Biblíulestur – 4. nóvember – 2Þess 2.1–12
En að því er varðar komu Drottins vors Jesú Krists og að við söfnumst til hans bið ég ykkur, bræður og systur, að vera ekki fljót til að komast í uppnám eða verða hrædd, hvorki þótt vísað sé til andavitrunar né einhvers sem ég á að hafa kennt eða skrifað um að dagur Drottins sé þegar fyrir höndum. Látið engan villa ykkur á nokkurn hátt. Ekki kemur dagurinn nema fráhvarfið komi fyrst og maður lögleysisins komi fram, sonur glötunarinnar, sem setur sig á móti Guði og hreykir sér yfir allt sem heitir Guð eða helgur dómur, sest í musteri Guðs og gerir sjálfan sig að Guði.
Minnist þið ekki þess að ég sagði ykkur þetta meðan ég enn þá var hjá ykkur? Þið vitið hvað aftrar honum nú. Hann á að bíða síns tíma. Því að leyndardómur lögleysisins er þegar farinn að starfa en fyrst verður að ryðja þeim burt sem stendur í vegi. Þá mun lögleysinginn opinberast en Drottinn Jesús mun koma og birtast, tortíma honum með anda munns síns og gera hann að engu. Þegar lögleysinginn kemur fram er Satan að verki með alls kyns furðuverkum, lygatáknum, undrum og alls konar ranglætisvélum sem blekkja þau sem eru á glötunarleið. Þau glatast af því að þau vildu ekki þiggja kærleikann til sannleikans svo að þau mættu verða hólpin. Þess vegna sendir Guð þeim megna villu til þess að þau trúi lyginni. Þannig verða þau öll dæmd sem trúðu ekki sannleikanum en höfðu velþóknun á ranglætinu.
Biblíulestur – 28. september – Matt 6.24–34
Enginn getur þjónað tveimur herrum. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn. Þér getið ekki þjónað Guði og mammón. Því segi ég yður: Verið [...]
Biblíulestur – 27. september – Okv 25.14–28
Ský og vindur en engin rigning, svo er sá sem hrósar sér af örlæti en gefur þó ekkert. Með þolinmæði má telja höfðingja hughvarf, mjúk tunga mylur bein. Finnir þú [...]
Biblíulestur – 26. september – 2Kor 11.1–11
Ég vildi að þið umbæruð dálitla fávisku hjá mér. Vissulega gerið þið það. Ég vakti yfir ykkur með afbrýði eins og Guð því að ég hef fastnað ykkur einum manni, [...]
Biblíulestur – 25. september – 2Kor 10.1–18
Ég, Páll, sem sagður er auðmjúkur í návist ykkar en djarfmáll þegar ég er fjarri, bið ykkur með hógværð og mildi Krists: Látið mig ekki þurfa að vera harður við [...]
Biblíulestur – 24. september – 2Kor 9.6–15
En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera. Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í [...]
Biblíulestur – 23. september – 2Kor 8.16–9.5
En þökk sé Guði sem vakti í hjarta Títusar þessa sömu umhyggju fyrir ykkur og ég hef. Hann varð ekki aðeins við áskorun minni heldur var áhugi hans svo mikill [...]