Biblíulestur – Annar í jólum 26. desember – Matt 1.18–25
Fæðing Jesú Krists varð á þennan hátt: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman reyndist hún þunguð af heilögum anda. Jósef, festarmaður hennar, sem var valmenni, vildi ekki gera henni opinbera minnkun og hugðist skilja við hana í kyrrþey. Hann hafði ráðið þetta með sér en þá vitraðist honum engill Drottins í draumi og sagði: „Jósef, sonur Davíðs, óttast þú ekki að taka til þín Maríu, heitkonu þína. Barnið, sem hún gengur með, er af heilögum anda. Hún mun son ala og hann skaltu láta heita Jesú því að hann mun frelsa lýð sinn frá syndum hans.“
Allt varð þetta til þess að rætast skyldi það sem Drottinn lét spámanninn boða: „Sjá, yngismær mun þunguð verða og fæða son og lætur hann heita Immanúel,“ það þýðir: Guð með oss.
Þegar Jósef vaknaði gerði hann eins og engill Drottins hafði boðið honum og tók konu sína til sín. Hann kenndi hennar ekki fyrr en hún hafði alið son. Og hann gaf honum nafnið JESÚS.
Biblíulestur – 28. júlí – 5Mós 9.1–12
Heyr, Ísrael. Í dag muntu fara yfir Jórdan til að vinna þjóðir sem eru fjölmennari og voldugri en þú, stórar borgir sem eru víggirtar himinháum múrum. Þar er stór og [...]
Biblíulestur – 27. júlí – Matt 28.18–20
Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gerið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í [...]
Biblíulestur – 26. júlí – Okv 24.23–34
Þessi spakmæli eru líka eftir spekinga: Hlutdrægni í dómi er röng. Þeim sem segir við hinn seka: „Þú hefur rétt fyrir þér,“ honum formæla menn og þjóðir fordæma hann. Þeim [...]
Biblíulestur – 25. júlí – 5Mós 8.7–20
Drottinn, Guð þinn, mun leiða þig inn í gott land, inn í land með lækjum, lindum og uppsprettum sem streyma fram í dölum og á fjöllum, inn í land þar [...]
Biblíulestur – 24. júlí – 5Mós 7.17–8.6
Þú kynnir að hugsa: „Þessar þjóðir eru fjölmennari en ég, hvernig á ég að geta hrakið þær burt?“ En þú þarft ekki að óttast þær. Hafðu heldur hugfast hvernig Drottinn [...]
Biblíulestur – 23. júlí – 5Mós 7.7–16
Ekki var það vegna þess að þið væruð fjölmennari en allar aðrar þjóðir að Drottinn fékk ást á ykkur og valdi ykkur því að þið eruð fámennari en allar aðrar [...]