Á aðalfundi Hins íslenska Biblíufélags sem fram fór í gærkvöldi, 8. maí í Lindakirkju, voru tveir stjórnarmenn kvaddir. Arnfríður Einarsdóttir og Gunnlaugur A. Jónsson hafa þjónað félaginu í áraraðir og unnið því vel og dyggilega. Við fundarlok færði forseti félagsins Agnes Sigurðardóttir biskup þeim gjafir og þakkaði vel unnin störf. Þriðji stjórnarmaðurinn lét reyndar einnig af störfum í gær, Áslaug Björgvinsdóttir, en hún hafði ekki tök á að sækja fundinn.

Biblíufélagið ítrekar þakkir til þeirra allra. Myndina tók Guðni Einarsson við þetta tækifæri en þar eru þau Arnfríður og dr. Gunnlaugur með frú Agnesi Sigurðardóttur.