Biblíulestur – 9. desember – Júd 1.14–25
Um þessa menn spáði Enok líka, sjöundi maður frá Adam, er hann segir: „Sjá, Drottinn er kominn með sínum þúsundum heilagra til að halda dóm yfir öllum, og til að sanna alla óguðlega menn seka um öll þau óguðlegu verk sem þeir hafa drýgt og um öll þau hörðu orð sem óguðlegir syndarar hafa talað gegn honum.“
Þessir menn eru síkvartandi og kenna öðrum um örlög sín og lifa eftir girndum sínum. Munnur þeirra mælir ofstopaorð og þeir smjaðra fyrir öðrum, sér til ávinnings.
En þið elskuðu, minnist þeirra orða sem postular Drottins vors Jesú Krists hafa áður talað. Þeir sögðu við ykkur: „Á síðasta tíma munu koma spottarar sem stjórnast af sínum eigin óguðlegu girndum.“ Það eru þeir sem valda sundrungu, þeir eru bundnir við þennan heim og hafa eigi andann. En þið elskuðu, byggið ykkur sjálf upp í helgustu trú ykkar. Biðjið í heilögum anda. Látið kærleika Guðs varðveita ykkur sjálf og bíðið eftir að Drottinn vor Jesús Kristur sýni ykkur náð og veiti ykkur eilíft líf.
Sumir eru efablandnir, sýnið þeim mildi, suma skuluð þið frelsa með því að hrífa þá út úr eldinum, sýnið sumum óttablandna mildi og forðist jafnvel klæði þeirra sem flekkuð eru af synd.
En Guði, sem megnar að varðveita yður frá hrösun og láta yður koma fram fyrir dýrð sína lýtalaus í fögnuði, einum Guði sem frelsar oss fyrir Jesú Krist, Drottin vorn, sé dýrð, hátign, máttur og vald frá alda öðli, nú og um allar aldir. Amen.
Biblíulestur – 7. apríl – 1Kor 8.1–13
Þá er að minnast á kjötið sem fórnað hefur verið skurðgoðum. Við vitum að öll höfum við þekkingu. Þekkingin blæs menn upp en kærleikurinn byggir upp. Ef einhver þykist þekkja [...]
Biblíulestur – 6. apríl – Jóh 8.46–59
Hver yðar getur sannað á mig synd? Ef ég segi sannleikann, hví trúið þér mér ekki? Sá sem er af Guði heyrir Guðs orð. Þér heyrið ekki vegna þess að [...]
Biblíulestur – 5. apríl – Slm 97.1–12
Drottinn er konungur, jörðin fagni, eyjafjöldinn gleðjist. Ský og sorti umlykja hann, réttlæti og réttur eru grundvöllur hásætis hans. Eldur fer fyrir honum og eyðir fjandmönnum hans allt um kring. [...]
Biblíulestur – 4. apríl – 1Kor 7.29–40
En það segi ég, systkin, tíminn er orðinn naumur. Hér eftir skulu jafnvel þau sem gift eru vera eins og þau væru það ekki, þau sem gráta eins og þau [...]
Biblíulestur – 3. apríl – 1Kor 7.17–28
Þó skal hver og einn lifa því lífi sem Drottinn hefur úthlutað honum og vera áfram í þeirri stöðu sem hann var í þegar Guð kallaði hann. Þannig mæli ég [...]
Biblíulestur – 2. apríl – 1Kor 7.1–16
En svo að ég minnist á það sem þið hafið ritað, þá er það gott fyrir mann að vera ekki við konu kenndur. En til þess að forðast saurlífi hafi [...]