Biblíulestur – 15. október – 5Mós 24.10–22
Þegar þú lánar náunga þínum eitthvað skaltu ekki ganga inn í hús hans til að taka veð hjá honum. Þú skalt standa utan dyra og maðurinn, sem þú lánaðir, skal færa þér veðið. Sé maðurinn fátækur skaltu ekki leggjast til svefns með veð hans heldur skaltu fá honum veð hans aftur um sólarlagsbil svo að hann geti lagst til svefns í yfirhöfn sinni og hann blessi þig og það mun reiknast þér til réttlætis fyrir augliti Drottins, Guðs þíns.
Þú skalt ekki halda launum fyrir fátækum og þurfandi daglaunamanni, hvort heldur hann er einn af bræðrum þínum eða aðkomumönnum í landi þínu, í einhverri af borgum þínum. Þú skalt greiða honum kaup sitt samdægurs áður en sól er sest, því að hann er fátækur og þarf mjög á því að halda, svo að hann hrópi ekki til Drottins að þú verðir sekur um synd.
Feður skulu hvorki líflátnir fyrir afbrot sona sinna né synir fyrir afbrot feðra sinna. Aðeins má taka mann af lífi fyrir eigin afbrot.
Þú skalt ekki halla rétti aðkomumanns eða munaðarleysingja og þú skalt ekki taka fatnað ekkju að veði. Minnstu þess að þú varst þræll í Egyptalandi og að Drottinn, Guð þinn, leysti þig þaðan. Þess vegna býð ég þér að gera þetta.
Þegar þú hirðir uppskeruna á akri þínum og gleymir einu kornknippi á akrinum skaltu ekki snúa aftur til að sækja það. Það mega aðkomumaðurinn, munaðarleysinginn og ekkjan fá til þess að Drottinn, Guð þinn, blessi þig í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.
Þegar þú hefur hrist ávextina af ólífutrjám þínum skaltu ekki gera eftirleit í greinum trjánna. Það sem eftir er mega aðkomumaðurinn, munaðarleysinginn og ekkjan fá.
Þegar þú hefur tínt víngarð þinn máttu ekki gera eftirleit. Það sem eftir er mega aðkomumaðurinn, munaðarleysinginn og ekkjan fá. Þú skalt minnast þess að þú varst þræll í Egyptalandi. Þess vegna býð ég þér að gera þetta.
Biblíulestur – 28. maí – Jóh 12.37–50
Þótt hann hefði gert svo mörg tákn í allra augsýn trúðu menn ekki á hann svo að rættist orð Jesaja spámanns er hann mælti: Drottinn, hver trúði boðun vorri og [...]
Biblíulestur – 27. maí – Jóh 12.20–36
Meðal þeirra sem fóru upp eftir til að biðjast fyrir á hátíðinni voru nokkrir Grikkir. Þeir komu til Filippusar, sem var frá Betsaídu í Galíleu, báðu hann og sögðu: „Herra, [...]
Biblíulestur – 26. maí – Jóh 12.1–19
Sex dögum fyrir páska kom Jesús til Betaníu þar sem Lasarus var, sá er hann vakti frá dauðum. Þar var honum búinn kvöldverður og Marta gekk um beina en Lasarus [...]
Biblíulestur – 25. maí – Jóh 16.23b–30
Sannlega, sannlega segi ég yður: Hvað sem þér biðjið föðurinn um í mínu nafni mun hann veita yður. Hingað til hafið þér einskis beðið í mínu nafni. Biðjið og þér [...]
Biblíulestur – 24. maí – Slm 102.1–12
Bæn hrjáðs manns þá er hann örmagnast og úthellir harmi sínum fyrir augliti Drottins. Drottinn, heyr þú bæn mína, hróp mitt berist til þín. Byrg eigi auglit þitt fyrir mér [...]
Biblíulestur – 23. maí – Jóh 11.45–57
Margir Gyðingar sem komnir voru til Maríu og sáu það sem Jesús gerði tóku nú að trúa á hann. En nokkrir þeirra fóru til farísea og sögðu þeim hvað hann [...]