Biblíulestur – 11. október – Slm 106.40–48
Þá blossaði reiði Drottins upp gegn lýð sínum
og hann fékk andstyggð á arfleifð sinni.
Hann seldi þá öðrum þjóðum í hendur,
hatursmenn þeirra drottnuðu yfir þeim,
fjandmenn þeirra kúguðu þá
og þeir urðu að beygja sig undir vald þeirra.
Hvað eftir annað bjargaði hann þeim
en þeir þrjóskuðust gegn ráðum hans
og sukku dýpra í synd sína.
Hann leit til þeirra í neyðinni
þegar hann heyrði kvein þeirra.
Hann minntist sáttmála síns við þá,
aumkaðist yfir þá vegna mikillar miskunnar sinnar
og lét þá finna miskunn
hjá öllum þeim sem höfðu flutt þá í útlegð.
Hjálpa þú oss, Drottinn, Guð vor,
og safna oss saman frá þjóðunum,
svo að vér getum lofað þitt heilaga nafn
og fagnandi sungið þér lof.
Lofaður sé Drottinn, Ísraels Guð,
frá eilífð til eilífðar.
Allur lýðurinn segi: Amen.
Hallelúja.
Biblíulestur – 8. maí – 1Kor 13.1–13
Þótt ég talaði tungum manna og engla en hefði ekki kærleika væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leyndardóma og ætti alla [...]
Biblíulestur – 7. maí – 1Kor 12.14–31
Því að líkaminn er ekki einn limur heldur margir. Ef fóturinn segði: „Fyrst ég er ekki hönd heyri ég ekki líkamanum til,“ þá er hann ekki fyrir það líkamanum óháður. [...]
Biblíulestur – 6. maí – 1Kor 12.1–13
En svo ég minnist á gáfur andans, systkin, þá vil ég ekki að þið séuð fáfróð um þær. Þið vitið að þegar þið voruð heiðingjar létuð þið leiða ykkur til [...]
Biblíulestur – 5. maí – 1Kor 11.17–34
En um leið og ég gef ykkur þessi fyrirmæli get ég ekki hrósað ykkur fyrir samkomur ykkar sem eru fremur til ills en góðs. Í fyrsta lagi heyri ég að [...]
Biblíulestur – 4. maí – Jóh 10.11–16
Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Sá sem er leigður og hvorki er hirðir né á sauðina, hann flýr og yfirgefur sauðina þegar [...]
Biblíulestur – 3. maí – Slm 99.1–9
Drottinn er konungur, þjóðirnar skjálfa, hann situr uppi yfir kerúbunum, jörðin nötrar. Drottinn er voldugur á Síon og hafinn yfir allar þjóðir, þær lofi nafn þitt, máttugt og ógnþrungið. Heilagur [...]