Biblíulestur – 19. febrúar – 1Mós 3.14–24
Þá sagði Drottinn Guð við höggorminn:
Af því að þú gerðir þetta
skaltu vera bölvaður
meðal alls fénaðarins
og meðal allra dýra merkurinnar.
Á kviði þínum skaltu skríða
og mold eta
alla þína ævidaga.
Ég set fjandskap
milli þín og konunnar
og milli þíns niðja og hennar niðja.
Hann skal merja höfuð þitt
og þú skalt höggva hann í hælinn.
Við konuna sagði hann:
Mikla mun ég gera þjáningu þína
er þú verður barnshafandi.
Með þraut skaltu börn fæða,
samt skaltu hafa löngun til manns þíns
en hann skal drottna yfir þér.
Við Adam sagði hann:
Vegna þess að þú hlýddir röddu konu þinnar
og ást af trénu sem ég bannaði þér að eta af,
þá sé akurlendið bölvað þín vegna.
Með erfiði skaltu hafa viðurværi af því
alla þína ævidaga.
Þyrna og þistla skal landið gefa af sér
og þú skalt lifa á grösum merkurinnar.
Í sveita þíns andlitis skaltu brauðs þíns neyta
þar til þú hverfur aftur til jarðarinnar
því af henni ertu tekinn.
Því að mold ert þú
og til moldar skaltu aftur hverfa.
Adam nefndi konu sína Evu því að hún varð móðir allra sem lifa. Og Drottinn Guð gerði skinnkyrtla handa Adam og konu hans og lét þau klæðast þeim.
Og Drottinn Guð sagði: „Nú er maðurinn orðinn sem einn af oss fyrst hann ber skyn á gott og illt. Bara að hann rétti nú ekki út hönd sína, taki einnig af lífsins tré og eti og lifi eilíflega.“
Og Drottinn Guð lét manninn fara úr aldingarðinum Eden til þess að yrkja jörðina sem hann var tekinn af. Og hann rak manninn burt og setti kerúbana fyrir austan Eden og loga hins sveipanda sverðs til þess að gæta vegarins að lífsins tré.
Biblíulestur – 29. janúar – Jak 4.1–10
Af hverju koma stríð og af hverju sennur meðal ykkar? Af hverju öðru en girndum ykkar sem heyja stríð í limum ykkar? Þið girnist og fáið ekki, þið drepið og [...]
Biblíulestur – 28. janúar – Lúk 19.1–10
Jesús kom til Jeríkó og gekk gegnum borgina. En þar var maður er Sakkeus hét. Hann var yfirtollheimtumaður og auðugur. Langaði hann að sjá hver Jesús væri en tókst það [...]
Biblíulestur – 27. janúar – Esk 34.17–31
En þú, hjörð mín, svo segir Drottinn Guð: Ég dæmi milli kindar og kindar, milli hrúta og hafra. Nægir ykkur ekki að ganga í besta haglendi? Þurfið þið að traðka [...]
Biblíulestur – 26. janúar – Matt 8.1–13
Nú gekk Jesús niður af fjallinu og fylgdi honum mikill mannfjöldi. Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: „Drottinn, ef þú vilt getur þú hreinsað mig.“ Jesús [...]
Biblíulestur – 25. janúar – Okv 22.1–16
Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vinsældir eru betri en silfur og gull. Ríkur og fátækur mætast en Drottinn skapaði báða. Vitur maður sér ógæfuna og felur sig en [...]
Biblíulestur – 24. janúar – Esk 34.1–16
Orð Drottins kom til mín: Mannssonur, spáðu gegn hirðum Ísraels og segðu við þá: Svo segir Drottinn Guð: Vei hirðum Ísraels sem aðeins hirða um sjálfa sig. Eiga þeir ekki [...]