Biblíulestur – 10. september – 2Kor 1.12–24
Ég hrósa mér af því að ég veit með sjálfum mér að líf mitt í heiminum, og sérstaklega hjá ykkur, hefur stjórnast af hreinskilni og einlægni sem kemur frá Guði, ekki af mannlegri speki heldur hefur Guð sýnt mér náð.
Ég skrifa ykkur ekki annað en það sem þið getið lesið og skilið. Ég vona að þið munið skilja það til fulls, sem ykkur er að nokkru ljóst, að þið getið miklast af mér eins og ég af ykkur á degi Drottins vors Jesú.
Í því trausti var það ásetningur minn að koma fyrst til ykkar til þess að þið skylduð verða tvöfaldrar gleði aðnjótandi. Ég hugðist bæði koma við hjá ykkur á leiðinni til Makedóníu og aftur á leiðinni þaðan og láta ykkur búa ferð mína til Júdeu. Vissi ég ekki hvað ég gerði þegar ég afréð þetta? Eða ræð ég ráðum mínum að hætti manna og segi „já“ en meina „nei“? Svo sannarlega sem Guð er trúr: Það sem ég segi ykkur er ekki bæði já og nei. Sonur Guðs, Jesús Kristur, sem við höfum prédikað á meðal ykkar, ég, Silvanus og Tímóteus, var ekki bæði „já“ og „nei“ heldur er allt í honum „já“. Því að svo mörg sem fyrirheit Guðs eru þá lætur hann Jesú Krist staðfesta þau með „jái“. Þess vegna segjum við með honum amen Guði til dýrðar. Það er Guð sem grundvallar trú okkar og ykkar á Kristi og hefur smurt okkur. Hann hefur sett innsigli sitt á okkur og gefið okkur anda sinn sem tryggingu í hjörtum okkar.
Ég kalla Guð til vitnis og legg líf mitt við að það er af hlífð við ykkur að ég hef enn þá ekki komið til Korintu. Ekki svo að skilja að ég vilji drottna yfir trú ykkar heldur erum við samverkamenn að gleði ykkar. Því að í trúnni standið þið stöðug.
Biblíulestur 24. október – Jer 14.10–18
Svo segir Drottinn um þessa þjóð: Þeir hafa gaman af að eigra um stefnulaust, þeir hvíla ekki fæturna. En Drottinn gleðst ekki yfir þeim, nú minnist hann sektar þeirra og [...]
Biblíulestur 23. október – Lúk 21.5–19
Einhverjir höfðu orð á að helgidómurinn væri prýddur fögrum steinum og heitgjöfum. Þá sagði Jesús: „Þeir dagar koma að allt sem hér blasir við verður lagt í rúst, ekki steinn [...]
Biblíulestur 22. október – Lúk 12.1–12
Fólk hafði nú flykkst að í tugum þúsunda svo að nærri tróð hver annan undir. Jesús tók þá að tala, fyrst til lærisveina sinna: „Varist súrdeig farísea sem er hræsnin. [...]
Biblíulestur 21. október – Jes 51.9–16
Vakna þú, vakna, íklæð þig styrk, þú armur Drottins, vakna þú eins og í árdaga, á tímum löngu genginna kynslóða. Varst það ekki þú sem hjóst Rahab og lagðir drekann [...]
Biblíulestur 20. október – Lúk 18.1–8
Þá sagði Jesús þeim dæmisögu um það hvernig þeir skyldu stöðugt biðja og eigi þreytast: „Í borg einni var dómari sem hvorki óttaðist Guð né skeytti um nokkurn mann. Í [...]
Biblíulestur 19. október – Slm 84.1–13
Hversu yndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn hersveitanna. Sálu mína langaði til, já, hún þráði forgarða Drottins, nú fagnar hjarta mitt og hold fyrir hinum lifanda Guði. Jafnvel fuglinn hefur fundið [...]