Biblíulestur – 7. maí – 1Kor 12.14–31
Því að líkaminn er ekki einn limur heldur margir. Ef fóturinn segði: „Fyrst ég er ekki hönd heyri ég ekki líkamanum til,“ þá er hann ekki fyrir það líkamanum óháður. Og ef eyrað segði: „Fyrst ég er ekki auga heyri ég ekki líkamanum til,“ þá er það ekki þar fyrir líkamanum óháð. Ef allur líkaminn væri auga, hvar væri þá heyrnin? Ef hann væri allur heyrn, hvar væri þá ilmanin? En nú hefur Guð sett hvern einstakan lim á líkamann eins og honum þóknaðist. Ef allir limirnir væru einn limur, hvar væri þá líkaminn? En nú eru limirnir margir en líkaminn einn.
Augað getur ekki sagt við höndina: „Ég þarfnast þín ekki!“ né heldur höfuðið við fæturna: „Ég þarfnast ykkar ekki!“ Nei, miklu fremur eru þeir limir á líkamanum nauðsynlegir sem virðast vera í veikbyggðara lagi. Og þeim sem okkur virðast vera í óvirðulegra lagi á líkamanum, þeim veitum við því meiri sæmd, og þeim sem við blygðumst okkar fyrir sýnum við því meiri blygðunarsemi. Þess þarfnast hinir ásjálegu limir okkar ekki. En Guð setti líkamann svo saman að hann gaf þeim sem síðri var því meiri sæmd til þess að ekki yrði ágreiningur í líkamanum heldur skyldu limirnir bera sameiginlega umhyggju hver fyrir öðrum. Og hvort heldur einn limur þjáist, þá þjást allir limirnir með honum eða einn limur er í hávegum hafður samgleðjast allir limirnir honum.
Þið eruð líkami Krists og limir hans hvert um sig. Guð hefur gefið öllum sitt hlutverk í kirkjunni: Fyrst hefur hann sett postula, í öðru lagi spámenn, í þriðja lagi kennara, sumum hefur hann veitt gáfu að gera kraftaverk, lækna, vinna líknarstörf, stjórna og tala tungum. Geta allir verið postular? Eru allir spámenn? Eru allir kennarar? Eru allir kraftaverkamenn? Hafa allir hlotið lækningagáfu? Tala allir tungum? Útlista allir tungutal? Nei! En sækist eftir náðargáfunum, þeim hinum meiri. Og nú bendi ég ykkur á enn þá miklu ágætari leið.
Biblíulestur – 26. apríl – Okv 23.15–35
Sonur minn, verði hjarta þitt viturt, þá gleðst ég líka í hjarta mínu og nýru mín fagna þegar varir þínar mæla það sem rétt er. Öfundaðu ekki syndara í hjarta [...]
Biblíulestur – 25. apríl – Jóh 8.31–47
Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn [...]
Biblíulestur – 24. apríl – Lúk 17.11–19
Svo bar við á ferð Jesú til Jerúsalem að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt mættu honum tíu líkþráir menn. [...]
Biblíulestur – 23. apríl – Jóh 8.21–30
Enn sagði Jesús við þá: „Ég fer burt og þér munuð leita mín en þér munuð deyja í synd yðar. Þangað sem ég fer getið þér ekki komist.“ Nú sagði [...]
Biblíulestur – 22. apríl – Jóh 8.1–20
En Jesús fór til Olíufjallsins. Snemma morguns kom hann aftur í helgidóminn og allt fólkið kom til hans en hann settist og tók að kenna því. Farísear og fræðimenn koma [...]
Biblíulestur – Annar í páskum 21. apríl – Lúk 24.13–35
Tveir þeirra fóru þann sama dag til þorps nokkurs sem er um sextíu skeiðrúm frá Jerúsalem og heitir Emmaus. Þeir ræddu sín á milli um allt þetta sem gerst hafði. [...]