Í tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út nú um miðjan ágúst er talað um laun framkvæmdastjóra Hins íslenska biblíufélags, Ragnhildar Ásgeirsdóttur. Ragnhildur var farsæll framkvæmdastjóri í eina tíð en hefur ekki starfað fyrir Bibliufélagið síðan 2017. Hið rétta er að Biblíufélagið hefur ekki framkvæmdastjóra, né starfsmann i fullu starfi. Verkefnum félagsins er sinnt af öflugum hópi sjálfboðaliða sem hafa sér til aðstoðar greidda ráðgjafa.

Biblíufélagið er rekið fyrir gjafafé frá almenningi, annars vegar frá öflugum hópi Bakhjarla sem styrkja félagið mánaðarlega og hins vegar frá hundruðum einstaklinga og fyrirtækja sem borga árleg félagsgjöld. Heildargreiðslur vegna launa og ráðgjafastarfa voru um 500.000 krónur á mánuði á árinu 2020 sem skiptust á milli nokkurra sérfræðinga.