Biblíulestur – Jóladagur 25. desember – Jóh 1.1–14
Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. Hann var í upphafi hjá Guði. Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. Í honum var líf og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið tók ekki á móti því.
Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes. Hann kom til vitnisburðar, að vitna um ljósið og vekja alla til trúar á það. Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið.
Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn. Hann var í heiminum og heimurinn var orðinn til fyrir hann en heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar en hans eigið fólk tók ekki við honum. En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. Þau urðu ekki til á náttúrulegan hátt né af vilja manns heldur eru þau af Guði fædd.
Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika og vér sáum dýrð hans, dýrð sem sonurinn eini á frá föðurnum. Jóhannes vitnar um hann og hrópar: „Þetta er sá sem ég átti við þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig var á undan mér enda fyrri en ég.“
Biblíulestur – 17. júlí – 5Mós 5.1–21
Móse kallaði allan Ísrael saman og sagði: Heyr þú, Ísrael, lögin og ákvæðin sem ég boða ykkur nú í dag. Lærið þau, haldið þau af kostgæfni. Drottinn, Guð okkar, gerði [...]
Biblíulestur – 16. júlí – 5Mós 4.41–49
Þá veitti Móse þremur borgum austan við Jórdan sérstöðu. Til þeirra gat hver sá flúið og haldið lífi sem án ásetnings varð manni að bana og hafði ekki sýnt honum [...]
Biblíulestur – 15. júlí – 5Mós 4.32–40
Spyrðu um fyrri tíma, sem voru fyrir þína tíð, allt frá þeim degi að Guð skapaði manninn á jörðinni, kannaðu heimskauta á milli: Hefur nokkru sinni orðið jafnstórfenglegur atburður og [...]
Biblíulestur – 14. júlí – 5Mós 4.14–31
Þá bauð Drottinn mér að kenna ykkur lög og ákvæði til að fylgja í landinu sem þið haldið nú inn í til að slá eign ykkar á. En gætið ykkar [...]
Biblíulestur – 13. júlí – Lúk 6.36–42
Verið miskunnsöm eins og faðir yðar er miskunnsamur. Dæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd. Sakfellið eigi og þér munuð eigi verða sakfelld. Fyrirgefið öðrum og Guð mun fyrirgefa [...]
Biblíulestur – 12. júlí – Slm 103.11–22
heldur svo hár sem himinninn er yfir jörðinni, svo voldug er miskunn hans við þá er óttast hann. Svo langt sem austrið er frá vestrinu, svo langt hefur hann fjarlægt [...]