Nýleg skýrsla frá Sameinuðu biblíufélögunum sýnir að Orð Guð færir fólki á átakasvæðum víða um heim huggun, von og lækningu.

 

Biblían flytur huggun

Fleira fólk flyst búferlum í dag en nokkru sinni fyrr — fordæmalaus fjöldi upp á 65,6 milljónir manna hefur verið hrakinn frá heimilum sínum víðs vegar um jarðarkringluna. Þar sem hættuástands tekur að gæta í vaxandi mæli, hefur það leitt til umtalsverðrar spurnar eftir Ritningunni hjá fólki, sem þráir huggun, von og lækningu Guðs.

Hið úkraínska biblíufélag sér úkraínskum hermönnum og herprestum fyrir sérstökum útgáfum af Biblíum og Nýju testamentum.

Í Suður-Súdan, þar sem fjórar milljónir manna hafa verið hraktar frá heimilum sínum, hefur dreifing Ritningarinnar aukist gífurlega. Biblíufélagið þar um slóðir hefur dreift rösklega 250.000 Biblíum síðan átökin hófust árið 2013.

Ásamt staðbundnum kirkjum sér Hið úkraínska biblíufélag úkraínskum hermönnum og herprestum fyrir sérstökum útgáfum af Biblíum og Nýju testamentum. Hið úkraínska biblíufélag dreifði ríflega 190.000 Biblíum, mörgum þeirra til fólks, sem orðið hafði fyrir áhrifum frá yfirstandandi átökum í Austur-Úkraínu. Orð Guðs hefur borist til flóttamanna, hermanna og sjúklinga á spítölum. Sérstök útgáfa af vatnsheldum Nýju testamentum var framleidd fyrir herinn.

„Mitt í spennunni leitar fólk þeirrar huggunar og þess stöðugleika sem finna má í Orði Guðs.“ Sr. Oleksandr Babiychuk, Hinu úkraínska biblíufélagi.

Met var slegið í dreifingu biblíukafla — rösklega 200.000 köflum úr Biblíunni var dreift í Sýrlandi árið 2017. George Andrea, sem leiðir teymi starfsfólks fjögurra biblíufélaga í Sýrlandi, segir að bókabúðin í Aleppo hafi verið opin nánast á hverjum degi öll þau sjö ár sem stríðið hefur staðið yfir.

„Um jólin skipulögðum við okkar langstærstu dreifingu hingað til. Þið ættuð að sjá börnin þegar þau taka á móti þessum gjöfum. Þeim finnst eins og Biblían sé gjöf frá Guði, sérstaklega ætluð þeim. Með þessum hætti gefum við börnunum von um að Guð hjálpi þeim að komast í gegnum þetta slæma tímabil.“ George Andrea, Hinu sýrlenska biblíufélagi

Nærri 355 milljónum biblíumuna dreift árið 2017

Nærri 355 milljónum biblíuhluta, þar á meðal Biblíum, testamentum, guðspjöllum og smærri biblíuhlutum var dreift eða hlaðið niður árið 2017. Fjöldi fullbúinna Biblía sem fékkst víðs vegar um heim náði yfir 34 milljónir eintaka á þriðja ári. Sameinuðu biblíufélögin verða áfram stærsti þýðandi og dreifingaraðili Biblíunnar, þar sem Sameinuðu biblíufélögin hafa annast um það bil 70% fullbúinna biblíuþýðinga heimsins.

Árið 2017 var fyrsta árið sem niðurhal Ritningarinnar af netinu var sérstaklega skráð. Biblíufélög víðs vegar að úr heiminum nota hundruð mismunandi vefsíðna og snjallsímaappa til þess að tryggja að Orð Guðs sé auðfáanlegt eftir ýmsum leiðum.

Aðrar merkisfregnir

Eftirfarandi er á meðal annarra gleðifregna sem finna má í skýrslunni:

  • Fjöldi biblíufélaga hélt upp á 500 ára afmæli siðbreytingarinnar með ýmsum uppákomum og viðburðum, þar á meðal Hið þýska biblíufélag sem gaf út nýja prentun á Lúthersbiblíunni, Hið brasilíska biblíufélag sem dreifði rúmlega 175.000 eintökum af sérprentuðum Biblíum og Hið suður-afríska biblíufélag sem gaf endurgjaldslaust 150.000 siðbreytingar-bæklinga á ensku og afríkönsku.
  • Met var slegið þegar 1,3 milljónum bæklinga og smárita var dreift í Egyptalandi með megináherslu á nýja lesendur. Í Egyptalandi geta tveir af hverjum fimm íbúum ekki lesið sér til gagns. Þetta átak hjálpar börnum og fullorðnum að bæta lestrarkunnáttu sína og um leið komast í snertingu við Ritninguna.
  • Í Simbabve tvöfaldaðist dreifing Biblíunnar árið sem forsetatíð Roberts Mugabe lauk endanlega. Tæplega 29.000 manns fengu Orð Guðs árið 2017.

Verið svo væn að halda áfram að biðja fyrir starfinu og trúboðinu, bæði hjá Hinu skoska biblíufélagi og biblíufélögum víðs vegar um heiminn.

Hið skoska biblíufélag er stofnmeðlimur Sameinuðu biblíufélaganna (UBS) — þéttriðið net biblíufélaga sem vinna í rúmlega 200 löndum og landsvæðum víðs vegar um heiminn og trúa því að Biblían sé öllum ætluð og starfa allt til þess dags þegar allir geta gengið að Biblíunni á því tungumáli og með þeim miðli sem hver og einn kýs.

 

Um okkur

Hlutverk okkar er að sjá öllu fólki fyrir Orði Guðs á tungumáli sem það skilur, á forsniði sem það getur notað og á verði sem það ræður við.

Sýn okkar er sú að samfélög og menning umbreytist, er fólk nálgast Guð í Biblíunni.

 

 

 

Þorgils Hlynur Þorbergsson þýddi á íslensku