Myriam, 10 ára íraskur flóttamaður segir: „Ég fyrirgef íslamska ríkinu“
Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa rekið þúsundir kristinna manna á flótta í Írak. Á meðal þeirra er hin 10 ára gamla Myriam, sem hefur fengið tækifæri til þess að segja öðrum börnum frá skoðun sinni á Íslamska ríkinu og fyrirgefningu á útvarpsstöðinni SAT-7 [...]
Frétt frá Noregi: Biblían á blindraletri!
Biblían á blindraleti er nú loks aðgengileg fyrir alla þá sem lesa blindraletur í Noregi. Það er bókaútgáfan KABB sem á heiðurinn af útgáfunni og eru útgefendur stoltir af verkinu, enda gefur það blindum og sjónskertum í fyrsta sinn færi á að [...]
Hlúum að lífinu
Flutt 1. janúar 2016 · Dómkirkjan í Reykjavík (útvarpað á Rás 1) Ps 90.1b-4, 12; Gal 3.23-29; Lúk 2.21 Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Ártalið og lífið Það smám saman hvarf [...]
Norska biblíufélagið fagnar 200 ára afmæli sínu í ár.
Hið norska biblíufélag fagnar 200 ára afmæli sínu í ár. Þegar Hið norska biblíufélag var stofnað í Dómkirkjunni í Osló þann 26. maí árið 1816 var takmarkið „að útbreiða Heilaga Ritningu“. Sænski embættiskrónprinsinn afhenti félaginu „morgungjöf“ upp á 6.000 ríkisdali og þannig [...]
Áhrif Biblíunnar umtalsverð,
Hér má sjá grein eftir Stefán Gunnar Sveinsson sem birtist í Morgunblaðinu 31. desember 2015. Hið íslenska biblíufélag fagnaði í ár 200 ára afmæli sínu, en það mun vera elsta félag landsins sem enn starfar. Félagið hefur minnst þessara tímamóta á [...]
Biblían komin út á rafbók
Það er mikið gleðiefni að útgáfa Biblíunnar frá árinu 2007 er nú loks fáanleg sem rafbók. Útgefandi er sem fyrr JPV Forlag. Það að þessum áfanga sé nú náð er mikið ánægjuefni. Fólk er hvatt til þess að kynna sér þessa nýjung [...]
Fæðing Jesú
12 hátíðarvers voru valin í tilefni af 200 ára afmæli Hins íslenska biblíufélags og börn úr leikskóla KFUM og KFUK, Vinagarði myndskreyttu ritningartextana. Þessa fallegu mynd teiknaði Eva Karítas Bóasdóttir af fjárhúsinu í Betlehem, jólaguðspjallið, Lúkas 2. kafli.
Í tilefni af 200 ára afmæli Hins Íslenzka Biblíufélags.
Það er gott að vera meðlimur í félagi sem starfað hefur óslitið í 200 ár! Sérstaklega þar sem starf félagsins snýst um bók bókanna, Biblíuna. Mér er sú bók kær og get tekið undir með sálmaskáldinu sem segir: „Þitt orð er lampi [...]
Tónleikar í Dómkirkjunni
Lokaviðburður Biblíufélagsins á fjölbreytrilegri dagskrá sem staðið hefur allt þetta ár í tilefni 200 ára afmælis Hins íslenska biblíufélagsins voru tónleikar í Dómkrikjunni. Þar var flutt tónlist út af Biblíunni meðal annars ljóðabálkur Páls Ísólfssonar sem saminn var úr Ljóðaljóðunum og Biblíuljóð [...]
Biblían eins og súrefni fyrir lungun!
Kúba er staðsett við Mexikóflóa og mætast tvö höf við eyjuna, Karíbahafið og Atlantshafið. Þar búa um 11,5 milljónir íbúa. 5,4 milljónir tilheyra rómverks-kaþólsku kirkjunni. 800,000 íbúa eru evangelísk- kristnir. Á Kúbu eru 62 mismunandi kirkjusamfélög. Biblíufélagið á Kúbu er í samstarfi [...]
Stóra púsluspilið- Leitin af elstu handritum Biblíunnar
Stóra púsluspilið – Leitin að elstu handritum Biblíunnar, eftir Hans Johann Sagrusten er komin út hjá Skálholtsútgáfunni – útgáfufélagi þjóðkirkjunnar, í þýðingu Hreins S. Hákonarsonar. Hinn norski höfundur bókarinnar hefur notið mikilla vinsælda í Noregi meðal kirkjufólks og áhugamanna um Biblíuna í nútímanum. [...]
Tónleikar í kvöld, aðgangur ókeypis, verið velkomin 🙂
Síðasti viðburðurinn í tilefni afmælisins verður haldinn í Dómkirkjunni í kvöld 11. desember kl. 20. Þar munu Margrét Hannesdóttir, sópran og Hólmfríður Sigurðardóttir, píanóleikari, flytja tónlist sem samin hefur verið við texta Biblíunnar. Tónlistin sem flutt verður er bæði íslensk og erlend [...]