Biblíulestur – 26. nóvember – 5Mós 32.30–38
Hvernig fær einn elt þúsund
eða tveir menn hrakið tíu þúsund á flótta
nema bjarg þeirra hafi framselt þá,
Drottinn ofurselt þá?
En bjarg fjandmannanna er ekki sem bjarg vort,
um það geta óvinir vorir dæmt.
Vínviður þeirra er af vínviði Sódómu,
hann er úr víngörðum Gómorru,
vínber þeirra eru eitruð,
þrúgurnar beiskar,
vín þeirra er slöngueitur
úr banvænum nöðrum.
Er það ekki í minni vörslu,
innsiglað í forðabúri mínu?
Mín er hefndin og mitt að endurgjalda
er þeir gerast valtir á fótum.
Skapadægur þeirra er nærri,
það sem fyrir þeim liggur ber brátt að.
Því að Drottinn mun rétta hlut þjóðar sinnar,
sýna þjónum sínum miskunn
þegar hann sér að hver hönd er máttlaus,
engir eftir nema kúgaðir menn og hjálparvana.
Þá mun hann spyrja: Hvar eru guðir þeirra,
bjargið sem þeir leituðu hælis hjá
sem átu feiti sláturfórna þeirra,
drukku vín dreypifórna þeirra?
Gangi þeir nú fram og hjálpi yður,
verði þeir nú vörn yðar.
Biblíulestur – 9. febrúar – Matt 17.1–9
Eftir sex daga tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes, bróður hans, og fer með þá upp á hátt fjall að þeir væru einir saman. Þar ummyndaðist hann [...]
Biblíulestur – 8. febrúar – Slm 92.1–16
Sálmur. Hvíldardagsljóð. Gott er að lofa Drottin, lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti, að kunngjöra miskunn þína að morgni og trúfesti þína um nætur á tístrengjað hljóðfæri og hörpu og [...]
Biblíulestur – 7. febrúar – Jes 40.9–17
Stíg upp á hátt fjall, Síon, fagnaðarboði. Hef upp raust þína kröftuglega, Jerúsalem, fagnaðarboði. Hef upp raustina og óttast eigi, seg borgunum í Júda: Sjá, Guð yðar kemur í mætti [...]
Biblíulestur – 6. febrúar – Jóh 9.24–31
Nú kölluðu þeir í annað sinn á manninn, sem blindur hafði verið, og sögðu við hann: „Gef þú Guði dýrðina. Við vitum að þessi maður er syndari.“ Hann svaraði: „Ekki [...]
Biblíulestur – 5. febrúar – Jóh 9.13–23
Þeir fara til faríseanna með manninn sem áður var blindur. En þá var hvíldardagur þegar Jesús bjó til leðjuna og opnaði augu hans. Farísearnir spurðu hann nú líka hvernig hann [...]
Biblíulestur – 4. febrúar – Lúk 10.13–24
Vei þér, Korasín! Vei þér, Betsaída! Ef gerst hefðu í Týrus og Sídon kraftaverkin, sem gerðust í ykkur, hefðu þær löngu iðrast og setið í sekk og ösku. En Týrus [...]