Biblíulestur – 18. mars – Jóh 6.30–51
Þeir spurðu hann þá: „Hvaða tákn getur þú sýnt okkur svo að við trúum? Hvað afrekar þú? Feður okkar átu manna í eyðimörkinni eins og ritað er: Brauð af himni gaf hann þeim að eta.“
Jesús sagði við þá: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Móse gaf yður ekki brauðið af himni heldur gefur faðir minn yður hið sanna brauð af himni. Brauð Guðs er sá sem stígur niður af himni og gefur heiminum líf.“
Þá sögðu þeir við hann: „Drottinn, gef okkur ætíð þetta brauð.“
Jesús sagði þeim: „Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra sem til mín kemur og þann aldrei þyrsta sem á mig trúir. En ég hef sagt við yður: Þér hafið séð mig og trúið þó ekki. Allt sem faðirinn gefur mér mun koma til mín og þann sem til mín kemur mun ég alls eigi brott reka. Ég er stiginn niður af himni, ekki til að gera vilja minn heldur vilja þess er sendi mig. En sá er vilji þess sem sendi mig að ég glati engu af öllu því sem hann hefur gefið mér heldur reisi það upp á efsta degi. Því sá er vilji föður míns að hver sem sér soninn og trúir á hann hafi eilíft líf og ég mun reisa hann upp á efsta degi.“
Nú kom upp kurr meðal Gyðinga út af því að hann sagði: „Ég er brauðið sem niður steig af himni,“ og menn sögðu: „Er þetta ekki hann Jesús, sonur Jósefs? Við þekkjum bæði föður hans og móður. Hvernig getur hann sagt að hann sé stiginn niður af himni?“
Jesús svaraði þeim: „Verið ekki með kurr yðar á meðal. Enginn getur komið til mín nema faðirinn, sem sendi mig, laði hann og ég mun reisa hann upp á efsta degi. Hjá spámönnunum er skrifað: Guð mun kenna þeim öllum. Hver sem hlýðir á föðurinn og lærir af honum kemur til mín. Ekki er það svo að nokkur hafi séð föðurinn. Sá einn sem er frá Guði hefur séð föðurinn. Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá sem trúir hefur eilíft líf. Ég er brauð lífsins. Feður ykkar átu manna í eyðimörkinni en þeir dóu. Þetta er brauðið sem niður stígur af himni. Sá sem etur af því deyr ekki. Ég er hið lifandi brauð sem steig niður af himni. Hver sem etur af þessu brauði mun lifa að eilífu. Og brauðið er líkami minn sem ég gef heiminum til lífs.“
Biblíulestur 13. september – 1Kon 19.12–21
Eftir jarðskjálftann kom eldur. En Drottinn var ekki í eldinum. Eftir eldinn kom þytur af þýðum blæ. Þegar Elía heyrði hann huldi hann andlit sitt með skikkju sinni, gekk út [...]
Biblíulestur 12. september – 1Kon 19.1–11
Akab sagði Jesebel frá öllu sem Elía hafði gert og að hann hefði drepið alla spámennina með sverði. Jesebel sendi þá mann til Elía með þessi skilaboð: „Guðirnir geri mér [...]
Biblíulestur 11. september – Jak 5.1–11
Hlustið á, þið auðmenn, grátið og kveinið yfir þeim bágindum sem yfir ykkur munu koma. Auður ykkar er orðinn fúinn og klæði ykkar eru orðin mölétin, gull ykkar og silfur [...]
Biblíulestur 10. september – Am 8.4–14
Heyrið þetta, þér sem troðið fátæklingana niður og gerið út af við þurfamenn í landinu. Þér sem spyrjið: „Hvenær tekur tunglkomuhátíðin enda svo að vér getum haldið áfram að selja [...]
Biblíulestur 9. september – Jer 5.20–31
Kunngjörið meðal Jakobs niðja, boðið í Júda og segið: Hlýddu á, heimska og skilningslausa þjóð, sem hefur augu en sérð ekki, eyru en heyrir ekki: Óttist þér mig eigi? segir [...]
Biblíulestur 8. september – Lúk 18.28–30
Þá sagði Pétur: „Við yfirgáfum allt sem við áttum og fylgdum þér.“ Jesús sagði við þá: „Sannlega segi ég yður að enginn hefur yfirgefið heimili, konu, bræður, foreldra eða börn [...]