Lykilorð

2021-11-25T22:59:22+00:00Fimmtudagur 25. nóvember 2021|

Frá 2005 hefur á hverju ári komið út hér á landi lítil kilja með textum úr Biblíunni, sálmaversum og biblíulestraráætlunum. Þetta er Lykilorð.

Í bókinni eru tvö vers fyrir hvern dag viðkomandi árs, eitt úr hvoru Testamenti. Fyrra versið er í raun dregið úr safni um 1880 fyrirfram valdra ritningarstaða og líkist því að nokkru leiti því að hafa dregið Mannakorn. Bókin á sér mun lengri og í raun mjög merkilega sögu sem nær allt til 18. aldar en árið 1731 kom út fyrsti árgangur af Losungen í Þýskalandi. Handritið kemur þaðan, þar eru versin valin og dregin, og Lykilorð er í grunninn sama bókin á um 60 tungumálum út um allan heim. Æði margir sem lesa sama „Mannakornið“ „saman“ dag eftir dag, ár eftir ár, öld eftir öld.

Í stað hugleiðingar út frá biblíuversum hvers dags, eins og gjarnan er í bókum af þessum toga, þá fylgir ljóð, sálmur eða fleyg orð. Útgefendur leita víða fanga en í grunninn má segja að textarnir komi að mestu úr íslenskum sálmasöngsbókum kristinna trúfélaga, hugvekjubókum og Passíusálmunum.

Auk þess að gefa út kilju og rafbók er Lykilorðum hvers dags deilt á helstu samfélagsmiðlum og í hljóðvarpi. Nánari upplýsingar um innihald bókarinnar, sögu og uppbyggingu má finna á lykilord.is auk þess sem hægt er að versla sér bók hér fyrir neðan.


  • Lykilorð 2022

    2.200 kr.
    Lykilorð færa þér texta úr Biblíunni, vers fyrir hvern einasta dag, því við vitum að Guð vill tala til þín. Bókin verður send í pósti til kaupanda.

Title

Fara efst