Biblíulestur – 20. desember – Slm 110.1–7
Davíðssálmur.
Svo segir Drottinn við herra minn:
„Set þig mér til hægri handar,
þá mun ég leggja óvini þína
sem skör fóta þinna.“
Drottinn réttir út þinn volduga sprota frá Síon.
Drottna þú meðal óvina þinna.
Þjóð þín kemur fúslega er þú kveður til her þinn.
Á helgum fjöllum fæddi ég þig
eins og dögg úr skauti morgunroðans.
Drottinn hefur svarið
og hann iðrar þess eigi:
„Þú ert prestur að eilífu
að hætti Melkísedeks.“
Drottinn er þér til hægri handar,
hann knosar konunga á degi reiði sinnar.
Hann heldur dóm meðal þjóðanna,
fyllir allt líkum,
knosar höfðingja um víðan vang.
Á leiðinni drekkur hann úr læknum,
þess vegna ber hann höfuðið hátt.
Biblíulestur – 17. júní – Matt 7.7–12
Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, [...]
Biblíulestur – 16. júní – Jóh 18.1–14
Þegar Jesús hafði þetta mælt fór hann út með lærisveinum sínum og yfir um lækinn Kedron. Þar var grasgarður sem Jesús gekk inn í og lærisveinar hans. Júdas, sem sveik [...]
Biblíulestur – Þrenningarhátíð 15. júní – Jóh 3.1–15
Maður hét Nikódemus, af flokki farísea, og átti sæti í öldungaráði Gyðinga. Hann kom til Jesú um nótt og sagði við hann: „Rabbí, við vitum að þú ert lærifaðir kominn [...]
Biblíulestur – 14. júní – Slm 102.13–23
En þú, Drottinn, ríkir að eilífu og þín er minnst frá kyni til kyns. Þú munt rísa upp, sýna Síon miskunn því að nú er tími til kominn að líkna [...]
Biblíulestur – 13. júní – Jóh 17.13–26
Nú kem ég til þín. Þetta tala ég í heiminum til þess að þeir eigi í sjálfum sér fögnuð minn fullkominn. Ég hef gefið þeim orð þitt og heimurinn hataði [...]
Biblíulestur – 12. júní – Jóh 17.1–12
Þetta talaði Jesús, hóf augu sín til himins og sagði: „Faðir, stundin er komin. Ger son þinn dýrlegan til þess að sonurinn geri þig dýrlegan. Þú gafst honum vald yfir [...]