Biblíulestur 3. janúar – Slm 111.1–10
Hallelúja.
Ég vil lofa Drottin af öllu hjarta
í félagi og söfnuði réttvísra.
Mikil eru verk Drottins,
verð íhugunar öllum er hafa unun af þeim.
Tign og vegsemd eru verk hans
og réttlæti hans stendur stöðugt að eilífu.
Hann hefur látið minnast dásemdarverka sinna,
náðugur og miskunnsamur er Drottinn,
hann gaf þeim fæðu er óttast hann,
minnist sáttmála síns ævinlega.
Hann kunngjörði þjóð sinni mátt verka sinna
með því að gefa henni erfðahlut annarra þjóða.
Hann er trúr og réttlátur í öllum verkum sínum,
öll fyrirmæli hans eru áreiðanleg,
standa óhagganleg um aldur og ævi,
framkvæmd í trúfesti og réttvísi.
Hann sendi lausn lýð sínum,
setti sáttmála sinn að eilífu,
heilagt og óttalegt er nafn hans.
Að óttast Drottin er upphaf speki,
þeir vaxa að viti sem hlýða boðum hans.
Lofstír hans stendur um eilífð.
Biblíulestur – 14. september – Lúk 10.23–37
Og Jesús sneri sér að lærisveinum sínum og sagði einslega við þá: „Sæl eru þau augu sem sjá það sem þér sjáið. Því að ég segi yður: Margir spámenn og [...]
Biblíulestur – 13. september – Slm 106 1.1–12
Hallelúja. Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Hver getur sagt frá máttarverkum Drottins, kunngjört allan lofstír hans? Sælir eru þeir sem gæta [...]
Biblíulestur – 12. september – 2Kor 3.1–18
Er ég nú aftur tekinn að mæla með sjálfum mér? Eða mundi ég þurfa, eins og sumir, meðmælabréf til ykkar eða frá ykkur? Þið eruð meðmælabréf mitt, ritað á hjarta [...]
Biblíulestur – 11. september – 2Kor 2.1–17
En það ásetti ég mér að koma ekki aftur til ykkar með hryggð. Ef ég hryggi ykkur, hver er þá sá sem gleður mig? Sá sem ég er að hryggja? [...]
Biblíulestur – 10. september – 2Kor 1.12–24
Ég hrósa mér af því að ég veit með sjálfum mér að líf mitt í heiminum, og sérstaklega hjá ykkur, hefur stjórnast af hreinskilni og einlægni sem kemur frá Guði, [...]
Biblíulestur – 9. september – 2Kor 1.1–11
Páll, að Guðs vilja postuli Krists Jesú, og Tímóteus, bróðir okkar, heilsa söfnuði Guðs, sem er í Korintu, ásamt öllum heilögum, í gervallri Akkeu. Náð sé með yður og friður [...]