Biblíulestur – 16. október – 5Mós 25.1–16
Þegar deila rís milli manna og þeir fara fyrir rétt og dómur er kveðinn upp yfir þeim á þann veg að sá saklausi er sýknaður en sá seki sakfelldur og hefur verið dæmdur til hýðingar, skal dómarinn láta leggja hann niður og hýða í viðurvist sinni, jafnmörgum höggum og sök hans hæfir. Hann má láta hýða hann fjörutíu vandarhögg, ekki fleiri. Yrði hann hýddur umfram það kynni þessi bróðir þinn að verða lítillækkaður í augum þínum.
Þú skalt ekki múlbinda uxann er hann þreskir.
Þegar bræður búa saman og annar þeirra deyr án þess að hafa eignast son skal ekkja hins látna ekki giftast neinum utan fjölskyldunnar heldur skal mágur hennar ganga inn til hennar, taka hana sér fyrir konu og gegna mágskyldunni við hana. Fyrsti sonurinn, sem hún fæðir, skal bera nafn hins látna svo að nafn hans afmáist ekki úr Ísrael. Vilji maðurinn ekki kvænast mágkonu sinni skal hún ganga til öldunganna á þingstaðnum í borgarhliðinu og segja: „Mágur minn hefur neitað að halda við nafni bróður síns í Ísrael. Hann vill ekki gegna mágskyldunni við mig.“ Þá skulu öldungar í borg hans kalla hann fyrir sig og tala við hann. Reynist hann ósveigjanlegur og segi: „Ég vil ekki kvænast henni,“ skal mágkona hans ganga til hans frammi fyrir öldungunum, draga skóinn af fæti hans, hrækja framan í hann, taka til máls og segja: „Þannig skal farið með hvern þann sem ekki vill reisa við ætt bróður síns. Hvarvetna í Ísrael skal ætt hans nefnd Berfótarætt.“
Þegar tveir menn lenda í áflogum og kona annars þeirra kemur til þeirra til að bjarga manni sínum úr greipum andstæðingsins og hún réttir út höndina og grípur um hreðjar honum, skaltu höggva af henni höndina og ekki sýna henni neina miskunn.
Þú skalt ekki hafa tvenns konar vogarsteina í poka þínum, léttan og þungan. Þú skalt ekki hafa tvenns konar efu í húsi þínu, langa og stutta. Þú skalt hafa nákvæma og rétta vogarsteina og þú skalt hafa nákvæma og rétta efu svo að þú lifir lengi í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér. Því að hver sem þetta gerir, sérhver svikari, er Drottni, Guði þínum, viðurstyggð.
Biblíulestur – 3. júní – Jóh 14.1–14
„Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo hefði ég þá sagt yður að ég færi burt [...]
Biblíulestur – 2. júní – Jóh 13.18–38
Ég tala ekki um yður alla. Ég veit hverja ég hef útvalið. En ritningin verður að rætast: Sá sem etur brauð mitt lyftir hæli sínum móti mér. Ég segi yður [...]
Biblíulestur – 1. júní – Jóh 15.26–16.4
Þegar hjálparinn kemur, sem ég sendi yður frá föðurnum, sannleiksandinn, er út gengur frá föðurnum, mun hann vitna um mig. Þér skuluð einnig vitni bera því þér hafið verið með [...]
Biblíulestur – 31. maí – Okv 24.1–10
Öfundaðu ekki vonda menn og láttu þig ekki langa til að vera með þeim því að hjarta þeirra hyggur á ofbeldi og varir þeirra ráðgera ógæfu. Af speki er hús [...]
Biblíulestur – 30. maí – Jóh 13.1–17
Hátíð páskanna var að ganga í garð. Jesús vissi að stund hans var komin og að hann færi burt úr þessum heimi til föðurins. Hann hafði elskað sína, þá sem [...]
Biblíulestur – Uppstigningardagur 29. maí – Mrk 16.14–20
Seinna birtist Jesús þeim ellefu þegar þeir sátu til borðs og ávítaði þá fyrir vantrú þeirra og þverúð hjartans, að þeir hefðu ekki trúað þeim er sáu hann upp risinn. [...]