Biblíulestur – 20. desember – Slm 110.1–7
Davíðssálmur.
Svo segir Drottinn við herra minn:
„Set þig mér til hægri handar,
þá mun ég leggja óvini þína
sem skör fóta þinna.“
Drottinn réttir út þinn volduga sprota frá Síon.
Drottna þú meðal óvina þinna.
Þjóð þín kemur fúslega er þú kveður til her þinn.
Á helgum fjöllum fæddi ég þig
eins og dögg úr skauti morgunroðans.
Drottinn hefur svarið
og hann iðrar þess eigi:
„Þú ert prestur að eilífu
að hætti Melkísedeks.“
Drottinn er þér til hægri handar,
hann knosar konunga á degi reiði sinnar.
Hann heldur dóm meðal þjóðanna,
fyllir allt líkum,
knosar höfðingja um víðan vang.
Á leiðinni drekkur hann úr læknum,
þess vegna ber hann höfuðið hátt.
Biblíulestur – 11. ágúst – 2Jóh 1–13
Öldungurinn heilsar hinni útvöldu frú og börnum hennar sem ég elska sannarlega. Og ekki ég einn heldur einnig allir sem þekkja sannleikann. Við gerum það sakir sannleikans sem í okkur [...]
Biblíulestur – 10. ágúst – Matt 7.15–23
Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af [...]
Biblíulestur – 9. ágúst – Slm 105.1–15
Þakkið Drottni, ákallið nafn hans, gerið máttarverk hans kunn meðal þjóðanna. Syngið honum lof, leikið fyrir hann, segið frá öllum máttarverkum hans. Hrósið yður af hans heilaga nafni, hjarta þeirra [...]
Biblíulestur – 8. ágúst – 1Jóh 5.13–21
Þetta hef ég skrifað ykkur sem trúið á nafn Guðs sonar til þess að þið vitið að þið eigið eilíft líf. Og þetta er traustið sem við berum til hans: [...]
Biblíulestur – 7. ágúst – 1Jóh 5.1–12
Hver sem trúir að Jesús sé Kristur er barn Guðs og hver sem elskar föðurinn elskar einnig barn hans. Við vitum að við elskum börn Guðs af því að við [...]
Biblíulestur – 6. ágúst – 1Jóh 4.11–21
Þið elskuðu, fyrst Guð hefur elskað okkur svo mikið þá ber okkur einnig að elska hvert annað. Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Ef við elskum hvert annað þá er [...]