Biblíulestur – 20. júlí – Lúk 5.1–11
Nú bar svo til að Jesús stóð við Genesaretvatn og mannfjöldinn þrengdist að honum til að hlýða á Guðs orð. Þá sá hann tvo báta við vatnið en fiskimennirnir voru farnir í land og þvoðu net sín. Hann fór út í þann bátinn er Símon átti og bað hann að leggja lítið eitt frá landi, settist og tók að kenna mannfjöldanum úr bátnum.
Þegar hann hafði lokið ræðu sinni sagði hann við Símon: „Legg þú út á djúpið og leggið net ykkar til fiskjar.“
Símon svaraði: „Meistari, við höfum stritað í alla nótt og ekkert fengið en fyrst þú segir það skal ég leggja netin.“ Nú gerðu þeir svo og fengu þeir þá mikinn fjölda fiska en net þeirra tóku að rifna. Bentu þeir þá félögum sínum á hinum bátnum að koma og hjálpa sér. Þeir komu og hlóðu báða bátana svo að nær voru sokknir.
Þegar Símon Pétur sá þetta féll hann á kné frammi fyrir Jesú og sagði: „Far þú frá mér, Drottinn, því að ég er syndugur maður.“ En felmtur kom á hann og alla þá sem með honum voru vegna fiskaflans er þeir höfðu fengið. Eins var um Jakob og Jóhannes Sebedeussyni, félaga Símonar. Jesús sagði þá við Símon: „Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða.“
Og þeir lögðu bátunum að landi, yfirgáfu allt og fylgdu honum.
Biblíulestur – 9. júlí – 5Mós 3.1–13
Þegar við snerum á leið upp til Basan kom Óg, konungur í Basan, ásamt öllum her sínum til að berjast við okkur hjá Edreí. Þá sagði Drottinn við mig: „Óttastu [...]
Biblíulestur – 8. júlí – 5Mós 2.16–37
Þegar allir vopnfærir menn þjóðarinnar voru dánir sagði Drottinn við mig: „Í dag muntu fara yfir Móabsland um Ar. Þegar þú nálgast Ammóníta skaltu hvorki sýna þeim fjandskap né ráðast [...]
Biblíulestur – 7. júlí – 5Mós 2.1–15
Eftir þá dvöl héldum við út í eyðimörkina og áleiðis til Sefhafsins eins og Drottinn hafði boðið mér og marga daga vorum við á leiðinni umhverfis Seírfjalllendið. Þá sagði Drottinn [...]
Biblíulestur – 6. júlí – Lúk 15.1–10
Allir tollheimtumenn og bersyndugir komu til Jesú að hlýða á hann en farísear og fræðimenn ömuðust við því og sögðu: „Þessi maður tekur að sér syndara og samneytir þeim.“ En [...]
Biblíulestur – 5. júlí – Slm 103.1–10
Davíðssálmur. Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir [...]
Biblíulestur – 4. júlí – 5Mós 1.34–46
Þegar Drottinn heyrði það sem þið sögðuð reiddist hann og sór: „Enginn af þessari illu kynslóð skal fá að sjá landið góða, sem ég sór að gefa forfeðrum ykkar, nema [...]