Biblíulestur – 6. nóvember – 2Þess 3.6–18
En ég býð ykkur, systkin, í nafni Drottins vors Jesú Krists að þið sneiðið hjá hverjum þeim í söfnuðinum sem er iðjulaus og breytir ekki eftir þeirri reglu sem hann fékk hjá mér. Því að sjálf vitið þið hvernig á að líkja eftir mér. Ekki var ég iðjulaus hjá ykkur, var ekki heldur upp á aðra kominn, heldur vann ég með erfiði og striti nótt og dag til þess að vera ekki neinu ykkar til þyngsla. Ekki af því að ég hafi ekki rétt til þess heldur til þess að ég gæti verið ykkur fyrirmynd að breyta eftir. Því var og það að þegar ég var hjá ykkur bauð ég ykkur: Ef einhver vill ekki vinna þá á hann ekki heldur mat að fá.
Ég heyri að nokkur meðal ykkar slæpast og vasast í því sem þeim kemur ekki við. Slíkum mönnum býð ég og áminni vegna Drottins Jesú Krists að vinna kyrrlátlega og sjá fyrir sér sjálfir.
En þið, systkin, þreytist aldrei gott að gera. En ef einhver hlýðir ekki orðum mínum í bréfi þessu, þá takið eftir þeim manni, slítið samneyti við hann, þá kann hann að blygðast sín. En álítið hann þó ekki óvin heldur áminnið hann sem bróður eða systur.
En sjálfur Drottinn friðarins gefi yður friðinn, ætíð og á allan hátt. Drottinn sé með yður öllum.
Kveðjan er með minni, Páls, eigin hendi og það er merki á hverju bréfi. Þannig skrifa ég.
Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður öllum.
Biblíulestur – 12. október – Lúk 14.1–11
Hvíldardag nokkurn kom Jesús í hús eins af höfðingjum farísea til máltíðar og höfðu menn gætur á honum. Þá var þar frammi fyrir honum maður einn vatnssjúkur. Jesús tók þá [...]
Biblíulestur – 11. október – Slm 106.40–48
Þá blossaði reiði Drottins upp gegn lýð sínum og hann fékk andstyggð á arfleifð sinni. Hann seldi þá öðrum þjóðum í hendur, hatursmenn þeirra drottnuðu yfir þeim, fjandmenn þeirra kúguðu [...]
Biblíulestur – 10. október – 5Mós 22.28–23.9
Ef maður hittir óspjallaða stúlku sem ekki er föstnuð, tekur hana með valdi og leggst með henni og komið er að þeim skal maðurinn, sem lagðist með stúlkunni, greiða föður [...]
Biblíulestur – 9. október – 5Mós 22.13–27
Ef maður gengur að eiga konu og samrekkir henni en fær þá óbeit á henni, sakar hana um skammarlegt athæfi, spillir mannorði hennar og segir: „Ég kvæntist þessari konu en [...]
Biblíulestur – 8. október – 5Mós 22.1–12
Þú skalt ekki horfa aðgerðalaus á naut eða sauðfé bróður þíns á flækingi heldur skalt þú þegar í stað reka þau aftur til hans. Búi bróðir þinn ekki í grennd [...]
Biblíulestur – 7. október – 5Mós 21.10–23
Þegar þú heldur í hernað gegn fjandmönnum þínum og Drottinn, Guð þinn, selur þá þér í hendur og þú tekur fanga og sérð fríða konu á meðal fanganna, fellir hug [...]