Biblíulestur – 2. desember – 5Mós 33.22–29
Um Dan sagði hann:
Dan er ljónshvolpur
sem kemur stökkvandi frá Basan.
Um Naftalí sagði hann:
Naftalí er saddur af velvild,
mettaður af blessun Drottins.
Hann skal hljóta vatnið og Suðurlandið.
Um Asser sagði hann:
Asser sé blessaður umfram hina synina,
hann sé eftirlæti bræðra sinna
og laugi fót sinn olíu.
Slagbrandar þínir skulu vera úr járni og eir,
afl þitt endist þér alla ævi.
Enginn er sem Guð Jesjúrúns
sem ríður yfir himininn þér til hjálpar
og á skýjum í hátign sinni.
Hæli er hinn eldforni Guð,
hér neðra eru eilífir armar hans.
Hann stökkti fjandmönnum undan þér
og sagði: „Eyð þeim.“
Síðan bjó Ísrael óhultur,
lind Jakobs ein sér
í landi auðugu af korni og víni
þar sem himinninn lætur dögg drjúpa.
Heill þér, Ísrael. Hver er sem þú?
Þjóðin sem Drottinn frelsaði.
Hann er skjöldurinn sem ver þig,
sverðið sem veitir þér sigur.
Fjandmenn þínir munu skríða fyrir þér,
þú munt traðka á baki þeirra.
Biblíulestur 13. mars – Hlj 1.12–22
Skiptir þetta engu yður sem fram hjá farið? Skyggnist um og sjáið, finnst sú kvöl sem jafnast á við þá sem á mig var lögð, mig sem Drottinn þjakaði á [...]
Biblíulestur – 14. mars – Jóh 6.1–15
Eftir þetta fór Jesús yfir um Galíleuvatn eða Tíberíasvatn. Mikill fjöldi manna fylgdi honum því þeir sáu þau tákn er hann gerði á sjúku fólki. Þá fór Jesús upp á [...]
Biblíulestur 12. mars – Hlj 1.1–11
Ó, hversu einmana er nú borgin sem áður var svo mannmörg, orðin eins og ekkja, sú er voldug var meðal þjóðanna, drottningin meðal héraðanna orðin kvaðarkona. Hún grætur sáran um [...]
Biblíulestur – 13. mars – Jóh 5.31–47
Ef ég vitna sjálfur um mig er vitnisburður minn ekki gildur. Annar er sá sem vitnar um mig og ég veit að sá vitnisburður sem hann ber mér er sannur. [...]
Biblíulestur 11. mars – Opb 22.8–21
Og ég, Jóhannes, er sá sem heyrði og sá þetta. Er ég hafði heyrt það og séð féll ég niður fyrir fótum engilsins sem sýndi mér þetta til þess að [...]
Biblíulestur – 12. mars – Jóh 5.19–30
Þessu svaraði Jesús og sagði við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Ekkert getur sonurinn gert af sjálfum sér. Hann gerir það eitt sem hann sér föðurinn gera. Því hvað [...]