Biblíulestur – 3. september – 5Mós 18.1–8
Enginn Levítaprestur, enginn af ættkvísl Leví, skal hljóta land eða erfðahlut eins og aðrir í Ísrael. Þeir skulu hafa viðurværi af eldfórnum Drottins, af erfðahlut hans. Ættbálkur Leví skal ekki fá erfðahlut meðal bræðra sinna. Drottinn er erfðahlutur hans eins og Drottinn hefur heitið honum.
Þennan rétt skulu prestarnir hafa hjá þjóðinni, af hálfu þeirra sem færa sláturfórn, hvort heldur naut eða lamb: prestinum skal gefa bóginn, báða kjammana og vinstrina. Þú skalt gefa prestinum frumgróðann af korni þínu, víni og olíu og fyrstu ullina sem þú tekur af sauðfé þínu. Því að Drottinn, Guð þinn, hefur valið ættbálk Leví úr öllum öðrum ættbálkum þínum til þess að hann gegni þjónustu í nafni Drottins alla ævidaga sína.
Þegar Levíti úr einhverri borg þinni, einhvers staðar í Ísrael, þar sem hann hefur dvalist sem aðkomumaður, vill koma til staðarins sem Drottinn velur er hann frjáls að því svo oft sem hann vill. Hann má þjóna þar í nafni Drottins eins og allir aðrir bræður hans, Levítarnir, sem gegna þjónustu frammi fyrir Drottni. Þeir skulu fá sama hlut og hinir sér til viðurværis enda þótt þeir hafi þegið fé fyrir föðurleifð sína.
Biblíulestur 7. september – Slm 80.1–8
Hirðir Ísraels, hlýð á, þú, sem leiðir Jósef eins og hjörð. Þú, sem ríkir yfir kerúbunum, birst þú í geisladýrð fyrir Efraím, Benjamín og Manasse. Vek upp kraft þinn og [...]
Biblíulestur 6. september – Job 31.16–32
Hafi ég synjað bón þurfandi manns og gert augu ekkjunnar döpur, hafi ég borðað bitann minn einn án þess að deila honum með munaðarleysingjanum, nei, frá barnæsku hef ég verið [...]
Biblíulestur 5. september – Job 29.1–17
Job hélt áfram ræðu sinni og sagði: Ég vildi að ég væri eins og áður fyrr þegar Guð verndaði mig, þegar hann lét lampa sinn lýsa yfir höfði mér og [...]
Biblíulestur 4. september – Opb 21.9–27
Nú kom einn af englunum sjö, sem héldu á skálunum sjö, sem fullar voru af síðustu plágunum sjö, og talaði við mig og sagði: „Kom hingað og ég mun sýna [...]
Biblíulestur 3. september – Matt 22.1–14
Þá tók Jesús enn að segja þeim dæmisögu: „Líkt er um himnaríki og konung einn sem gerði brúðkaup sonar síns. Hann sendi þjóna sína að kalla boðsgestina til brúðkaupsins en [...]
Biblíulestur 2. september – Matt 15.21–28
Þaðan hélt Jesús til byggða Týrusar og Sídonar. Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: „Miskunna þú mér, Drottinn, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af [...]