Biblíulestur – 10. október – 5Mós 22.28–23.9
Ef maður hittir óspjallaða stúlku sem ekki er föstnuð, tekur hana með valdi og leggst með henni og komið er að þeim skal maðurinn, sem lagðist með stúlkunni, greiða föður hennar fimmtíu sikla silfurs. Hún skal verða eiginkona hans sakir þess að hann spjallaði hana og honum skal ekki heimilt að skilja við hana alla ævi sína.
Enginn má kvænast stjúpu sinni því að hann má ekki fletta upp ábreiðu föður síns.
Engum sem sætt hefur eistnamari eða er hreðurskorinn skal hleypa inn í söfnuð Drottins. Engu afkvæmi blandaðs sambands má hleypa inn í söfnuð Drottins, ekki einu sinni afkomanda í tíunda lið skal heimilt að ganga í söfnuð Drottins. Enginn Ammóníti eða Móabíti má vera í söfnuði Drottins, ekki einu sinni niðja þeirra í tíunda lið skal heimilt að ganga í söfnuð Drottins vegna þess að þeir færðu ykkur hvorki vatn né brauð þegar þið voruð á leiðinni út úr Egyptalandi. Og það var Móab sem keypti Bíleam Beórsson frá Petór í Aram Naharaím til að bölva þér. En Drottinn, Guð þinn, vildi ekki hlýða á Bíleam heldur sneri Drottinn, Guð þinn, bölvuninni í blessun því að Drottinn, Guð þinn, elskar þig. Þú skalt aldrei nokkru sinni, svo lengi sem þú lifir, stuðla að velgengni þeirra og farsæld. Þú skalt ekki hafa andstyggð á Edómítum því að þeir eru bræður þínir. Þú skalt ekki hafa andstyggð á Egyptum því að þú varst aðkomumaður í landi þeirra. Afkomendur þeirra í þriðja lið mega vera í söfnuði Drottins.
Þegar þú átt í hernaði við fjandmenn þína skaltu varast allt hneykslanlegt.
Biblíulestur – 2. maí – 1Kor 11.2–16
Ég hrósa ykkur fyrir það að þið í öllu minnist mín og haldið fast við kenningarnar eins og ég flutti ykkur þær. En ég vil að þið vitið að Kristur [...]
Biblíulestur – 1. maí – Jóh 9.24–41
Nú kölluðu þeir í annað sinn á manninn, sem blindur hafði verið, og sögðu við hann: „Gef þú Guði dýrðina. Við vitum að þessi maður er syndari.“ Hann svaraði: „Ekki [...]
Biblíulestur – 30. apríl – Jóh 9.13–23
Þeir fara til faríseanna með manninn sem áður var blindur. En þá var hvíldardagur þegar Jesús bjó til leðjuna og opnaði augu hans. Farísearnir spurðu hann nú líka hvernig hann [...]
Biblíulestur – 29. apríl – Jóh 9.1–12
Á leið sinni sá Jesús mann sem var blindur frá fæðingu. Lærisveinar hans spurðu hann: „Rabbí, hvort hefur þessi maður syndgað eða foreldrar hans fyrst hann fæddist blindur?“ Jesús svaraði: [...]
Biblíulestur – 28. apríl – Jóh 8.48–59
Þeir svöruðu honum: „Er það ekki rétt sem við segjum að þú sért Samverji og hafir illan anda?“ Jesús ansaði: „Ekki hef ég illan anda. Ég heiðra föður minn en [...]
Biblíulestur – 27. apríl – Jóh 20.19–31
Um kvöldið þennan fyrsta dag vikunnar voru lærisveinarnir saman og höfðu læst dyrum af ótta við Gyðinga. Þá kom Jesús, stóð mitt á meðal þeirra og sagði við þá: „Friður [...]