Biblíulestur – Fjórði sunnudagur í aðventu 21. desember – Jóh 3.22–30
Eftir þetta fóru Jesús og lærisveinar hans út í Júdeuhérað. Þar dvaldist hann með þeim og skírði. Jóhannes var líka að skíra í Aínon nálægt Salím en þar var mikið vatn. Menn komu þangað og létu skírast. Þá var ekki enn búið að varpa Jóhannesi í fangelsi.
Nú varð deila um hreinsun milli lærisveina Jóhannesar og Gyðings eins. Þeir komu til Jóhannesar og sögðu við hann: „Rabbí, sá sem var hjá þér handan Jórdanar og þú barst vitni um, hann er að skíra og allir koma til hans.“
Jóhannes svaraði þeim: „Enginn getur tekið neitt nema Guð gefi honum það. Þið getið sjálfir vitnað um að ég sagði: Ég er ekki Kristur heldur er ég sendur á undan honum. Sá er brúðguminn sem á brúðina en vinur brúðgumans, sem stendur hjá og hlýðir á hann, gleðst mjög við rödd hans. Þessi gleði er nú mín að fullu. Hann á að vaxa en ég að minnka.“
Biblíulestur – 17. ágúst – Lúk 16.1–9
Enn sagði Jesús við lærisveina sína: „Maður nokkur ríkur hafði ráðsmann og var honum sagt að ráðsmaðurinn sóaði eigum hans. Ríki maðurinn lét kalla ráðsmanninn fyrir sig og sagði við [...]
Biblíulestur – 16. ágúst – Slm 105.16–25
Þegar hann kallaði hungur yfir landið, svipti þá öllum birgðum brauðs, sendi hann mann á undan þeim. Jósef var seldur sem þræll, þeir særðu fætur hans með fjötrum, settu háls [...]
Biblíulestur – 15. ágúst – 5Mós 11.1–15
Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, og ætíð halda fyrirmæli hans, lög, ákvæði og skipanir. Í dag skuluð þið játa að það voru ekki börn ykkar sem sáu og hlutu [...]
Biblíulestur – 14. ágúst – 5Mós 10.12–22
Og nú, Ísrael, hvers krefst Drottinn, Guð þinn, annars af þér en að þú óttist Drottin, Guð þinn, gangir á öllum vegum hans og elskir hann, að þú þjónir Drottni, [...]
Biblíulestur – 13. ágúst – 5Mós 10.1–11
Þá sagði Drottinn við mig: „Höggðu til tvær steintöflur eins og þær fyrri og komdu síðan til mín upp á fjallið. Þú skalt einnig smíða örk úr tré. Ég ætla [...]
Biblíulestur – 12. ágúst – 3Jóh 1–15
Öldungurinn heilsar elskuðum Gajusi sem ég ann í sannleika. Ég bið þess, minn elskaði, að þér vegni vel í öllu, þú sért heill heilsu og þér líði vel í sál [...]