 49.000 kr.

  Upphæð sem hefur safnast
 • 0

  Dagar til stefnu
 • Markmið

  Söfnun lýkur þegar
Prósent sem hefur safnast :
4.90%
Lágmarskupphæð pöntunar kr. Hámarksupphæð er kr. Setja gilda tölu
kr.
Reykjavík, Ísland

Hið íslenska biblíufélag

2 Safnanir | 0 Vinsælar safnanir

Sjá nánari upplýsingar

Ítarlegar upplýsingar um söfnun


Nú er aðventan gengin í garð og kristið fólk um allan heim undirbýr fæðingarhátíð frelsarans. Sígild orð ritningarinnar vekja von: „Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós.“

Við hjá Biblíufélaginu vitum hversu djúpstæð áhrif orð Biblíunnar geta haft og viljum kappkosta að sem allra flest fái að heyra og lesa orð Guðs. Við höfum skýra sýn um hvernig við getum aukið aðgengi og notkun Biblíunnar meðal yngri kynslóða. Tugþúsundir Íslendinga hafa hlaðið niður biblíuappi YouVersion í símann sinn og hlusta á eða lesa orð ritningarinnar á hverjum degi.

Í byrjun næsta árs munum við taka nýtt og mikilvægt skref með því að gefa út íslenskt barnabiblíuapp fyrir snjalltæki í samvinnu við YouVersion í Bandaríkjunum. Biblíuappið er gagnvirkt þar sem börn heyra Guðjón Davíð Karlsson (Góa) lesa biblíusögurnar á íslensku. Söguslóðirnar lifna við í litríkum mynd- og hljóðheimi beint í símanum þínum eða spjaldtölvu. Spennandi leikir og þrautir fylgja jafnframt sögunum. Síðastliðið ár hefur góður hópur sjálfboðaliða undirbúið verkefnið sem nú er á lokametrunum. Bakhjarlar Biblíunnar hafa þegar lagt 1 milljón króna í verkefnið, en til að ljúka fjármögnun verður jólasöfnun Biblíufélagsins 2021 tvíþætt þetta árið:

Annars vegar er safnað fyrir íslenska barnabiblíuappinu, en hins vegar verður safnað fyrir uppbyggingu Biblíufélags í einu af fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. Um er að ræða nýstofnað Biblíufélag í landi þar sem starfsemi Biblíufélagsins er lögleg en mjög illa séð af yfirvöldum. Söfnunin er í samstarfi við Sameinuðu biblíufélögin (United Bible Societies), en að svo stöddu er ekki hægt að gefa upp hvert landið er sem safnað er fyrir.

Við vonum að þú getir lagt okkur lið í jólasöfnuninni og þannig stutt þessi tvö mikilvægu verkefni, hérlendis og erlendis.

Gleðileg jól!

Fyrir hönd Hins íslenska biblíufélags
Sr. Grétar Halldór Gunnarsson formaður framkvæmdarnefndar


 

Hægt er að styðja við verkefnið með kreditkorti hér á vefsíðunni
eða millifæra á reikning félagsins í Landsbankanum, merkt: jol2021.

Kennitala: 620169-7739
Bankareikningur: 0101-26-003555