Hið íslenska biblíufélag er að mestu leyti rekið af styrktarfé og félagsgjöldum, auk þess sem félagið fær hóflegar höfundarréttargreiðslur vegna seldra Biblía. Félagar í Biblíufélaginu er í dag 1190 talsins.

Af þeim eru 383 jafnframt Bakhjarlar sem styðja félagið með mánaðarlegu framlagi.

Það er ekki mikill fjárhagslegur ávinningur af því að vera félagi í Biblíufélaginu, en árgjaldið er 3000 krónur og er greitt árlega með gjalddaga í ágúst. Ávinningurinn felst í að vera hluti af stoltum hópi fólks sem styður við og styrkir útbreiðslu á orði Guðs um allan heim og framsókn félagsins á nýjum miðlum.

Tilgangur félagsins er að vinna að þýðingu, útgáfu, útbreiðslu og notkun Biblíunnar. Hér heima og erlendis – sérstaklega hjá þeim hópum sem ekki hafa fengið að kynnast ritum þessarar mögnuðu bókar. Allir sem styðja markmið félagsins, og tilgang, geta orðið félagar. Það fylgir því góð líðan að vera hluti af stórum hópi fólks sem vill breiða út Guðs orð.

Ef þú vilt slást í hóp félaga í Biblíufélaginu er hægt að skrá sig á https://biblian.is/vertu-med/