Biblíulestur – 15. júlí – 5Mós 4.32–40
Spyrðu um fyrri tíma, sem voru fyrir þína tíð, allt frá þeim degi að Guð skapaði manninn á jörðinni, kannaðu heimskauta á milli: Hefur nokkru sinni orðið jafnstórfenglegur atburður og þessi eða heyrst um nokkuð þessu líkt? Hefur nokkur þjóð heyrt Guð tala hátt úr eldi, á sama hátt og þú heyrðir, og þó haldið lífi? Eða hefur nokkur guð reynt að sækja sér þjóð frá annarri þjóð með máttarverkum, táknum og undrum og með stríði, sterkri hendi og útréttum armi og miklum skelfingum eins og Drottinn, Guð ykkar, gerði fyrir augum ykkar í Egyptalandi? Þér var leyft að sjá þetta svo að þú játaðir að Drottinn er Guð og enginn annar en hann. Af himni lét hann þig heyra raust sína til þess að leiðbeina þér. Á jörðu sýndi hann þér sinn mikla eld og úr eldinum heyrðir þú orð hans. Af því að hann elskaði forfeður þína valdi hann niðja þeirra. Hann leiddi þig sjálfur út úr Egyptalandi með sínum mikla mætti. Hann ruddi úr vegi þínum þjóðum, sem voru fjölmennari og voldugri en þú, til þess að fara með þig inn í land þeirra og gefa þér það að erfðalandi eins og nú er orðið.
Í dag skalt þú játa og festa þér í huga að Drottinn er Guð á himnum uppi og á jörðu niðri og enginn annar. Haltu því lög hans og ákvæði sem ég set þér nú í dag svo að þér vegni vel og síðan niðjum þínum og þú lifir lengi í landinu sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér til ævarandi eignar.
Biblíulestur – 26. mars – 1Kor 3.1–15
Þegar ég kom til ykkar, systkin, og boðaði ykkur leyndardóm Guðs gerði ég það ekki með háfleygri mælsku eða spekiorðum. Þegar ég var með ykkur ásetti ég mér að hafa [...]
Biblíulestur – 25. mars – Lúk 1.26–38
En í sjötta mánuði sendi Guð Gabríel engil til borgar í Galíleu, sem heitir Nasaret, til meyjar er var föstnuð manni, sem Jósef hét, af ætt Davíðs en mærin hét [...]
Biblíulestur – 24. mars – 1Kor 2.1–16
Þegar ég kom til ykkar, systkin, og boðaði ykkur leyndardóm Guðs gerði ég það ekki með háfleygri mælsku eða spekiorðum. Þegar ég var með ykkur ásetti ég mér að hafa [...]
Biblíulestur – 23. mars – Lúk 11.14–28
Jesús var að reka út illan anda og var sá mállaus. Þegar illi andinn var farinn út tók málleysinginn að mæla og undraðist mannfjöldinn. En sumir þeirra sögðu: „Með fulltingi [...]
Biblíulestur – 22. mars – Slm 96.1–14
Syngið Drottni nýjan söng, syngið Drottni, öll lönd, syngið Drottni, lofið nafn hans, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag. Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna, frá dásemdarverkum hans meðal allra [...]
Biblíulestur – 21. mars – 1Kor 1.18–31
Því að orð krossins er heimska þeim er stefna í glötun en okkur sem hólpin verðum er það kraftur Guðs. Ritað er: Ég mun eyða speki spekinganna og hyggindi hyggindamannanna [...]