Biblíulestur – 6. nóvember – 2Þess 3.6–18
En ég býð ykkur, systkin, í nafni Drottins vors Jesú Krists að þið sneiðið hjá hverjum þeim í söfnuðinum sem er iðjulaus og breytir ekki eftir þeirri reglu sem hann fékk hjá mér. Því að sjálf vitið þið hvernig á að líkja eftir mér. Ekki var ég iðjulaus hjá ykkur, var ekki heldur upp á aðra kominn, heldur vann ég með erfiði og striti nótt og dag til þess að vera ekki neinu ykkar til þyngsla. Ekki af því að ég hafi ekki rétt til þess heldur til þess að ég gæti verið ykkur fyrirmynd að breyta eftir. Því var og það að þegar ég var hjá ykkur bauð ég ykkur: Ef einhver vill ekki vinna þá á hann ekki heldur mat að fá.
Ég heyri að nokkur meðal ykkar slæpast og vasast í því sem þeim kemur ekki við. Slíkum mönnum býð ég og áminni vegna Drottins Jesú Krists að vinna kyrrlátlega og sjá fyrir sér sjálfir.
En þið, systkin, þreytist aldrei gott að gera. En ef einhver hlýðir ekki orðum mínum í bréfi þessu, þá takið eftir þeim manni, slítið samneyti við hann, þá kann hann að blygðast sín. En álítið hann þó ekki óvin heldur áminnið hann sem bróður eða systur.
En sjálfur Drottinn friðarins gefi yður friðinn, ætíð og á allan hátt. Drottinn sé með yður öllum.
Kveðjan er með minni, Páls, eigin hendi og það er merki á hverju bréfi. Þannig skrifa ég.
Náðin Drottins vors Jesú Krists sé með yður öllum.
Biblíulestur – 28. október – 1Þess 3.1–13
Þar kom að ég þoldi ekki lengur við og réð þá af að verða einn eftir í Aþenu en sendi Tímóteus, bróður minn. Hann var samverkamaður Guðs við að boða [...]
Biblíulestur – 27. október – 1Þess 2.13–20
Og þess vegna þakka ég líka Guði án afláts því að þegar þið veittuð viðtöku orði Guðs, sem ég boðaði, þá tókuð þið ekki við því sem manna orði heldur [...]
Biblíulestur – 26. október – Matt 9.1–8
Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. Þar færa menn honum lama mann sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði [...]
Biblíulestur – 25. október – Okv 26.1–16
Eins og snjór um sumar eða regn um uppskeru, svo illa á sæmd við heimskan mann. Eins og spörfugl hlýtur að flögra og svala að fljúga, eins er um óverðskuldaða [...]
Biblíulestur – 24. október – 1Þess 2.1–12
Sjálf vitið þið, bræður og systur, að koma mín til ykkar varð ekki árangurslaus. Ykkur er kunnugt að ég hafði áður þolað illt og verið misþyrmt í Filippí en Guð [...]
Biblíulestur – 23. október – 1Þess 1.1–10
Páll, Silvanus og Tímóteus heilsa söfnuði Þessaloníkumanna sem er í Guði föður og Drottni Jesú Kristi. Náð sé með yður og friður. Ég þakka ávallt Guði fyrir ykkur öll er [...]