Þegar þú situr í skólanum og lítur í kringum þig þá sérðu að nánast hver einasti nemandi er með símann á milli handanna. Ef þú situr í strætisvagni og reyndar nánast hvar sem er, hvort sem það er á kaffihúsi eða á mannamótum sérðu það sama. Alls staðar er fólk með símana sína á lofti. Mest er þetta ungt fólk en þó hefur símanotkun aukist svo mjög að fullorðnir sjást meira og meira með símana sína öllum stundum.
Það er svolítið gaman að velta því fyrir sér hvað myndi gerast ef við meðhöndluðum Biblíuna eins og snjallsímana okkar. Ef við hefðum Biblíuna alltaf meðferðis eins og símana okkar, í veskinu eða í vasanum?  Hvað ef við flettum í Biblíunni á hverjum degi? Hvað ef við notuðum Biblíuna til að taka við skilaboðum til okkar? Hvað ef við umgengumst Biblíuna eins og við gætum ekki án hennar verið? Hvað ef við gæfum börnunum okkar hana að gjöf? Hvað ef við notuðum hana þegar við værum að ferðast? Hvað ef við nýttum okkar hana í neyð? Hvað ef við værum alltaf með nýjustu útgáfuna?
Ef við hefðum eins mikinn áhuga á Biblíunni eins og við sjáum vaxandi áhuga fólks á símunum sínum þá þekktum við enn betur boðskap Biblíunnar. Við myndum læra meira um boðskap Jesú og tilgang okkar í lífinu.
Eitt er víst. Ólíkt símunum okkar þurfum við ekki að hræðast það að við náum ekki sambandi. Jesús hefur þegar séð um það!

(byggt á erl.fyrirmynd)