Forsíða2025-02-09T12:16:20+00:00
Áminning um útgáfuhóf vegna hljóðbókar Biblíunnar 31. ágúst kl 11:00 í Lindakirkju.
Smelltu til að hlusta á Biblíuna á hljóðbók!
Smelltu til að verða félagi í Biblíufélaginu!
Smelltu til að styrkja Biblíufélagið mánaðarlega!
Smelltu til kaupa Biblíu!
Kynntu þér barnabiblíuappið!
Upplýsingar um Biblíuapp!

Ný þýðing á einni elstu Biblíu heims

Miðvikudagur 21. febrúar 2018|

Forn texti Eþíópska Biblían á ge’ez-tungumálinu hefur verið í notkun í um það bil 1500 ár og er því ein elsta biblíuþýðing í heimi. Samt sem áður hefur engin Biblía á ge’ez-málinu nokkurn tímann verið gefin út. Kirkjurnar í Eþíópíu notuðu handskrifaða [...]

Ársafmæli Hins aserska biblíufélags — „lands sem sárvantar Biblíuna“

Miðvikudagur 7. febrúar 2018|

Fyrir rétt rúmu ári var Hið aserska biblíufélag opinberlega stofnað af trúmálanefnd ríkisstjórnarinnar. Þetta varð niðurstaða gríðarlegrar vinnu lítils, staðbundins hóps, með stuðningi frá Sameinuðu biblíufélögum. „Guð er virkilega góður við okkur á þessum mikilvægu tímamótum, er við setjum á stofn hið [...]

Predikun á Biblíudaginn í Hallgrímskirkju

Sunnudagur 4. febrúar 2018|

Hallgrímskirkja, 4/2 2018 - Biblíudagurinn --- --- Algóði himneski faðir, megi það sem ég tala hér í húsi þínu í dag, vera þér þóknanlegt og fólki uppbyggilegt. Minnstu þess Guð minn að ég, þjónn þinn, er aðeins maður. Náð sé með yður [...]

Nýr starfsmaður hjá elsta félagi landsins

Laugardagur 6. janúar 2018|

Hið íslenska biblíufélag hefur ráðið Guðmund S. Brynjólfsson djákna og rithöfund sem verkefnastjóra félagsins, en átta sóttu um stöðuna. Í starfinu mun Guðmundur kynna Biblíuna og menningarleg og trúarleg áhrif hennar í þjóðlífinu, sjá um daglegan rekstur félagsins og útbreiða Orðið. Hann [...]

Biblíuversavinsældir í Bandaríkjunum

Föstudagur 15. desember 2017|

Vinsælustu biblíutextarnir í Bandaríkjunum, samkvæmt biblíuleitarvélinni Bible Gateway, skipta fylkjum landsins í tvo hópa. Þegar horft er framhjá Jóhannesarguðspjalli 3.16, sem reyndist vinsælasta versið í 47 fylkjum, þá eru tvö vers sem skera sig úr í vinsældum. Annars vegar Jeremía 29.11 og [...]

Egyptaland: Orð Guðs lætur nýtt vaxa

Mánudagur 17. júlí 2017|

Kristnir menn í Egyptalandi eru í miklum minnihluta í landinu þar sem þeir mynda aðeins tíu af hundraði landsmanna. Þeir þurfa að leita eigin leiða til þess að iðka trú sína í samfélagi, sem mótað er af múslimskum sið. Þar skipar Biblían [...]

Orð Guðs hughreystir!

Miðvikudagur 12. júlí 2017|

Félix  Sanchez og eiginkona hans, Geraldina, heimsækja Hið kostaríska biblíufélag einn laugardag í mánuði ásamt blindum dætrum sínum. Tvær dætra þeirra eru blindar vegna arfgengs augnsjúkdóms. „Okkur fannst lengi mjög erfitt að sætta okkur við það,“ segir Geraldina. „Við fáum varla hjálp [...]

Fréttir frá Eistland: Orð Guðs haft hugfast

Fimmtudagur 6. júlí 2017|

Hið eistneska biblíufélag veltir þeirri spurningu upp í starfi sínu, hvernig Biblían geti markað sér stefnu á tímum þar sem gömlu göturnar grotna niður og félagið eigrar um í rótleysi. Vikulegur útvarpsþáttur biblíufélagsins leggur mikilvægt lóð á vogarskálarnar í þeirri baráttu. Hér [...]

Fara efst