Biblíulestur – 8. nóvember – Slm 107.33–43
Hann gerir fljótin að eyðimörk
og uppsprettur að þurrum lendum,
frjósamt land að saltsléttu
sakir illsku íbúanna.
Hann gerir eyðimörk að vatnstjörnum
og þurrlendið að uppsprettum,
lætur hungraða setjast þar að
og reisir þeim borg til að búa í.
Þeir sá í akra, planta víngarða
og uppskera ríkulega.
Hann blessar þá og þeir margfaldast
og ekki fækkar hann fénaði þeirra.
En þótt þeim fækki og þeir hnígi niður
undan kúgun, böli og harmi
eys hann smán yfir höfðingja,
lætur þá villast í veglausri auðn,
en hinn snauða hefur hann upp úr eymd sinni
og gerir ættirnar sem hjarðir.
Hinir réttvísu sjá það og gleðjast
og allt illt lokar munni sínum.
Hver sem er vitur gefi gætur að þessu
og menn taki eftir náðarverkum Drottins.
Biblíulestur – 10. júlí – 5Mós 3.14–29
Jaír, sonur Manasse, tók Argóbhéraðið að landi Gesúríta og Maakatíta og gaf því nafn sitt, nefndi Basan Havót Jaír eins og það heitir enn í dag. Makír fékk ég Gíleað [...]
Biblíulestur – 9. júlí – 5Mós 3.1–13
Þegar við snerum á leið upp til Basan kom Óg, konungur í Basan, ásamt öllum her sínum til að berjast við okkur hjá Edreí. Þá sagði Drottinn við mig: „Óttastu [...]
Biblíulestur – 8. júlí – 5Mós 2.16–37
Þegar allir vopnfærir menn þjóðarinnar voru dánir sagði Drottinn við mig: „Í dag muntu fara yfir Móabsland um Ar. Þegar þú nálgast Ammóníta skaltu hvorki sýna þeim fjandskap né ráðast [...]
Biblíulestur – 7. júlí – 5Mós 2.1–15
Eftir þá dvöl héldum við út í eyðimörkina og áleiðis til Sefhafsins eins og Drottinn hafði boðið mér og marga daga vorum við á leiðinni umhverfis Seírfjalllendið. Þá sagði Drottinn [...]
Biblíulestur – 6. júlí – Lúk 15.1–10
Allir tollheimtumenn og bersyndugir komu til Jesú að hlýða á hann en farísear og fræðimenn ömuðust við því og sögðu: „Þessi maður tekur að sér syndara og samneytir þeim.“ En [...]
Biblíulestur – 5. júlí – Slm 103.1–10
Davíðssálmur. Lofa þú Drottin, sála mín, og allt sem í mér er, hans heilaga nafn; lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi neinum velgjörðum hans. Hann fyrirgefur allar misgjörðir [...]