Jólasöfnun HÍB – Biblíur fyrir ungmenni á Haití (2020)

Biblíufélagið á Haiti styður við skólastarf í landinu með því að útvega skólum og kirkjum lestrarbækur með biblíusögum við hæfi barna. Nærri 60 af hundraði fullorðinna íbúa á Haiti eru ólæs. Lestrarkunnátta barna opnar nýjan heim, ekki bara fyrir þau heldur foreldra þeirra, en algengt er að börnin taki lestrarbækur með sér heim og lesi upphátt fyrir foreldra sína. Það eru því ekki bara börnin sem njóta góðs af gjöfum Biblíufélagsins á Haiti, heldur öll fjölskyldan.

Lýsing


Jólasöfnun: Biblíur fyrir ungmenni á Haití

Haítí er fátækasta landið á vesturhveli jarðar. Um áratugaskeið hefur landið mátt búa við óstöðugt stjórnarfar og hernaðarafskipti nágrannaþjóða. Fyrir nærri 11 árum reið yfir Haítí jarðskjálfti sem olli gífurlegu tjóni í landi sem fyrir stóð illa.

Ríflega 35% íbúa Haítí eru á barnsaldri og börn eru ekki ónæm fyrir óstöðugu stjórnarfari, náttúruhamförum, hungri og ofbeldi. Almenningsskólar eru ekki til staðar á Haítí, en kirkjur og hvers kyns góðgerðarsamtök reka skóla fyrir börn og ungmenni. Menntun og skólaganga er mikilvæg fyrir börn á Haítí nú sem endranær og jólasöfnun Hins íslenska biblíufélags nú í ár horfir til þess.

Biblíufélagið á Haiti styður við skólastarf í landinu með því að útvega skólum og kirkjum lestrarbækur með biblíusögum við hæfi barna. Nærri 60 af hundraði fullorðinna íbúa á Haiti eru ólæs. Lestrarkunnátta barna opnar nýjan heim, ekki bara fyrir þau heldur foreldra þeirra, en algengt er að börnin taki lestrarbækur með sér heim og lesi upphátt fyrir foreldra sína. Það eru því ekki bara börnin sem njóta góðs af gjöfum Biblíufélagsins á Haiti, heldur öll fjölskyldan.

Undanfarin 10 ár hafa Biblíufélög í Hollandi, Þýskalandi, Noregi og Svíþjóð styrkt við þetta framtak systkina okkar á Haítí, og nú ætlum við á Íslandi að slást í hópinn.

Fyrir 3.000 krónur er hægt að gefa 10 lestrarbækur með biblíusögum í skólastofur á Haiti, en hver bók kostar um 300 krónur í prentun og dreifingu.

Tökum þátt í þessu verkefni. Tökum höndum saman við kristið fólk í öllum heiminum og styðjum við lestrarkennslu og útbreiðslu kristin boðskapar á Haítí.

Og biðjum þess að það megi falla í góða, frjóa jörð.

Gleðilega hátíð!

Fyrir hönd Hins íslenska biblíufélags
Sr. Grétar Halldór Gunnarsson formaður framkvæmdarnefndar


 

Hægt er að styðja við verkefnið með kreditkorti hér á vefsíðunni
eða millifæra á reikning félagsins í Landsbankanum, merkt: jol2020.

Kennitala: 620169-7739
Bankareikningur: 0101-26-003555

 

Title

Fara efst