Biblíulestur – 14. október – 5Mós 23.25–24.9
Þegar þú kemur á kornakur í eigu annars manns mátt þú tína öx með hendinni en sigð mátt þú ekki sveifla á kornakri náunga þíns.
Nú gengur maður að eiga konu. Falli hún honum ekki í geð af því að hann finnur eitthvað fráhrindandi við hana skrifar hann henni skilnaðarbréf, fær henni og sendir hana af heimili sínu. Ef hún nú giftist öðrum manni þegar hún er farin af heimili hans og þeim manni fellur ekki heldur við hana, skrifar henni skilnaðarbréf, fær henni og sendir hana af heimili sínu, eða þá að seinni maðurinn deyr, má fyrri maður hennar, sem sendi hana frá sér, ekki taka hana aftur sér að eiginkonu því að hún er saurguð orðin. Slíkt mundi Drottni viðurstyggð og þú skalt ekki leiða sök yfir landið sem Drottinn, Guð þinn, fær þér að erfðahlut.
Þegar maður er nýkvæntur á hann ekki að gegna herþjónustu og engar slíkar kvaðir skulu á hann lagðar. Skal hann laus undan þeim í eitt ár til gagns fyrir heimili sitt og eiginkonu hans til ánægju.
Ekki skal taka handkvörn eða efri kvarnarstein að veði því að það væri að taka lífsbjörgina sjálfa að veði.
Verði uppvíst að maður hafi rænt einhverjum bræðra sinna, einhverjum Ísraelsmanni, og farið með hann eins og þræl og selt hann, þá skal sá ræningi deyja. Þú skalt uppræta hið illa þín á meðal.
Vertu varkár gagnvart holdsveiki. Gættu þess vandlega að fara eftir öllu sem Levítaprestarnir mæla fyrir um. Þið skuluð fara nákvæmlega eftir því sem ég hef gefið þeim fyrirmæli um. Minnstu þess hvernig Drottinn, Guð þinn, fór með Mirjam á leiðinni þegar þið fóruð út úr Egyptalandi.
Biblíulestur – 26. maí – Jóh 12.1–19
Sex dögum fyrir páska kom Jesús til Betaníu þar sem Lasarus var, sá er hann vakti frá dauðum. Þar var honum búinn kvöldverður og Marta gekk um beina en Lasarus [...]
Biblíulestur – 25. maí – Jóh 16.23b–30
Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni mun hann veita yður. Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið og þér [...]
Biblíulestur – 24. maí – Slm 102.1–12
Bæn hrjáðs manns þá er hann örmagnast og úthellir harmi sínum fyrir augliti Drottins. Drottinn, heyr þú bæn mína, hróp mitt berist til þín. Byrg eigi auglit þitt fyrir mér [...]
Biblíulestur – 23. maí – Jóh 11.45–57
Margir Gyðingar sem komnir voru til Maríu og sáu það sem Jesús gerði tóku nú að trúa á hann. En nokkrir þeirra fóru til farísea og sögðu þeim hvað hann [...]
Biblíulestur – 22. maí – Jóh 11.28–44
Að svo mæltu fór hún, kallaði á Maríu systur sína og sagði í hljóði: „Meistarinn er hér og vill finna þig.“ Þegar María heyrði þetta reis hún skjótt á fætur [...]
Biblíulestur – 21. maí – Jóh 11.1–27
Maður sá var sjúkur er Lasarus hét, frá Betaníu, þorpi Maríu og Mörtu, systur hennar. En María var sú er smurði Drottin smyrslum og þerraði fætur hans með hári sínu. [...]