Biblíulestur – 11. nóvember – 5Mós 28.30–44
Þú festir þér konu en annar leggst með henni. Þú reisir þér hús en býrð ekki í því. Þú plantar víngarð en nýtur ekki einu sinni fyrstu uppskerunnar. Nauti þínu verður slátrað fyrir augum þínum en þú færð ekki að neyta neins af því. Asna þínum verður stolið að þér ásjáandi og verður ekki skilað aftur. Sauðfé þitt verður afhent fjandmönnum en enginn hjálpar þér. Synir þínir og dætur verða seld í hendur annarri þjóð. Augu þín munu daprast af að mæna á eftir þeim allan daginn en þú færð ekkert að gert. Ávöxt akurlands þíns og allan afrakstur af striti þínu gleypir þjóð sem þú þekkir ekki. Þú verður einungis kúgaður og píndur ævinlega og þú munt ganga af vitinu sakir þess sem þú verður að horfa á með eigin augum.
Drottinn slær þig illkynjuðum kaunum á hnjám og lærum, ólæknandi sárum frá hvirfli til ilja. Drottinn leiðir þig og konunginn, sem þú tekur þér, til þjóðar sem hvorki þú né forfeður þínir hafa þekkt. Þar muntu þjóna öðrum guðum, stokkum og steinum. Þú munt vekja hroll og þú munt hafður að háði og spotti á meðal allra þeirra þjóða sem Drottinn leiðir þig til. Þú flytur mikið sáðkorn út á akurinn en uppskerð lítið eitt því að engisprettur éta það upp. Þú plantar víngarða og yrkir þá en færð hvorki vín til að drekka né til að geyma því að ormar átu þrúgurnar. Ólífutré vaxa um land þitt allt en þú smyrð þig ekki með olíu því að ólífur þínar detta af trjánum. Þú eignast syni og dætur en færð ekki að hafa þau hjá þér því að þau fara í útlegð. Skordýr leggja undir sig öll þín tré og ávöxt lands þíns. Aðkomumaðurinn, sem býr hjá þér, stígur hærra og hærra yfir þig en þú sjálfur niðurlægist meira og meira. Hann lánar þér en þú getur ekki lánað honum neitt. Hann verður höfuðið, þú halinn.
Biblíulestur 11. nóvember – 1Pét 1.13–25
Gerið því hugi ykkar viðbúna og verið vakandi. Bindið alla von ykkar við þá náð sem ykkur mun veitast við opinberun Jesú Krists. Verið eins og hlýðin börn og látið [...]
Biblíulestur 10. nóvember – Matt 24.3–14
Þá er Jesús sat á Olíufjallinu gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: „Seg þú okkur, hvenær verður þetta? Hvernig sjáum við að þú sért að koma og veröldin [...]
Biblíulestur 9. nóvember – Slm 86.1–11
Hneig eyra þitt, Drottinn, og bænheyr mig því að ég er hjálparvana og snauður. Vernda líf mitt því að ég er þér trúr. Þú ert Guð minn, hjálpa þjóni þínum [...]
Biblíulestur 8. nóvember – 1Þess 4.13–5.11
Ekki vil ég, systkin, láta ykkur vera ókunnugt um þau sem sofnuð eru, til þess að þið séuð ekki hrygg eins og hin sem ekki eiga von. Því að ef [...]
Biblíulestur 7. nóvember – Mrk 13.28–36
Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér að sumar er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið [...]
Biblíulestur 6. nóvember – Matt 24.32–51
Nemið líkingu af fíkjutrénu. Þegar greinar þess fara að mýkjast og laufið að springa út, þá vitið þér að sumar er í nánd. Eins skuluð þér vita, þegar þér sjáið [...]