Biblíulestur – 28. desember – Lúk 2.22–33
En er hreinsunardagar þeirra voru úti eftir lögmáli Móse fóru þau með hann upp til Jerúsalem til að færa hann Drottni, en svo er ritað í lögmáli Drottins: „Allt karlkyns, er fyrst fæðist af móðurlífi, skal helgað Drottni,“ og til að bera fram fórn, eins og segir í lögmáli Drottins, „tvær turtildúfur eða tvær ungar dúfur“.
Þá var í Jerúsalem maður er Símeon hét. Hann var réttlátur og guðrækinn og vænti þess að Guð frelsaði Ísrael. Heilagur andi var yfir honum og hafði hann vitrað honum að hann skyldi ekki deyja fyrr en hann hefði séð Krist Drottins. Að leiðsögn andans kom hann í helgidóminn. Og er foreldrarnir færðu þangað sveininn Jesú til að fara með hann eftir venju lögmálsins tók Símeon hann í fangið, lofaði Guð og sagði:
Nú lætur þú, Drottinn, þjón þinn í friði fara
eins og þú hefur heitið mér
því að augu mín hafa séð hjálpræði þitt,
sem þú hefur fyrirbúið í augsýn allra lýða,
ljós til opinberunar heiðingjum
og til vegsemdar lýð þínum Ísrael.
Faðir hans og móðir undruðust það er sagt var um hann.
Biblíulestur – 9. ágúst – Slm 105.1–15
Þakkið Drottni, ákallið nafn hans, gerið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna. Syngið honum lof, leikið fyrir hann, segið frá öllum máttarverkum hans. Hrósið yður af hans heilaga nafni, hjarta þeirra [...]
Biblíulestur – 8. ágúst – 1Jóh 5.13–21
Þetta hef ég skrifað ykkur sem trúið á nafn Guðs sonar til þess að þið vitið að þið eigið eilíft líf. Og þetta er traustið sem við berum til hans: [...]
Biblíulestur – 7. ágúst – 1Jóh 5.1–12
Hver sem trúir að Jesús sé Kristur er barn Guðs og hver sem elskar föðurinn elskar einnig barn hans. Við vitum að við elskum börn Guðs af því að við [...]
Biblíulestur – 6. ágúst – 1Jóh 4.11–21
Þið elskuðu, fyrst Guð hefur elskað okkur svo mikið þá ber okkur einnig að elska hvert annað. Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Ef við elskum hvert annað þá er [...]
Biblíulestur – 5. ágúst – 1Jóh 4.1–10
Þið elskuðu, trúið ekki öllum sem segjast hafa andann, reynið þá heldur og komist að því hvort andinn sé frá Guði. Því margir falsspámenn eru farnir út í heiminn. Af [...]
Biblíulestur – 4. ágúst – 1Jóh 3.7–24
Börnin mín, látið engan villa ykkur. Sá sem iðkar réttlætið er réttlátur eins og Kristur er réttlátur. Hver sem syndgar heyrir djöflinum til því að djöfullinn hefur syndgað frá upphafi. [...]