Biblíulestur – Annar í jólum 26. desember – Matt 1.18–25
Fæðing Jesú Krists varð á þennan hátt: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman reyndist hún þunguð af heilögum anda. Jósef, festarmaður hennar, sem var valmenni, vildi ekki gera henni opinbera minnkun og hugðist skilja við hana í kyrrþey. Hann hafði ráðið þetta með sér en þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: „Jósef, sonur Davíðs, óttast þú ekki að taka til þín Maríu, heitkonu þína. Barnið, sem hún gengur með, er af heilögum anda. Hún mun son ala og hann skaltu láta heita Jesú því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans.“
Allt varð þetta til þess að rætast skyldi það sem Drottinn lét spámanninn boða: „Sjá, yngismær mun þunguð verða og fæða son og lætur hann heita Immanúel,“ það þýðir: Guð með oss.
Þegar Jósef vaknaði gerði hann eins og engill Drottins hafði boðið honum og tók konu sína til sín. Hann kenndi hennar ekki fyrr en hún hafði alið son. Og hann gaf honum nafnið JESÚS.
Biblíulestur – 23. júlí – 5Mós 7.7–16
Ekki var það vegna þess að þið væruð fjölmennari en allar aðrar þjóðir að Drottinn fékk ást á ykkur og valdi ykkur því að þið eruð fámennari en allar aðrar [...]
Biblíulestur – 22. júlí – 5Mós 6.16–7.6
Þið skuluð ekki reyna Drottin eins og þið reynduð hann við Massa. Þið eigið að halda fyrirmæli Drottins, Guðs ykkar, í einu og öllu, lög þau og ákvæði sem hann [...]
Biblíulestur – 21. júlí – 5Mós 6.1–15
Þetta eru fyrirmælin, lögin og ákvæðin, sem Drottinn, Guð okkar, hefur falið mér að kenna ykkur að halda í landinu sem þið eruð að fara yfir til og slá eign [...]
Biblíulestur – 20. júlí – Lúk 5.1–11
Nú bar svo til að Jesús stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið en fiskimennirnir voru [...]
Biblíulestur – 19. júlí – Slm 104.1–18
Lofa þú Drottin, sála mín. Drottinn, Guð minn, þú ert harla mikill. Þú ert skrýddur dýrð og hátign, sveipaður ljósi sem skikkju. Þú þenur út himininn eins og tjalddúk, reftir [...]
Biblíulestur – 18. júlí – 5Mós 5.22–33
Þessi boðorð flutti Drottinn öllum söfnuði ykkar á fjallinu. Hann talaði út úr eldinum, skýjaþykkninu og myrkrinu, með þrumuraust og bætti engu við. Síðan skráði hann þau á tvær steintöflur [...]