Daglegur lestur2025-02-09T12:28:07+00:00

Biblíulestur – 2. febrúar – Matt 8.23–27

Nú fór Jesús í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum. Þá gerði svo mikið veður á vatninu að bylgjurnar gengu yfir bátinn. En Jesús svaf. Þeir fara til, vekja hann og segja: „Drottinn, bjarga okkur, við förumst.“
Hann sagði við þá: „Hví eruð þið hræddir, þið trúlitlir?“ Síðan reis hann upp, hastaði á vindinn og vatnið og varð stillilogn.
Mennirnir undruðust og sögðu: „Hvílíkur maður er þetta? Jafnvel vindar og vatn hlýða honum.“

Biblíulestur 2. október – Hós 2.4–13

Kærið móður yðar, kærið, því að hún er ekki eiginkona mín og ég ekki eiginmaður hennar. Hún skal fjarlægja skækjumerkið af andliti sínu og hórumerkið milli brjósta sinna. Annars fletti [...]

Fara efst