Biblíulestur – 5. febrúar – Jóh 9.13–23
Þeir fara til faríseanna með manninn sem áður var blindur. En þá var hvíldardagur þegar Jesús bjó til leðjuna og opnaði augu hans. Farísearnir spurðu hann nú líka hvernig hann hefði fengið sjónina. Hann svaraði þeim: „Hann lagði leðju á augu mín, ég þvoði mér og nú sé ég.“
Þá sögðu nokkrir farísear: „Þessi maður er ekki frá Guði fyrst hann heldur ekki hvíldardaginn.“
Aðrir sögðu: „Hvernig getur syndugur maður gert þvílík tákn?“ Og ágreiningur varð með þeim.
Þá segja þeir aftur við hinn blinda: „Hvað segir þú um hann fyrst hann opnaði augu þín?“
Hann sagði: „Hann er spámaður.“
Farísearnir trúðu því ekki að hann hefði verið blindur og fengið sjón fyrr en þeir kölluðu á foreldra hans og spurðu þá: „Er þetta sonur ykkar sem þið segið að hafi fæðst blindur? Hvernig er hann þá orðinn sjáandi?“
Foreldrar hans svöruðu: „Við vitum að þessi maður er sonur okkar og að hann fæddist blindur. En við vitum hvorki hvernig hann er nú orðinn sjáandi né hver læknaði hann. Spyrjið hann sjálfan. Hann hefur aldur til. Hann getur svarað fyrir sig.“ Þetta sögðu foreldrar hans af ótta við ráðamenn Gyðinga því að þeir höfðu þegar samþykkt að sá skyldi samkundurækur sem játaði að Jesús væri Kristur. Vegna þessa sögðu foreldrar hans: „Hann hefur aldur til, spyrjið hann sjálfan.“
Biblíulestur 27. október – Matt 5.21–26
Þér hafið heyrt að sagt var við forfeðurna: Þú skalt ekki morð fremja. Sá sem morð fremur skal svara til saka fyrir dómi. En ég segi yður: Hver sem reiðist [...]
Biblíulestur 26. október – Okv 20.16–30
Taktu skikkjuna af þeim sem hefur gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan, taktu veð af þeim sem hefur gengið í ábyrgð fyrir framandi. Sætt er svikabrauðið en eftir á fyllist munnurinn [...]
Biblíulestur 25. október – Jer 27.12–22
Sedekía Júdakonungi flutti ég þennan sama boðskap. Ég sagði: Beygið hálsinn undir ok konungsins í Babýlon. Þjónið honum og þjóð hans svo að þér haldið lífi. Hvers vegna viltu falla [...]
Biblíulestur 24. október – Jer 14.10–18
Svo segir Drottinn um þessa þjóð: Þeir hafa gaman af að eigra um stefnulaust, þeir hvíla ekki fæturna. En Drottinn gleðst ekki yfir þeim, nú minnist hann sektar þeirra og [...]
Biblíulestur 23. október – Lúk 21.5–19
Einhverjir höfðu orð á að helgidómurinn væri prýddur fögrum steinum og heitgjöfum. Þá sagði Jesús: „Þeir dagar koma að allt sem hér blasir við verður lagt í rúst, ekki steinn [...]
Biblíulestur 22. október – Lúk 12.1–12
Fólk hafði nú flykkst að í tugum þúsunda svo að nærri tróð hver annan undir. Jesús tók þá að tala, fyrst til lærisveina sinna: „Varist súrdeig farísea sem er hræsnin. [...]