Biblíulestur – 20. desember – Slm 110.1–7
Davíðssálmur.
Svo segir Drottinn við herra minn:
„Set þig mér til hægri handar,
þá mun ég leggja óvini þína
sem skör fóta þinna.“
Drottinn réttir út þinn volduga sprota frá Síon.
Drottna þú meðal óvina þinna.
Þjóð þín kemur fúslega er þú kveður til her þinn.
Á helgum fjöllum fæddi ég þig
eins og dögg úr skauti morgunroðans.
Drottinn hefur svarið
og hann iðrar þess eigi:
„Þú ert prestur að eilífu
að hætti Melkísedeks.“
Drottinn er þér til hægri handar,
hann knosar konunga á degi reiði sinnar.
Hann heldur dóm meðal þjóðanna,
fyllir allt líkum,
knosar höfðingja um víðan vang.
Á leiðinni drekkur hann úr læknum,
þess vegna ber hann höfuðið hátt.
Biblíulestur – 9. desember – Júd 1.14–25
Um þessa menn spáði Enok líka, sjöundi maður frá Adam, er hann segir: „Sjá, Drottinn er kominn með sínum þúsundum heilagra til að halda dóm yfir öllum, og til að [...]
Biblíulestur – 8. desember – Júd 1.1–13
Júdas, þjónn Jesú Krists, bróðir Jakobs, heilsar þeim sem Guð faðir elskar og hefur kallað og Jesús Kristur varðveitir. Miskunn, friður og kærleiki margfaldist með ykkur. Þið elskuðu, mér var [...]
Biblíulestur – Annar sunnudagur í aðventu 7. desember – Mrk 13.31–37
Himinn og jörð munu líða undir lok en orð mín munu aldrei undir lok líða. En þann dag eða stund veit enginn, hvorki englar á himni né sonurinn, enginn nema [...]
Biblíulestur – 6. desember – Slm 109.16–20
sakir þess að hann gleymdi að sýna gæsku en ofsótti hinn hrjáða og snauða og hinn ráðþrota til þess að drepa hann. Hann hafði ánægju af bölbænum, þær bitni á [...]
Biblíulestur – 5. desember – Fílm 1.15–25
Vísast hefur hann þess vegna orðið viðskila við þig um stundarsakir, að þú síðan skyldir fá að halda honum eilíflega, ekki lengur eins og þræli heldur þræli fremri, eins og [...]
Biblíulestur – 4. desember – Fílm 1.1–14
Páll, bandingi Krists Jesú, og Tímóteus bróðir okkar heilsa elskuðum vini okkar og samverkamanni, Fílemon, svo og Appíu systur okkar og Arkippusi samherja okkar og söfnuðinum sem kemur saman í [...]