Aðalfundur Hins íslenska Biblíufélags
Aðalfundur Hins íslenska Biblíufélags verður haldinn þriðjudaginn 8. maí kl. 20 í Lindakirkju í Kópavogi. Nýir félagar eru hvattir til að mæta! Hefðbundin aðalfundarstörf. Stjórn HÍB
Biblían er full af kraftmiklum og atorkusömum konum
Frásagnir af konum í Biblíunni fjalla ekki einvörðungu um fjölskyldur og börn, heldur einnig um snarræði og atorku, um list og snilld og það að finna rými innan þess ramma, sem stundum eru fremur þröngar skorður settar. Komdu til fundar við sex [...]
Biblían á appi!
Biblían á íslensku mun í dag, verða aðgengileg öllum íslendingum á alþjóðlegu biblíuappi Youversion. Tilkoma snjalltækja felur í sér mikla samfélagsbreytingu og er stór hluti íslendinga með snjalltæki á sér flestar stundir. Þegar Biblían verður aðgengileg á slíku appi þá þýðir það [...]
Biblía hermanns bjargar lífi hans í Somme
Lífi hins 21 árs gamla, óbreytta hermanns, Pte[1] Frank Viner, var bjargað í Somme af Biblíunni hans. Faðir hans hafði gefið honum hana tæpum þremur mánuðum fyrir afmæli hans. Hvorugan þeirra gat órað fyrir því að bókin sú myndi bjarga lífi Franks. [...]
Ný þýðing á einni elstu Biblíu heims
Forn texti Eþíópska Biblían á ge’ez-tungumálinu hefur verið í notkun í um það bil 1500 ár og er því ein elsta biblíuþýðing í heimi. Samt sem áður hefur engin Biblía á ge’ez-málinu nokkurn tímann verið gefin út. Kirkjurnar í Eþíópíu notuðu handskrifaða [...]
Hvernig biblíusögur um fisk færa Shilluk-fólkinu í Suður-Súdan læsi
Edward Kajivora: Fiskar eru miðdepill lífshátta Shilluk-fólksins. Það borðar fisk, selur fisk og sofnar út frá hugsunum sínum um fisk! Fiskur er því allt. Eiginmaður hefur lagalegan rétt á því að skilja við eiginkonu sína ef hún eldar ekki höfuð fisksins og [...]
Ársafmæli Hins aserska biblíufélags — „lands sem sárvantar Biblíuna“
Fyrir rétt rúmu ári var Hið aserska biblíufélag opinberlega stofnað af trúmálanefnd ríkisstjórnarinnar. Þetta varð niðurstaða gríðarlegrar vinnu lítils, staðbundins hóps, með stuðningi frá Sameinuðu biblíufélögum. „Guð er virkilega góður við okkur á þessum mikilvægu tímamótum, er við setjum á stofn hið [...]
Predikun á Biblíudaginn í Hallgrímskirkju
Hallgrímskirkja, 4/2 2018 - Biblíudagurinn --- --- Algóði himneski faðir, megi það sem ég tala hér í húsi þínu í dag, vera þér þóknanlegt og fólki uppbyggilegt. Minnstu þess Guð minn að ég, þjónn þinn, er aðeins maður. Náð sé með yður [...]
Lífið eftir ISIS — snúið aftur til Níníve
Eins og margt kristið fólk sem snýr aftur til Íraks, hafa Ihsan og Lara misst heimili sitt í kjölfar þess harmleiks sem baráttan við ISIS hefur haft í för með sér. Svo er styrktarfólki okkar fyrir að þakka, að Biblían kemur með [...]
Nýr starfsmaður hjá elsta félagi landsins
Hið íslenska biblíufélag hefur ráðið Guðmund S. Brynjólfsson djákna og rithöfund sem verkefnastjóra félagsins, en átta sóttu um stöðuna. Í starfinu mun Guðmundur kynna Biblíuna og menningarleg og trúarleg áhrif hennar í þjóðlífinu, sjá um daglegan rekstur félagsins og útbreiða Orðið. Hann [...]
Biblíuversavinsældir í Bandaríkjunum
Vinsælustu biblíutextarnir í Bandaríkjunum, samkvæmt biblíuleitarvélinni Bible Gateway, skipta fylkjum landsins í tvo hópa. Þegar horft er framhjá Jóhannesarguðspjalli 3.16, sem reyndist vinsælasta versið í 47 fylkjum, þá eru tvö vers sem skera sig úr í vinsældum. Annars vegar Jeremía 29.11 og [...]
Fréttir frá Sameinuðu biblíufélögunum (United Bible Societies)
Í Hebreabréfinu 4.12 segir að orð Guðs sé lifandi og kröftugt, og sú er raunin þegar horft er um öxl yfir dreifingarstarf Sameinuðu biblíufélaganna árið 2016. Milljónir manna til viðbótar geta gengið að Biblíunni fyrir tilstilli trúfasts og fórnfúss dreifingarstarfs sem á [...]