Páskasöfnun HÍB – Neyðarsjóður Sameinuðu biblíufélaganna (2021)

Nú í ár rennur páskasöfnun Hins íslenska biblíufélags til neyðarsjóðs Sameinuðu biblíufélaganna sem var stofnaður á liðnu ári til að bregðast við erfiðum aðstæðum Biblíufélaga um allan heim vegna COVID-faraldursins. Sjóðnum er ætlað að hjálpa Biblíufélögum til að komast yfir fjárhagserfiðleika vegna faraldursins. Þrátt fyrir að það sjái til sólar á Íslandi nú í sumar eða á komandi hausti, þá er ljóst að mikill fjöldi heimsbyggðarinnar mun ekki hafa aðgang að bóluefni fyrr en eftir 1-2 ár, þannig að erfiðleikar og óöryggi verður áfram veruleiki fjölmargra biblíufélaga um óvissa framtíð.

Lýsing


Páskasöfnun: Neyðarsjóður Sameinuðu biblíufélaganna

Á hverju ári stendur Biblíufélagið að páskasöfnun til styrktar fjölbreyttum verkefnum biblíufélaga hér heima og erlendis.

Nú í ár rennur páskasöfnun Hins íslenska biblíufélags til neyðarsjóðs Sameinuðu biblíufélaganna sem var stofnaður á liðnu ári til að bregðast við erfiðum aðstæðum Biblíufélaga um allan heim vegna COVID-faraldursins. Sjóðnum er ætlað að hjálpa Biblíufélögum til að komast yfir fjárhagserfiðleika vegna faraldursins. Þrátt fyrir að það sjái til sólar á Íslandi nú í sumar eða á komandi hausti, þá er ljóst að mikill fjöldi heimsbyggðarinnar mun ekki hafa aðgang að bóluefni fyrr en eftir 1-2 ár. Því munu fjölmörg biblíufélög búa enn um sinn við óstöðugleika og óöryggi um óvissa framtíð.

Neyðarsjóðnum er ætlað að hjálpa til svo að sem flest þýðingarverkefni og sú þjónusta sem veitt er af biblíufélögum um heim allan geti haldið áfram þrátt fyrir erfitt ástand og óvissu.

Tökum þátt í þessu verkefni.

Tökum höndum saman við kristið fólk í öllum heiminum og hjálpum þeim að komast í gegnum COVID-faraldurinn og geti áfram sinnt köllun sinni til að dreifa orði Guðs til allra heimsbyggðarinnar.

Og biðjum þess að það megi falla í góða, frjóa jörð.


 

Hægt er að styðja við verkefnið með kreditkorti hér á vefsíðunni
eða millifæra á reikning félagsins í Landsbankanum, merkt: Paskar.

Kennitala: 620169-7739
Bankareikningur: 0101-26-003555

 

Title

Fara efst