Biblíulestur 16. janúar – Esk 3.4–15
Síðan sagði hann við mig: „Mannssonur, farðu nú til Ísraelsmanna og flyttu þeim orð mín því að þú ert ekki sendur til fólks sem talar framandi eða óskiljanlegt tungumál, heldur til Ísraelsmanna, ekki til margra þjóða sem tala framandi tungumál sem þú skilur ekki orð í. Ef ég hefði sent þig til þeirra hefðu þær hlustað á þig. En Ísraelsmenn vilja ekki hlusta á þig af því að þeir vilja ekki hlusta á mig. Þar sem allir Ísraelsmenn hafa hart enni og forhert hjarta herði ég nú andlit þitt eins og andlit þeirra og enni þitt eins og enni þeirra. Ég hef gert enni þitt hart sem demant, harðara en kvars. Þú skalt hvorki óttast þá né skelfast þó að þeir séu þverúðugt fólk.“
Síðan sagði hann við mig: „Mannssonur, hlýddu með athygli á öll þau orð sem ég tala til þín og festu þau í huga þér. Haltu af stað, farðu til útlaganna, samlanda þinna, ávarpaðu þá og segðu: Svo segir Drottinn Guð, hvort sem þeir hlusta eða ekki.“
Þá hóf andinn mig upp. Ég heyrði drunur frá miklum jarðskjálfta að baki mér þegar dýrð Drottins hófst upp frá stað sínum, þytinn frá vængjum veranna sem snerust, hvin hjólanna við hlið þeirra og drunur frá miklum jarðskjálfta. Andinn hóf mig upp og bar mig með sér. Ég hélt af stað bitur og reiður því að hönd Drottins hvíldi þungt á mér. Ég kom til útlaganna í Tel Abíb, þeirra sem bjuggu við Kebarfljót. Ég sat á meðal þeirra í sjö daga, stjarfur af skelfingu.
Biblíulestur 5. janúar – Kól 1.24–2.5
Nú er ég glaður í þjáningum mínum ykkar vegna og uppfylli með þjáningum líkama míns það sem enn vantar á þjáningar Krists til heilla fyrir líkama hans, kirkjuna. Hennar þjónn [...]
Biblíulestur 4. janúar – Matt 2.13–15
Þegar vitringarnir voru farnir þá vitrast engill Drottins Jósef í draumi og segir: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands. Þar skaltu vera uns ég segi [...]
Biblíulestur 3. janúar – Slm 111.1–10
Hallelúja. Ég vil lofa Drottin af öllu hjarta í félagi og söfnuði réttvísra. Mikil eru verk Drottins, verð íhugunar öllum er hafa unun af þeim. Tign og vegsemd eru verk [...]
Biblíulestur 2. janúar – Kól 1.12–23
þakkað föðurnum sem hefur gert ykkur fært að fá arfleifð heilagra í ljósinu. Hann hefur frelsað okkur frá valdi myrkursins og flutt okkur yfir í ríki síns elskaða sonar. Í [...]
Biblíulestur Nýársdagur – Jóh 2.23–25
Meðan hann var í Jerúsalem á páskahátíðinni fóru margir að trúa á hann því þeir sáu þau tákn sem hann gerði. En Jesús gaf þeim ekki trúnað sinn því hann [...]
Biblíulestur – Gamlársdagur 31. desember – Lúk 13.6–9
Þá sagði Jesús þeim þessa dæmisögu: „Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. Hann sagði þá við víngarðsmanninn: Í [...]