Biblíulestur – 20. mars – 1Kor 1.1–17
Páll, sem Guð kallaði til að vera postuli Jesú Krists, og Sósþenes, bróðirinn, heilsa söfnuði Guðs í Korintu, þeim sem Guð hefur helgað í samfélagi við Jesú Krist og kallað til að lifa heilögu lífi. Við heilsum einnig öllum þeim sem alls staðar ákalla nafn Drottins vors Jesú Krists sem er þeirra Drottinn og vor.
Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.
Ávallt þakka ég Guði mínum fyrir ykkur, hann hefur veitt ykkur náð sína í Kristi Jesú. Hann hefur auðgað ykkur á allan hátt svo að þið búið yfir allri mælsku og allri þekkingu. Vitnisburðurinn um Krist er líka staðfestur orðinn á meðal ykkar svo að ykkur brestur ekki neina náðargjöf meðan þið væntið opinberunar Drottins vors Jesú Krists. Hann mun einnig styrkja ykkur allt til enda og gera ykkur óaðfinnanleg á degi Drottins vors Jesú Krists. Trúr er Guð sem hefur kallað ykkur til samfélags við son sinn Jesú Krist, Drottin vorn.
En ég hvet ykkur, systkin, í nafni Drottins vors Jesú Krists, að vera öll samhuga og ekki séu flokkadrættir á meðal ykkar. Verið heldur samlynd og einhuga. Því að heimilismenn Klóe hafa tjáð mér um ykkur, bræður mínir og systur, að þrætur eigi sér stað á meðal ykkar. Ég á við að sum ykkar segja: „Ég fylgi Páli,“ og aðrir: „Ég fylgi Apollós,“ eða: „Ég fylgi Kefasi,“ eða: „Ég fylgi Kristi.“ Er þá Kristi skipt í sundur? Skyldi Páll hafa verið krossfestur fyrir ykkur? Eða eruð þið skírð til nafns Páls? Guði sé lof að ég hef engan ykkar skírt nema Krispus og Gajus. Þá getur enginn sagt að þið séuð skírð til nafns míns. Jú, ég skírði líka Stefanas og heimamenn hans. Annars veit ég ekki til að ég hafi skírt neinn annan. Ekki sendi Kristur mig til að skíra heldur til að boða fagnaðarerindið, ekki með lærðu orðskrúði, þá hefði kross Krists horfið fyrir tómum orðum.
Biblíulestur 30. september – 3Mós 19.9–18
Þegar þið skerið upp kornið í landi ykkar skaltu hvorki hirða af ysta útjaðri akurs þíns né dreifarnar á akri þínum. Þú skalt hvorki tína allt í víngarði þínum né [...]
Biblíulestur 29. september – Mrk 4.21–25
Og Jesús sagði við þá: „Ekki bera menn inn ljós og setja það undir mæliker eða bekk. Er það ekki sett á ljósastiku? Því að ekkert er hulið að það [...]
Biblíulestur 28. september – Okv 20.1–15
Vínið er illkvittið, sterkur drykkur glaumsamur, fávís verður sá sem lætur leiðast afvega. Reiði konungs er eins og ljónsöskur, sá sem egnir hann gegn sér hættir lífi sínu. Það er [...]
Biblíulestur 27. september – 2Mós 23.1–13
Þú skalt ekki breiða út róg. Þú skalt ekki leggja þeim lið sem fer með rangt mál með því að bera ljúgvitni. Þú skalt ekki fylgja meirihlutanum til illra verka. [...]
Biblíulestur 26. september – Ef 2.1–10
Þið voruð dauð vegna afbrota ykkar og synda sem þið lifðuð í áður samkvæmt aldarhætti þessa heims að vilja valdhafans í loftinu, anda þess, sem nú verkar í þeim, sem [...]
Biblíulestur 25. september – Róm 5.12–21
Syndin kom inn í heiminn með einum manni og dauðinn með syndinni. Þannig er dauðinn runninn til allra manna því að allir syndguðu þeir. Víst var syndin í heiminum áður [...]