Biblíulestur – 2. febrúar – Matt 8.23–27
Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“
Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn.
Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“
Biblíulestur 4. október – Matt 5.27–42
Þér hafið heyrt að sagt var: Þú skalt ekki drýgja hór. En ég segi yður: Hver sem horfir á konu í girndarhug hefur þegar drýgt hór með henni í hjarta [...]
Biblíulestur 3. október – Hós 2.14–25
og eyða vínvið hennar og fíkjutré sem hún sagði um: „Þau eru skækjulaun mín sem ástmenn mínir greiddu mér.“ Ég geri garða hennar að kjarri sem villt dýr munu éta. [...]
Biblíulestur 2. október – Hós 2.4–13
Kærið móður yðar, kærið, því að hún er ekki eiginkona mín og ég ekki eiginmaður hennar. Hún skal fjarlægja skækjumerkið af andliti sínu og hórumerkið milli brjósta sinna. Annars fletti [...]
Biblíulestur 1. október – Hós 1.1–2.3
Orð Drottins sem barst Hósea Beerísyni þegar Ússía, Jótam, Akas og Hiskía voru konungar í Júda og Jeróbóam Jóasson var konungur í Ísrael. Drottinn tók nú að tala til Hósea. [...]
Biblíulestur 30. september – 3Mós 19.9–18
Þegar þið skerið upp kornið í landi ykkar skaltu hvorki hirða af ysta útjaðri akurs þíns né dreifarnar á akri þínum. Þú skalt hvorki tína allt í víngarði þínum né [...]
Biblíulestur 29. september – Mrk 4.21–25
Og Jesús sagði við þá: „Ekki bera menn inn ljós og setja það undir mæliker eða bekk. Er það ekki sett á ljósastiku? Því að ekkert er hulið að það [...]