Biblíulestur – 16. júlí – 5Mós 4.41–49
Þá veitti Móse þremur borgum austan við Jórdan sérstöðu. Til þeirra gat hver sá flúið og haldið lífi sem án ásetnings varð manni að bana og hafði ekki sýnt honum fjandskap áður. Borgirnar voru Beser á hásléttunni í eyðimörkinni fyrir niðja Rúbens, Ramót í Gíleað fyrir Gað og Gólan í Basan fyrir Manasse.
Þetta er lögmálið sem Móse lagði fyrir Ísraelsmenn. Þetta eru þau fyrirmæli, lög og ákvæði sem Móse boðaði Ísraelsmönnum þegar þeir fóru út úr Egyptalandi og voru handan Jórdanar í dalnum gegnt Bet Peór, í landi Síhons Amorítakonungs sem ríkti í Hesbon. Móse og Ísraelsmenn höfðu fellt hann þegar þeir fóru út úr Egyptalandi. Þá höfðu þeir tekið land hans til eignar ásamt landi Ógs, konungs í Basan. Þeir höfðu slegið eign sinni á land hans og land Ógs, konungs í Basan, land beggja konunga Amoríta austan við Jórdan, landið frá Aróer, sem liggur í jaðri Arnondalsins, allt að Síonarfjalllendi, það er Hermon, og allt Arabaláglendið austan við Jórdan, að Arabavatninu undir Pisgahlíðum.
Biblíulestur – 7. mars – Jóh 4.19–38
Konan segir við hann: „Drottinn, nú sé ég að þú ert spámaður. Feður okkar hafa tilbeðið Guð á þessu fjalli en þið segið að í Jerúsalem sé sá staður þar [...]
Biblíulestur – 6. mars – Jóh 4.1–18
Farísear höfðu heyrt að Jesús fengi fleiri lærisveina og skírði fleiri en Jóhannes. Reyndar skírði Jesús ekki sjálfur heldur lærisveinar hans. Þegar Jesús varð þess vís hvarf hann brott úr [...]
Biblíulestur – Öskudagur 5. mars – Matt 6.16–21
Þegar þér fastið þá verið ekki döpur í bragði eins og hræsnarar. Þeir afmynda andlit sín svo að engum dyljist að þeir fasta. Sannlega segi ég yður, þeir hafa tekið [...]
Biblíulestur – 4. mars – Jóh 3.22–36
Eftir þetta fóru Jesús og lærisveinar hans út í Júdeuhérað. Þar dvaldist hann með þeim og skírði. Jóhannes var líka að skíra í Aínon nálægt Salím en þar var mikið [...]
Biblíulestur – 3. mars – Jóh 3.1–21
Maður hét Nikódemus, af flokki farísea, og átti sæti í öldungaráði Gyðinga. Hann kom til Jesú um nótt og sagði við hann: „Rabbí, við vitum að þú ert lærifaðir kominn [...]
Biblíulestur – 2. mars – Lúk 18.31–34
Jesús tók þá tólf til sín og sagði við þá: „Nú förum við upp til Jerúsalem og mun allt það koma fram sem spámennirnir hafa skrifað um Mannssoninn. Hann verður [...]