Biblíulestur – 19. júlí – Slm 104.1–18
Lofa þú Drottin, sála mín.
Drottinn, Guð minn, þú ert harla mikill.
Þú ert skrýddur dýrð og hátign,
sveipaður ljósi sem skikkju.
Þú þenur út himininn eins og tjalddúk,
reftir sal þinn ofar skýjum.
Þú gerir skýin að vagni þínum,
ferð um á vængjum vindsins.
Þú gerir vindana að sendiboðum þínum,
bálandi eld að þjónum þínum.
Þú grundvallar jörðina á undirstöðum hennar
svo að hún haggast eigi um aldur og ævi.
Frumdjúpið huldi hana eins og klæði,
vötnin náðu yfir fjöllin,
þau flýðu ógnun þína,
hrökkluðust undan þrumuraust þinni,
flæddu yfir fjöll, steyptust niður í dali,
þangað sem þú hafðir ætlað þeim stað.
Þú settir vatninu mörk sem það má ekki fljóta yfir,
aldrei framar skal það hylja jörðina.
Þú lést lindir spretta upp í dölunum,
þær streyma milli fjallanna,
þær svala öllum dýrum merkurinnar,
villiasnarnir slökkva þar þorsta sinn.
Við þær búa fuglar himinsins,
kvaka milli laufgaðra greina.
Þú vökvar fjöllin frá hásal þínum
og af ávexti verka þinna mettast jörðin.
Þú lætur gras spretta handa fénaðinum
og jurtir sem maðurinn ræktar
svo að jörðin gefi af sér brauð
og vín sem gleður mannsins hjarta,
olíu sem lætur andlit hans ljóma
og brauð sem veitir honum þrótt.
Tré Drottins drekka nægju sína,
sedrustré Líbanons sem hann gróðursetti.
Þar gera fuglar sér hreiður
og storkar eiga sér bústað í krónum þeirra.
Í gnæfandi fjöllum búa steingeitur
og klettarnir eru skjól stökkhéra.
Biblíulestur – 28. júní – Okv 24.11–22
Bjargaðu þeim sem leiddir eru til lífláts, þeim sem eru dæmdir til aftöku. Ef þú segir: „Vér vissum það ekki,“ mun þá ekki sá sem gaumgæfir hjörtun verða þess var [...]
Biblíulestur – 27. júní – Jóh 20.19–31
Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við Gyðinga. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður [...]
Biblíulestur – 26. júní – Jóh 20.1–18
Fyrsta dag vikunnar kemur María Magdalena til grafarinnar svo snemma að enn var myrkur og sér steininn tekinn frá gröfinni. Hún hleypur því og kemur til Símonar Péturs og hins [...]
Biblíulestur – 25. júní – Jóh 19.28–42
Jesús vissi að allt var þegar fullkomnað. Þá sagði hann til þess að ritningin rættist: „Mig þyrstir.“ Þar stóð ker fullt af ediki. Hermennirnir vættu njarðarvött í ediki, settu hann [...]
Biblíulestur – 24. júní – Lúk 1.57–67, 76–80
Nú kom sá tími að Elísabet skyldi verða léttari og ól hún son. Og nágrannar hennar og ættmenn heyrðu hversu mikla miskunn Drottinn hafði auðsýnt henni og samfögnuðu henni. Á [...]
Biblíulestur – 23. júní – Jóh 19.17–27
Og hann bar kross sinn og fór út til staðar sem nefnist Hauskúpa, á hebresku Golgata. Þar krossfestu þeir hann og með honum tvo aðra hvorn til sinnar handar, Jesú [...]