Biblíulestur – 22. mars – Slm 96.1–14
Syngið Drottni nýjan söng,
syngið Drottni, öll lönd,
syngið Drottni, lofið nafn hans,
kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag.
Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna,
frá dásemdarverkum hans meðal allra lýða
því að mikill er Drottinn og mjög vegsamlegur,
óttalegri öllum guðum.
Því að allir guðir þjóðanna eru falsguðir
en Drottinn hefur gert himininn,
dýrð og hátign eru frammi fyrir honum,
máttur og prýði í helgidómi hans.
Tignið Drottin, þér ættir þjóða,
tignið Drottin með dýrð og mætti,
tignið Drottin, heiðrið nafn hans,
færið fórn og komið til forgarða hans.
Fallið fram fyrir heilagri hátign Drottins,
öll jörðin skjálfi frammi fyrir honum.
Boðið meðal þjóðanna: Drottinn er konungur.
Jörðin er á traustum grunni, hún bifast ekki.
Hann dæmir þjóðirnar með réttvísi.
Himinninn gleðjist og jörðin fagni,
hafið drynji og allt sem í því er,
foldin fagni og allt sem á henni er,
öll tré skógarins fagni með þeim
fyrir augliti Drottins því að hann kemur,
hann kemur til að ríkja á jörðu,
hann mun stjórna heiminum með réttlæti
og þjóðunum af trúfesti sinni.
Biblíulestur 17. október – Post 4.32–37
En í þeim fjölda, sem trú hafði tekið, var eitt hjarta og ein sál og enginn þeirra taldi neitt vera sitt er hann átti heldur höfðu menn allt sameiginlegt. Postularnir [...]
Biblíulestur 16. október – Okv 28.14–28
Sæll er sá maður sem ávallt er var um sig en sá sem herðir hjarta sitt fellur í ógæfu. Eins og grenjandi ljón og gráðugur björn, svo er ranglátur drottnari [...]
Biblíulestur 15. október – Job 42.1–6
Job svaraði Drottni og sagði: Nú skil ég að þú getur allt, ekkert, sem þú vilt, er þér um megn. Hver myrkvar ráðsályktunina án þekkingar? Ég hef talað af skilningsleysi [...]
Biblíulestur 14. október – 5Mós 5.16–33
Heiðra föður þinn og móður þína eins og Drottinn, Guð þinn, hefur boðið þér svo að þú verðir langlífur og þér vegni vel í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur [...]
Biblíulestur 13. október – Matt 21.33–44
Enn sagði Jesús: „Heyrið aðra dæmisögu: Landeigandi nokkur plantaði víngarð. Hann hlóð garð um hann, gróf fyrir vínþröng og reisti turn, seldi hann síðan vínyrkjum á leigu og fór úr [...]
Biblíulestur 12. október – Slm 83.1–19
Guð, ver eigi hljóður, ver eigi þögull, ó Guð, né aðgerðalaus. Því sjá, óvinir þínir gera hark og hatursmenn þínir reigja sig. Þeir sitja á svikráðum við lýð þinn, leggja [...]