Biblíulestur – 24. mars – 1Kor 2.1–16
Þegar ég kom til ykkar, systkin, og boðaði ykkur leyndardóm Guðs gerði ég það ekki með háfleygri mælsku eða spekiorðum. Þegar ég var með ykkur ásetti ég mér að hafa ekkert í huga annað en Jesú Krist og hann krossfestan. Og ég dvaldist á meðal ykkar í veikleika, ótta og mikilli angist. Orð mín og boðun studdust ekki við sannfærandi vísdómsorð. Ég treysti sönnun og krafti Guðs anda. Trú ykkar skyldi ekki byggð á vísdómi manna heldur á krafti Guðs.
Ég tala speki meðal hinna fullkomnu, þó ekki speki þessarar aldar eða höfðingja þessarar aldar sem eiga að líða undir lok, heldur tala ég leynda speki Guðs sem hulin hefur verið en Guð hefur frá eilífð fyrirhugað okkur til dýrðar sinnar. Enginn af höfðingjum þessa heims þekkti hana. Hefðu þeir þekkt hana hefðu þeir ekki krossfest Drottin dýrðarinnar. En það er eins og ritað er:
Það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki
og ekki kom upp í hjarta nokkurs manns,
það allt hefur Guð fyrirbúið þeim er hann elska.
En Guð hefur látið anda sinn opinbera okkur hana því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúpin í Guði. Hver veit hvað í manninum býr nema andi mannsins sem í honum er? Eins veit enginn hvað í Guði býr nema andi Guðs. En við höfum ekki hlotið anda heimsins heldur andann sem er frá Guði, til þess að við skulum vita hvað Guð hefur gefið okkur. Enda segjum við það ekki með orðum sem mannlegur vísdómur kennir heldur með orðum sem andi Guðs kennir og útlistum andleg efni á andlegan hátt. Jarðbundinn maður hafnar því sem andi Guðs boðar, honum er það heimska. Hann getur ekki skilið það af því að andinn veitir skilninginn. En sá sem hefur andann dæmir um allt en enginn getur dæmt um hann. Því að hver hefur þekkt huga Drottins að hann geti frætt hann? En við höfum huga Krists.
Biblíulestur 29. október – Lúk 6.43–49
Því að ekki er til gott tré er beri slæman ávöxt né heldur slæmt tré er beri góðan ávöxt. En hvert tré þekkist af ávexti sínum enda lesa menn ekki [...]
Biblíulestur 28. október – Matt 21.18–27
Árla morguns hélt Jesús aftur til borgarinnar og kenndi hungurs. Hann sá fíkjutré eitt við veginn og gekk að því en fann þar ekkert nema blöðin tóm. Hann segir við [...]
Biblíulestur 27. október – Matt 5.21–26
Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki morð fremja. Sá sem morð fremur skal svara til saka fyrir dómi. En ég segi yður: Hver sem reiðist [...]
Biblíulestur 26. október – Okv 20.16–30
Taktu skikkjuna af þeim sem hefur gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan, taktu veð af þeim sem hefur gengið í ábyrgð fyrir framandi. Sætt er svikabrauðið en eftir á fyllist munnurinn [...]
Biblíulestur 25. október – Jer 27.12–22
Sedekía Júdakonungi flutti ég þennan sama boðskap. Ég sagði: Beygið hálsinn undir ok konungsins í Babýlon. Þjónið honum og þjóð hans svo að þér haldið lífi. Hvers vegna viltu falla [...]
Biblíulestur 24. október – Jer 14.10–18
Svo segir Drottinn um þessa þjóð: Þeir hafa gaman af að eigra um stefnulaust, þeir hvíla ekki fæturna. En Drottinn gleðst ekki yfir þeim, nú minnist hann sektar þeirra og [...]