Útsamur hefur löngum heillað og það er nú aftur orðið nokkuð vinsælt að stunda þá iðju. Bróderí er útsaumur þar sem ofið efni eða annað efni er skreytt með nál og þræði. Áður fyrr voru oft bróderuð ritningarvers eða gullkorn og á mörgum íslenskum heimilum má sjá myndir með útsaumuðum textum svo sem ,,Drottinn blessi heimilið“. Nú hefur danska biblíufélagið sett niður gullkorn sem vísa í Biblíuna, hugmyndir sem fólki er bent á nota í útsaum.
Hægt er að nálgast fjölbreyttar útfærslur á heimasíðu danska biblíufélagsins fyrir þau sem hafa áhuga á að spreyta sig á þessi listformi. Sjá nánar á http://www.stitchpoint.com/eng/tool/alph/cross-stitch-writing-tool.php

1. Ég sef, en hjarta mitt vakir
Ljóðaljóðin 5: 2
2.  Hann er góður við vanþakkláta og vonda
Lúkasarguðspjall 6:35
3.  Náð mín nægir þér
II Korintubréf 12:9
4.  Glatt hjarta veitir góða heilsubót
Orðskviðirnir 17:22
5. Í upphafi var orðið
Jóhannesarguðspjall 1:1
6.  Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir
Filíppibréfið 4:13
7.  Því að af náð eruð þið hólpin orðin fyrir trú
Efesusbréfið 2:8
8. Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið
Jóhannsarguðspjall 14:6
9.  Njót gleði í Drottni
Sálmur 37: 4
10.  Jafnvel heimskinginn virðist vitur, þegi hann og skynsamur, loki hann vörum sínum
Orðskviðirnir 17:28