Biblíulestur – 24. september – 2Kor 9.6–15
En þetta segi ég: Sá sem sáir sparlega mun og sparlega uppskera og sá sem sáir ríflega mun og ríflega uppskera. Sérhver gefi eins og hann hefur ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara. Guð er þess megnugur að veita ykkur ríkulega allar góðar gjafir til þess að þið í öllu og ávallt hafið allt sem þið þarfnist og getið sjálf veitt ríkulega til allra góðra verka. Eins og ritað er:
Hann miðlaði mildilega,
gaf hinum snauðu,
réttlæti hans varir að eilífu.
Guð sem gefur sáðmanninum sæði og brauð til fæðu mun og gefa ykkur sáð og margfalda það og auka ávöxt réttlætis ykkar. Guð mun auðga ykkur í öllu svo að þið getið jafnan sýnt örlæti. Þá munu margir þakka Guði fyrir gjafirnar sem við komum með frá ykkur. Því að þessi þjónusta, sem þið innið af hendi, bætir ekki aðeins úr skorti hinna heilögu heldur leiðir hún einnig til þess að margir menn þakka Guði. Þegar menn sjá hvers eðlis þessi þjónusta er munu þeir lofa Guð fyrir að þið farið eftir fagnaðarerindi Krists sem þið játið og gefið með ykkur af örlæti bæði þeim og öllum. Og þeir munu biðja fyrir ykkur og þrá ykkur vegna þess að þeir sjá hve ríkulega Guð hefur veitt ykkur náð sína. Þökk sé Guði fyrir sína óumræðilegu gjöf!
Biblíulestur – 5. júní – Jóh 15.1–17
„Ég er hinn sanni vínviður og faðir minn er vínyrkinn. Hverja þá grein á mér sem ber ekki ávöxt sníður hann af og hverja þá sem ávöxt ber hreinsar hann [...]
Biblíulestur – 4. júní – Jóh 14.15–31
Ef þér elskið mig munuð þér halda boðorð mín. Ég mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan hjálpara sem verður hjá yður að eilífu, anda sannleikans. Heimurinn getur [...]
Biblíulestur – 3. júní – Jóh 14.1–14
„Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig. Í húsi föður míns eru margar vistarverur. Væri ekki svo hefði ég þá sagt yður að ég færi burt [...]
Biblíulestur – 2. júní – Jóh 13.18–38
Ég tala ekki um yður alla. Ég veit hverja ég hef útvalið. En ritningin verður að rætast: Sá sem etur brauð mitt lyftir hæli sínum móti mér. Ég segi yður [...]
Biblíulestur – 1. júní – Jóh 15.26–16.4
Þegar hjálparinn kemur, sem ég sendi yður frá föðurnum, sannleiksandinn, er út gengur frá föðurnum, mun hann vitna um mig. Þér skuluð einnig vitni bera því þér hafið verið með [...]
Biblíulestur – 31. maí – Okv 24.1–10
Öfundaðu ekki vonda menn og láttu þig ekki langa til að vera með þeim því að hjarta þeirra hyggur á ofbeldi og varir þeirra ráðgera ógæfu. Af speki er hús [...]