Biblíulestur – Annar sunnudagur í aðventu 7. desember – Mrk 13.31–37
Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða.
En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema faðirinn. Gætið yðar, vakið! Þér vitið ekki nær tíminn er kominn. Svo er þetta sem maður fari úr landi, skilji við hús sitt og feli þjónum sínum umráðin, hverjum sitt verk. Dyraverðinum býður hann að vaka. Vakið því, þér vitið ekki nær húsbóndinn kemur, að kveldi, á miðnætti, í óttu eða dögun. Látið hann ekki finna yður sofandi þegar hann kemur allt í einu. Það sem ég segi yður, það segi ég öllum: Vakið!“
Biblíulestur 28. mars – Okv 28.14–28
Sæll er sá maður sem ávallt er var um sig en sá sem herðir hjarta sitt fellur í ógæfu. Eins og grenjandi ljón og gráðugur björn, svo er ranglátur drottnari [...]
Biblíulestur – 29. mars – Okv 23.1–14
Þegar þú situr til borðs með valdhafa gættu þess þá vel hvern þú hefur fyrir framan þig og settu hníf við barka þér sértu gráðugur. Láttu þig ekki langa í [...]
Biblíulestur 27. mars – Est 1.21–2.7
Þessi ráð féllu konungi og höfðingjum hans vel í geð og gerði konungur eins og Memúkan hafði lagt til. Hann lét senda boð um öll héruð konungsríkisins, til hvers héraðs [...]
Biblíulestur – 28. mars – 1Kor 4.8–21
Þið eruð þegar orðin mett, þið eruð þegar orðin auðug, án mín eruð þið orðin konungar. Og ég vildi óska að þið væruð orðin konungar til þess að einnig ég [...]
Biblíulestur 26. mars – Est 1.1–20
Xerxes konungur, sá er ríkti yfir hundrað tuttugu og sjö héruðum allt frá Indlandi til Eþíópíu, sat að völdum í virkisborginni Súsa. Á þriðja stjórnarári sínu bauð hann öllum höfðingjum [...]
Biblíulestur – 27. mars – 1Kor 3.16–4.7
Vitið þið eigi að þið eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í ykkur? Ef nokkur eyðir musteri Guðs mun Guð eyða honum því að musteri Guðs er heilagt [...]