Ljósmynd af hljóðnema. Photo by Dan LeFebvre on Unsplash

Stutt lýsing

Markmið söfnunarinnar er að ná inn fyrir heildarkostnaði við lokahluta verkefnisins sem er alls 6.000.000 krónur. Þann 1. maí hafði Biblíufélagið fengið vilyrði fyrir 5.774.540 krónum.

Biblíufélagið hefur fengið veglegan stuðning frá Orðinu, félagi um útbreiðslu Guðs orðs til að aðstoða við að ljúka upptökum á hljóðbók Biblíunnar í heild. Stefnt er að því að verkefninu ljúki haustið 2024, en heildarfjárhagsáætlun lokahluta verkefnisins er 6 milljónir króna. Jólasöfnun Hins íslenska biblíufélags rennur til þessa verkefnis.

Söfnun – Hljóðbók Biblíunnar í heild

á vegum Hið íslenska biblíufélag Guðmundsson

 • 1.500.000 kr.

  Markmið söfnunar
 • 71.000 kr.

  Upphæð sem hefur safnast
 • 14

  Dagar til stefnu
 • Dagsetning markmiðs

  Söfnun lýkur þegar
Prósent sem hefur safnast :
4.73%
Lágmarskupphæð pöntunar kr.500 Hámarksupphæð er kr. Setja gilda tölu
kr.
Reykjavík, Ísland

Ítarlegar upplýsingar um söfnun

Biblíufélagið hefur fengið veglegan stuðning frá Orðinu, félagi um útbreiðslu Guðs orðs til að aðstoða við að ljúka upptökum á hljóðbók Biblíunnar í heild. Eftir er að taka upp 28 rit Gamla testamentisins. Stefnt er að því að verkefninu ljúki haustið 2024, en heildarfjárhagsáætlun lokahluta verkefnisins er 6 milljónir króna. Jólasöfnun Hins íslenska biblíufélags rennur til þessa verkefnis.

Auk Orðsins, félags um útbreiðslu Guðs orðs hafa Bakhjarlar Biblíunnar stutt dyggilega við hljóðbókarverkefnið, en betur má ef duga skal. Hægt er að styrkja hljóðbókarverkefnið á vef Biblíufélagsins og ástæða til að hvetja velunnara félagsins til að taka þátt með einstöku framlagi eða með því að ganga í lið Bakhjarla Biblíunnar og styrkja félagið mánaðarlega.

Hægt verður að nálgast Hljóðbók Biblíunnar í heild á vef Biblíufélagsins og í Bible.com appinu án endurgjalds.

Hið íslenska biblíufélag er almannaheillafélag. Einstaklingar og fyrirtæki sem styrkja félagið með gjöfum yfir 10.000 krónum á ári fá skattaafslátt. Fyrirtæki geta veitt styrki til almannaheillafélaga fyrir allt að 1,5% af rekstrartekjum ársins. Hið íslenska biblíufélag sendir skattayfirvöldum yfirlit yfir þá einstaklinga og félög sem gefa umfram 10.000 krónur á ári, og er upphæðin færð sjálfvirkt á skattframtal stuðningsaðila.

Það er einnig hægt að styrkja hljóðbókarverkefnið með því að leggja inn á reikning Biblíufélagsins í Landsbankanum. Bankanúmer: 0101-26-3555, kennitala: 620169-7739, merkt: hljodb.

 • 75% af markmiði söfnunarinnar hefur náðst