Biblíulestur – 3. september – 5Mós 18.1–8
Enginn Levítaprestur, enginn af ættkvísl Leví, skal hljóta land eða erfðahlut eins og aðrir í Ísrael. Þeir skulu hafa viðurværi af eldfórnum Drottins, af erfðahlut hans. Ættbálkur Leví skal ekki fá erfðahlut meðal bræðra sinna. Drottinn er erfðahlutur hans eins og Drottinn hefur heitið honum.
Þennan rétt skulu prestarnir hafa hjá þjóðinni, af hálfu þeirra sem færa sláturfórn, hvort heldur naut eða lamb: prestinum skal gefa bóginn, báða kjammana og vinstrina. Þú skalt gefa prestinum frumgróðann af korni þínu, víni og olíu og fyrstu ullina sem þú tekur af sauðfé þínu. Því að Drottinn, Guð þinn, hefur valið ættbálk Leví úr öllum öðrum ættbálkum þínum til þess að hann gegni þjónustu í nafni Drottins alla ævidaga sína.
Þegar Levíti úr einhverri borg þinni, einhvers staðar í Ísrael, þar sem hann hefur dvalist sem aðkomumaður, vill koma til staðarins sem Drottinn velur er hann frjáls að því svo oft sem hann vill. Hann má þjóna þar í nafni Drottins eins og allir aðrir bræður hans, Levítarnir, sem gegna þjónustu frammi fyrir Drottni. Þeir skulu fá sama hlut og hinir sér til viðurværis enda þótt þeir hafi þegið fé fyrir föðurleifð sína.
Biblíulestur 12. september – 1Kon 19.1–11
Akab sagði Jesebel frá öllu sem Elía hafði gert og að hann hefði drepið alla spámennina með sverði. Jesebel sendi þá mann til Elía með þessi skilaboð: „Guðirnir geri mér [...]
Biblíulestur 11. september – Jak 5.1–11
Hlustið á, þið auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum sem yfir ykkur munu koma. Auður ykkar er orðinn fúinn og klæði ykkar eru orðin mölétin, gull ykkar og silfur [...]
Biblíulestur 10. september – Am 8.4–14
Heyrið þetta, þér sem troðið fátæklingana niður og gerið út af við þurfamenn í landinu. Þér sem spyrjið: „Hvenær tekur tunglkomuhátíðin enda svo að vér getum haldið áfram að selja [...]
Biblíulestur 9. september – Jer 5.20–31
Kunngjörið meðal Jakobs niðja, boðið í Júda og segið: Hlýddu á, heimska og skilningslausa þjóð, sem hefur augu en sérð ekki, eyru en heyrir ekki: Óttist þér mig eigi? segir [...]
Biblíulestur 8. september – Lúk 18.28–30
Þá sagði Pétur: „Við yfirgáfum allt sem við áttum og fylgdum þér.“ Jesús sagði við þá: „Sannlega segi ég yður að enginn hefur yfirgefið heimili, konu, bræður, foreldra eða börn [...]
Biblíulestur 7. september – Slm 80.1–8
Hirðir Ísraels, hlýð á, þú, sem leiðir Jósef eins og hjörð. Þú, sem ríkir yfir kerúbunum, birst þú í geisladýrð fyrir Efraím, Benjamín og Manasse. Vek upp kraft þinn og [...]