Sr. Sigurður Rúnar Ragnarsson er sóknarprestur í Norðfjarðarprestakalli. Á afmælisári Biblíufélagsins, í fyrra, flutti sr. Sigurður frumorta bæn við upphaf prédikunar á Biblíudaginn. Hann gaf Biblíufélaginu þessa fallegu bæn að gjöf. Félagið þakkar sr. Sigurði innilega fyrir.

Í Biblíunni boðskap Guðs má finna.

Boðun hans og heilagt orð er þar.

Allt sem hann vill manninn hér á minna,

hún mótar trúna, leiðir, veitir svar.

 

Boðskap þeim sem blessun orðsins veitir,

beinir hann til þess er kom á jörð.

Son oss gaf sem Jesús Kristur heitir,

sá er leiðir oss í einni hjörð.

 

Enn í dag er Biblían oss brunnur.

Boðskap hennar meðtökum við enn.

Hann er okkur öllum heyrinkunnur.

Hann opinberar kærleik Guðs við menn.

 

Sigurður Rúnar Ragnarsson