Hækkun félagsgjalds Biblíufélagsins
Á aðalfundi Hins íslenska biblíufélags sem var haldinn 29. apríl s.l. var samþykkt að hækka árlegt félagsgjald í 3.900 krónur. Félagsgjaldi Biblíufélagsins nýtist m.a. til útgáfu B+ tímaritsins og gerir félaginu mögulegt að gefa út árlega Biblíulestrarskrá á pappír. Greiðsluseðill vegna [...]
Nýr forseti Hins íslenska biblíufélags frá og með 1. september
Samkvæmt lögum Hins íslenska biblíufélags er Biskup Íslands forseti félagsins. Frú Agnes M. Sigurðardóttir mun láta af störfum sem Biskup Íslands í lok ágúst á þessu ári. Í dag bárust þær gleðifregnir að séra Guðrún Karls Helgudóttir sé réttkjörinn næsti Biskup [...]
Aðalfundur Biblíufélagsins var haldinn í Borgum í apríl
Aðalfundur hins íslenska Biblíufélags var haldinn í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Borgum, þann 29. apríl 2024. Forseti félagsins og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir setti fundinn með ritningarlestri og bæn. Í árskýrslu stjórnar var lögð áhersla á fimm meginatriði sem standa upp úr [...]
Guð talar líka á Shekgalagari – Ný Biblíuþýðing í Botsvana
Þann 9. mars síðastliðinn kom Nýja Testamentið út á tungumálinu Shekgalagari. Þýðingarvinnan tók 14 ár en markmiðið var að gera ritninguna aðgengilega fyrir Bakgalagari fólkið í Botsvana. Rúmlega 78,000 tilheyra Bakgalagari og hafa Shekgalagari að hjarta- eða móðurmáli. Biblíufélag Botsvana vann að [...]
Aðalfundur Biblíufélagsins í safnaðarheimili Kópavogskirkju
Aðalfundur Hins íslenska biblíufélags verður haldinn í Borgum, Safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a, mánudaginn 29. apríl n.k. klukkan 17:15. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn Hins íslenska biblíufélags
Biblíuþýðingar um allan heim árið 2023
Biblíufélög um allan heim gáfu út nýjar Biblíuþýðingar á 106 tungumálum, sem eru töluð af 1,25 milljörðum einstaklinga á árinu 2023. Þetta afrek er sönnun þess að Biblíufélög um allan heim hafa metnað til að gera Biblíuna aðgengilega öllum, alstaðar í [...]
Spennandi Biblíuútgáfa frá Tyndale
Tyndale útgáfuhúsið sérhæfir sig í Biblíuútgáfu. Síðustu 5 ár hefur Tyndale verið að þróa áhugaverða nálgun á biblíulestri sem tengir saman hefðbundna prentaða Biblíu og smáforrit fyrir síma eða spjaldtölvur. Þannig er prentaða Biblían án alls viðbótarefnis, en þess í stað [...]
Trúboðar styðja við Biblíufélagið
Biblíufélagið fékk í dag góðan stuðning til starfseminnar frá bifhjólasamtökunum Trúboðum. Samtökin voru stofnuð í maí 2006 í tengslum við Hvítasunnukirkjuna Fíladelfíu, þó fljótlega hafi samtökin orðið þverkirkjuleg. Árið 2009 gáfu bifhjólasamtökin út umorðaðan texta Nýja testamentisins, „Lifandi orð“, sem upphaflega kom [...]
Hátíðarhöld vegna útgáfu Biblíunnar á Konsómáli
Fjöldi fólks var saman kominn innan dyra og utan, til að fagna útkomu Biblíunnar á konsómáli á kristniboðsstöðinni gömlu í Konsó sunnudaginn 11. febrúar. Karl Jónas Gíslason kristniboði var fulltrúi Kristniboðssambandsins og Hins íslenska Biblíufélags á hátíðinni í gær, 11. febrúar [...]
Biblíuþýðingu lokið í Konsó, Eþíópíu
Á árunum fyrir hrunið 2008, kom Hið íslenska biblíufélagið að þýðingum á Biblíunni í Eþíópíu, m.a. með stuðningi við þýðingu Nýja testamentisins á Konsómál og byggingu Biblíuhús í suðvestur Eþíópíu, með aðstöðu fyrir þýðendur. Biblíuhúsið sem er staðsett í Konsó var [...]
Biblíulestraáætlun fyrir 2024
Biblíulestraáætlun fyrir 2024 er komin út og var send í pósti til félagsfólks fyrir áramót. Einnig er hægt að nálgast áætlunina í Kirkjuhúsinu og hjá kirkjum og söfnuðum um allt land. Biblíulestraáætlun 2024 á PDF Daglegur Biblíulestur í tölvupósti [...]