Biblíulestur – 27. mars – 1Kor 3.16–4.7
Vitið þið eigi að þið eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í ykkur? Ef nokkur eyðir musteri Guðs mun Guð eyða honum því að musteri Guðs er heilagt og þið eruð það musteri. Enginn dragi sjálfan sig á tálar. Ef nokkur ykkar þykist vitur í þessum heimi verði hann fyrst heimskur til þess að hann verði vitur. Því að speki þessa heims er heimska í augum Guðs. Ritað er:
Hann er sá sem sér við klækjum hinna vitru.
Og aftur:
Drottinn veit að hugsanir vitringanna eru fánýtar.
Þess vegna stæri enginn sig af mönnum. Því að allt er ykkar hvort heldur er Páll, Apollós eða Kefas, heimurinn, líf eða dauði, hið yfirstandandi eða hið komandi, allt er ykkar. En þið eruð Krists og Kristur Guðs.
Þannig líti menn á okkur sem þjóna Krists og ráðsmenn yfir leyndardómum Guðs. Nú er þess krafist af ráðsmönnum að sérhver reynist trúr. En mér er það fyrir minnstu að verða dæmdur af ykkur eða af mannlegu dómþingi. Ég dæmi mig ekki einu sinni sjálfur. Ég er mér ekki neins ills meðvitandi en með því er ég þó ekki sýknaður. Drottinn er sá sem dæmir mig. Dæmið því ekki fyrir tímann áður en Drottinn kemur. Hann mun leiða það í ljós sem í myrkrinu er hulið og afhjúpa allt sem í hjarta dylst. Og þá mun hver um sig hljóta þann lofstír af Guði sem hann á skilið.
Þetta hef ég ykkar vegna, systkin, heimfært til sjálfs mín og Apollóss, til þess að þið mættuð læra af okkur regluna: „Farið ekki lengra en ritað er.“ Ekkert ykkar á heldur að sýna yfirlæti og halda með einu á kostnað annars. Því að hver gefur þér yfirburði? Og hvað hefur þú sem þú hefur ekki þegið? En hafir þú nú þegið það, hví stærir þú þig þá eins og þú hefðir ekki fengið það að gjöf?
Biblíulestur 16. nóvember – Slm 86.12–17
Ég vil þakka þér, Drottinn, Guð minn, af öllu hjarta og tigna nafn þitt að eilífu því að miskunn þín er mikil við mig, þú hefur frelsað sál mína frá [...]
Biblíulestur 15. nóvember – Esk 28.1–15
Orð Drottins kom til mín: Mannssonur, segðu þetta við höfðingja Týrusar: Svo segir Drottinn Guð: Hjarta þitt varð svo hrokafullt að þú sagðir: „Ég er Guð. Ég bý í bústað [...]
Biblíulestur 14. nóvember – 1Mós 19.12–18
Mennirnir spurðu Lot: „Hverja aðra átt þú þér nákomna hér? Tengdasyni, syni, dætur eða aðra sem þú átt að í borginni skaltu hafa á burt héðan. Við munum tortíma þessum [...]
Biblíulestur 13. nóvember – 1Mós 19.1–11
Englarnir tveir komu til Sódómu um kvöldið og sat þá Lot í borgarhliðinu. Og er hann sá þá stóð hann upp til þess að heilsa þeim og hneigði ásjónu sína [...]
Biblíulestur 12. nóvember – 1Mós 18.16–33
Mennirnir tóku sig nú upp þaðan og horfðu í átt til Sódómu. Abraham ætlaði að fylgja þeim áleiðis. Þá mælti Drottinn: „Hví ætti ég að dylja Abraham þess sem ég [...]
Biblíulestur 11. nóvember – 1Pét 1.13–25
Gerið því hugi ykkar viðbúna og verið vakandi. Bindið alla von ykkar við þá náð sem ykkur mun veitast við opinberun Jesú Krists. Verið eins og hlýðin börn og látið [...]