Daglegur lestur2025-02-09T12:28:07+00:00

Biblíulestur – 28. mars – 1Kor 4.8–21

Þið eruð þegar orðin mett, þið eruð þegar orðin auðug, án mín eruð þið orðin konungar. Og ég vildi óska að þið væruð orðin konungar til þess að einnig ég mætti vera konungur með ykkur! Mér virðist Guð hafa sett okkur postulana sísta allra því að við erum orðnir heiminum að augnagamni, bæði englum og mönnum.
Við erum heimskir sökum Krists en þið vitur vegna samfélags ykkar við Krist! Við erum veikir en þið sterk, þið eruð í hávegum höfð en við óvirtir. Allt til þessarar stundar þolum við hungur, þorsta og klæðleysi, okkur er misþyrmt, við höfum engan samastað. Við stöndum í erfiði og verðum að vinna með eigin höndum. Hrakyrtir blessum við, ofsóttir umberum við. Þegar við erum rægðir uppörvum við. Við erum orðnir eins og sorp heimsins, afhrak allra allt til þessa.
Ég rita þetta ekki til þess að gera ykkur kinnroða heldur til að áminna ykkur eins og elskuleg börn mín. Enda þótt þið hefðuð tíu þúsund fræðara í kristinni trú þá hafið þið þó eigi marga feður. Með því að flytja ykkur fagnaðarerindið hef ég fætt ykkur og gert ykkur að hluttakendum í samfélagi Krists Jesú. Ég bið ykkur: Breytið eftir mér.
Þess vegna sendi ég Tímóteus til ykkar sem er elskað og trútt barn mitt í samfélagi við Drottin. Hann mun minna ykkur á hvernig ég þjóna Kristi og hvernig ég kenni alls staðar í hverjum söfnuði. En nokkrir hafa gert sig breiða yfir því að ég ætlaði ekki að koma til ykkar en ég mun brátt koma til ykkar ef Guð lofar og mun ég þá kynna mér hina mikillátu, ekki orð þeirra heldur kraft. Því að Guðs ríki er ekki fólgið í orðum heldur í krafti. Hvað viljið þið? Á ég að koma til ykkar með hirtingarvönd eða með kærleika og hógværum anda?

Biblíulestur – 22. mars – Slm 96.1–14

Syngið Drottni nýjan söng, syngið Drottni, öll lönd, syngið Drottni, lofið nafn hans, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag. Segið frá dýrð hans meðal þjóðanna, frá dásemdarverkum hans meðal allra [...]

Fara efst