Biblíulestur – 5. nóvember – 2Þess 2.13–3.5
En ætíð hlýt ég að þakka Guði fyrir ykkur, bræður og systur, sem Drottinn elskar. Guð útvaldi ykkur til þess að þið yrðuð frumgróði til hjálpræðis. Guð lét andann helga ykkur og þið trúið á sannleikann. Til þessa kallaði hann ykkur. Hann lét mig boða ykkur fagnaðarboðskapinn um að þið skylduð öðlast hlutdeild í dýrð Drottins vors Jesú Krists. Systkin, standið því stöðug og haldið fast við þær postullegu kenningar er ég hef flutt ykkur munnlega eða með bréfi.
En sjálfur Drottinn vor Jesús Kristur og Guð, faðir vor, sem elskaði oss og gaf oss í náð eilífa huggun og góða von, huggi hjörtu yðar og styrki í sérhverju góðu verki og orði.
Að endingu, systkin: Biðjið fyrir mér að orð Drottins megi breiðast út og vera í heiðri haft eins og hjá ykkur og að ég mætti frelsast frá spilltum og vondum mönnum. Því að ekki er trúin allra.
En trúr er Drottinn og hann mun styrkja ykkur og vernda fyrir hinum vonda. En ég ber það traust til ykkar vegna Drottins að þið bæði gerið og munið gera það sem ég legg fyrir ykkur.
En Drottinn leiði hjörtu ykkar til kærleika Guðs og þolgæðis Krists.
Biblíulestur – 23. apríl – Jóh 8.21–30
Enn sagði Jesús við þá: „Ég fer burt og þér munuð leita mín en þér munuð deyja í synd yðar. Þangað sem ég fer getið þér ekki komist.“ Nú sagði [...]
Biblíulestur – 22. apríl – Jóh 8.1–20
En Jesús fór til Olíufjallsins. Snemma morguns kom hann aftur í helgidóminn og allt fólkið kom til hans en hann settist og tók að kenna því. Farísear og fræðimenn koma [...]
Biblíulestur – Annar í páskum 21. apríl – Lúk 24.13–35
Tveir þeirra fóru þann sama dag til þorps nokkurs sem er um sextíu skeiðrúm frá Jerúsalem og heitir Emmaus. Þeir ræddu sín á milli um allt þetta sem gerst hafði. [...]
Biblíulestur – Páskadagur 20. apríl – Mrk 16.1–7
Þá er hvíldardagurinn var liðinn keyptu þær María Magdalena, María móðir Jakobs og Salóme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólarupprás, [...]
Biblíulestur – 19. apríl – Matt 27.62–66
Næsta dag, hvíldardaginn, gengu æðstu prestarnir og farísearnir saman fyrir Pílatus og sögðu: „Herra, við minnumst þess að svikari þessi sagði í lifanda lífi: Eftir þrjá daga rís ég upp. [...]
Biblíulestur – Föstudagurinn langi 18. apríl – Jóh 19.16–30
Þá seldi hann þeim hann í hendur og bauð að láta krossfesta hann. Hermennirnir tóku þá við Jesú. Og hann bar kross sinn og fór út til staðar sem nefnist [...]