Biblíulestur – 7. nóvember – 5Mós 28.1–14
Ef þú hlýðir nákvæmlega boði Drottins, Guðs þíns, heldur það og ferð að öllum fyrirmælum sem ég set þér í dag mun Drottinn, Guð þinn, hefja þig yfir allar þjóðir á jörðinni. Þá munu allar þessar blessanir koma fram við þig og rætast á þér ef þú hlýðir boði Drottins, Guðs þíns:
Blessaður ert þú í borginni og blessaður ert þú á akrinum.
Blessaður er ávöxtur kviðar þíns og ávöxtur akurlands þíns og ávöxtur búfjár þíns, kálfar nauta þinna og lömb sauðfjár þíns.
Blessuð er karfa þín og deigtrog.
Blessaður ert þú þegar þú kemur heim og blessaður ert þú þegar þú gengur út.
Drottinn sigrar þá fjandmenn þína sem ráðast gegn þér. Um einn veg halda þeir gegn þér en um sjö vegu munu þeir flýja undan þér.
Drottinn býður blessuninni að vera með þér í hlöðum þínum og í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Hann blessar þig í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér. Drottinn mun hefja þig til að gera þig að heilagri þjóð sinni eins og hann hefur heitið þér ef þú heldur boð Drottins, Guðs þíns, og gengur á hans vegum. Þá munu allar þjóðir jarðar skilja að þú ert kennd við nafn Drottins og þær munu óttast þig. Drottinn veitir þér ríkuleg gæði í ávexti kviðar þíns, í ávexti búfjár þíns og í ávexti jarðar þinnar í landinu sem Drottinn hét feðrum þínum að gefa þér. Drottinn mun ljúka upp fyrir þér hinu góða forðabúri sínu, himninum, til að gefa landi þínu regn á réttum tíma. Hann mun blessa hvert það verk sem þú tekur þér fyrir hendur og þú munt lána mörgum þjóðum en sjálfur muntu aldrei þurfa að taka lán. Drottinn gerir þig að höfði en ekki hala. Þú skalt ætíð hafa betur og aldrei verða undir ef þú hlýðir boðum Drottins, Guðs þíns, sem ég legg fyrir þig í dag, og breytir eftir þeim og víkur hvorki til hægri né vinstri frá neinum þeim fyrirmælum, sem ég legg fyrir ykkur í dag, til þess að elta aðra guði og þjóna þeim.
Biblíulestur – 5. maí – 1Kor 11.17–34
En um leið og ég gef ykkur þessi fyrirmæli get ég ekki hrósað ykkur fyrir samkomur ykkar sem eru fremur til ills en góðs. Í fyrsta lagi heyri ég að [...]
Biblíulestur – 4. maí – Jóh 10.11–16
Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Sá sem er leigður og hvorki er hirðir né á sauðina, hann flýr og yfirgefur sauðina þegar [...]
Biblíulestur – 3. maí – Slm 99.1–9
Drottinn er konungur, þjóðirnar skjálfa, hann situr uppi yfir kerúbunum, jörðin nötrar. Drottinn er voldugur á Síon og hafinn yfir allar þjóðir, þær lofi nafn þitt, máttugt og ógnþrungið. Heilagur [...]
Biblíulestur – 2. maí – 1Kor 11.2–16
Ég hrósa ykkur fyrir það að þið í öllu minnist mín og haldið fast við kenningarnar eins og ég flutti ykkur þær. En ég vil að þið vitið að Kristur [...]
Biblíulestur – 1. maí – Jóh 9.24–41
Nú kölluðu þeir í annað sinn á manninn, sem blindur hafði verið, og sögðu við hann: „Gef þú Guði dýrðina. Við vitum að þessi maður er syndari.“ Hann svaraði: „Ekki [...]
Biblíulestur – 30. apríl – Jóh 9.13–23
Þeir fara til faríseanna með manninn sem áður var blindur. En þá var hvíldardagur þegar Jesús bjó til leðjuna og opnaði augu hans. Farísearnir spurðu hann nú líka hvernig hann [...]