Heimasíða Biblíufélagsins, biblian.is er mikið notuð og hefur tekið miklum breytingum síðustu tvö ár. Vefstjóri félagsins er þessa dagana að gera síðuna snjalltækjavænni þannig að fólk eigi auðveldara með að fletta í gegnum efni síðunnar og lesa í Biblíunni. Hægt er að skoða tvær útgáfur af Biblíunni í símunum og fletta köflum fram og tilbaka.

Léttútgáfan er í þróun og getur því tekið breytingum áður en endanleg útgáfa er komin. Markmiðið er að gera síðuna enn aðgengilegri fyrir fólk.