Jólasöfnun HÍB 2018 – Biblíur til Kína

Annað árið í röð notum við jólasöfnun Biblíufélagsins til stuðnings við prentun á Biblíum í Kína, en peningurinn rennur að mestu til kaupa á pappír. Markmið er að prenta 3-4 milljónir Biblía til innanlandsnotkunar á árinu 2020.

Lýsing

Við heyrum stundum talað um nokkurn uppgang í Kína. Við sjáum, í auknum mæli, kínverska ferðalanga ganga göturnar í Reykjavík og á ferðum um Ísland. Kínverjum gengur efnahagslega betur en áður. Við fögnum því.

En við verðum líka að hugsa til þess að Kínverjar eru æði margir og þeir búa víða í gríðarstóru landi og því miður er það svo að óskaplegur fjöldi þeirra býr við sára neyð.

Við vitum einnig að stórir hópar þar í landi hafa snúist til lifandi trúar á Jesú Krist. Og eins vitum við vel – og við heyrum bænir þeirra og óskir um aðstoð. Það er ekki svo að þeir biðji biblíufélög heimsins um mat. Nei, Kínverjarnir sem hafa samband við okkur eru að biðja um biblíur. Orð Guðs!

Hið íslenska biblíufélag biðlar til þín að þú látir kæri viðtakandi eitthvað af hendi rakna svo við getum í félagi við okkar góðu vini í Hinu norska biblíufélagi orðið við þessari einföldu bón:

Að senda Kínverjum sem óska þess að eignast Biblíu – þetta grundvallarrit á sínu eigin móðurmáli. Við viljum geta þess að fyrir aðeins 3000 krónur má fá 20 Biblíur!

Einnig er hægt að millifæra á söfnunarreikning Biblíufélagsins. 

  • Kennitala: 620169-7739
  • Bankareikningur: 0101-26-003555. 
  • Merkt: Jól2018

Title

Fara efst