Biblíulestur – 10. ágúst – Matt 7.15–23
Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá.
Ekki mun hver sá sem segir við mig: Drottinn, Drottinn, ganga inn í himnaríki heldur sá einn er gerir vilja föður míns sem er á himnum.
Margir munu segja við mig á þeim degi: Drottinn, Drottinn, höfum vér ekki í þínu nafni flutt orð Guðs, rekið út illa anda og gert mörg kraftaverk? Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn.
Biblíulestur – 20. júlí – Lúk 5.1–11
Nú bar svo til að Jesús stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið en fiskimennirnir voru [...]
Biblíulestur – 19. júlí – Slm 104.1–18
Lofa þú Drottin, sála mín. Drottinn, Guð minn, þú ert harla mikill. Þú ert skrýddur dýrð og hátign, sveipaður ljósi sem skikkju. Þú þenur út himininn eins og tjalddúk, reftir [...]
Biblíulestur – 18. júlí – 5Mós 5.22–33
Þessi boðorð flutti Drottinn öllum söfnuði ykkar á fjallinu. Hann talaði út úr eldinum, skýjaþykkninu og myrkrinu, með þrumuraust og bætti engu við. Síðan skráði hann þau á tvær steintöflur [...]
Biblíulestur – 17. júlí – 5Mós 5.1–21
Móse kallaði allan Ísrael saman og sagði: Heyr þú, Ísrael, lögin og ákvæðin sem ég boða ykkur nú í dag. Lærið þau, haldið þau af kostgæfni. Drottinn, Guð okkar, gerði [...]
Biblíulestur – 16. júlí – 5Mós 4.41–49
Þá veitti Móse þremur borgum austan við Jórdan sérstöðu. Til þeirra gat hver sá flúið og haldið lífi sem án ásetnings varð manni að bana og hafði ekki sýnt honum [...]
Biblíulestur – 15. júlí – 5Mós 4.32–40
Spyrðu um fyrri tíma, sem voru fyrir þína tíð, allt frá þeim degi að Guð skapaði manninn á jörðinni, kannaðu heimskauta á milli: Hefur nokkru sinni orðið jafnstórfenglegur atburður og [...]