Biblíulestur – 28. ágúst – 5Mós 15.12–23
Selji landi þinn sig þér, hvort sem er hebreskur karl eða kona, skal hann þjóna þér í sex ár en sjöunda árið skaltu láta hann frjálsan frá þér fara. Þegar þú leysir hann skaltu ekki láta hann fara tómhentan. Þú skalt fá honum svo mikið sem hann getur borið af sauðahjörð þinni og þreskivelli og úr vínpressu þinni og gefa honum af öllu sem Drottinn, Guð þinn, hefur blessað þig með. Minnstu þess að þú varst sjálfur þræll í Egyptalandi og Drottinn, Guð þinn, keypti þig lausan. Þess vegna legg ég þetta boð fyrir þig í dag.
En segi nú þessi þræll við þig: „Ég vil ekki fara frá þér,“ af því að honum þykir vænt um þig og fjölskyldu þína og líður vel hjá þér, þá skaltu taka al og stinga honum í gegnum eyrnasnepil hans og í hurðina. Hann verður þá þræll þinn ævilangt. Á sama hátt skaltu fara með ambátt þína.
Taktu það ekki nærri þér að þurfa að senda hann frá þér frjálsan mann því að hann hefur unnið fyrir þig í sex ár fyrir jafngildi þess sem þú hefðir þurft að greiða kaupamanni. Og Drottinn mun blessa þig í öllu sem þú gerir.
Þú skalt helga Drottni, Guði þínum, alla karlkyns frumburði nautgripa þinna og sauðfjár. Þú skalt ekki hafa frumburði nauta þinna til vinnu og ekki rýja frumburði sauðfjár þíns.
Á hverju ári skaltu eta frumburði búfjár þíns með fjölskyldu þinni, frammi fyrir Drottni, Guði þínum, á staðnum sem Drottinn velur.
En séu einhver lýti á dýri, það halt eða blint eða með annan slæman galla, skaltu ekki færa það Drottni, Guði þínum, að sláturfórn. Þú skalt neyta þess í heimaborg þinni. Bæði hreinn maður og óhreinn mega eta það saman eins og það væri skógargeit eða hjörtur. En þú mátt ekki neyta blóðsins, þú skalt hella því á jörðina eins og vatni.
Biblíulestur 2. ágúst – Gal 4.21–31
Segið mér, þið sem viljið vera undir lögmáli, heyrið þið ekki hvað lögmálið segir? Ritað er að Abraham átti tvo sonu, annan við ambáttinni en hinn við frjálsu konunni. Sonurinn [...]
Biblíulestur 1. ágúst – Róm 6.12–23
Látið því ekki syndina ríkja í dauðlegum líkama ykkar svo að þið hlýðnist girndum hans. Ljáið ekki heldur syndinni limi ykkar sem ranglætisvopn. Nei, ljáið heldur Guði sjálf ykkur lifnuð [...]
Biblíulestur 31. júlí – Jóh 3.13–21
Enginn hefur stigið upp til himins nema sá er steig niður frá himni, Mannssonurinn. Og eins og Móse hóf upp höggorminn í eyðimörkinni, þannig á Mannssonurinn að verða upp hafinn [...]
Biblíulestur 30. júlí – 4Mós 21.1–9
Þegar kanverski konungurinn í Arad, sem bjó í Negeb, frétti að Ísrael væri á leiðinni eftir Atarimveginum réðst hann á Ísraelsmenn og tók nokkra þeirra til fanga. Þá vann Ísrael [...]
Biblíulestur 29. júlí – 1Jóh 4.11–21
Þið elskuðu, fyrst Guð hefur elskað okkur svo mikið þá ber okkur einnig að elska hvert annað. Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Ef við elskum hvert annað þá er [...]
Biblíulestur 28. júlí – Lúk 16.10–13
Sá sem er trúr í því smæsta er einnig trúr í miklu og sá sem er ótrúr í því smæsta er og ótrúr í miklu. Ef ekki er hægt að [...]