Jólasöfnun 2017 – Sýrland og Írak

Jólasöfnun Hins íslenska biblíufélags 2017 rennur óskipt til systurfélaga okkar í Sýrlandi og Írak og hvetjum við þig til að leggja þeim lið og dreifa birtu Bethlemsvalla í sorta stríðsátaka. Enn er hægt að styðja við jólasöfnun Biblíufélagsins 2017.

Lýsing

Systurfélög okkar í Sýrlandi og Írak hafa sent neyðarkall og segja að þörfin eftir Biblíum hafi aldrei verið meiri en einmitt nú. Ástæðan er borgarastyrjöldin sem staðið hefur í rúm 6 ár og sent milljónir á flótta. Biblían veitir kristna flóttafólkinu von og styrk í óbærilegum aðstæðum. Biblían er líka heilög bók í augum múslima sem sækjast eftir henni þó að þar sé sögð önnur saga en í Kóraninum, þó nokkrar frásagnir í Gamla-testamentinu eru einnig í Kóraninum Sum þeirra hafa sagt að ef túlkun ISIS á Kóraninum sé sú eina rétta langi þau ekki að tilheyra Íslam lengur.

Biblíufélögin afhenta flóttafjölskyldum auk þess sérstakar barnabiblíur og kynnast börnin þannig sögum sem að hluta til gerðust í þeirra föðurlandi og miðla voninni um að ljósið sigri myrkrið að lokum. Kostnaður Biblíufélaganna í Sýrlandi og Írak er mikill og erfitt að sækja fé í miðju styrjaldar. Fyrir utan prentkostnað þarf að koma Biblíunum til flóttafólksins en það gera sjálfboðaliðar sem þurfa farartæki, aðstöðu og mat til að geta unnið starf sitt.

Jólasöfnun Hins íslenska biblíufélags 2017 rennur óskipt til systurfélaga okkar í Sýrlandi og Írak og hvetjum við þig til að leggja þeim lið og dreifa birtu Bethlemsvalla í sorta stríðsátaka. Enn er hægt að styðja við jólasöfnun Biblíufélagsins.

Title

Fara efst