Biblíulestur – Fyrsti sunnudagur í aðventu 30. nóvember – Lúk 4.16–21
Jesús kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa. Var honum fengin bók Jesaja spámanns. Hann lauk upp bókinni og fann staðinn þar sem ritað er:
Andi Drottins er yfir mér
af því að hann hefur smurt mig.
Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap,
boða bandingjum lausn
og blindum sýn,
láta þjáða lausa
og kunngjöra náðarár Drottins.
Síðan lukti Jesús aftur bókinni, fékk hana þjóninum og settist niður en augu allra í samkundunni hvíldu á honum. Hann tók þá að tala til þeirra: „Í dag hefur ræst þessi ritning í áheyrn yðar.“
Biblíulestur – 16. nóvember – Matt 25.1–13
Enn sagði Jesús: „Þá er líkt um himnaríki og tíu meyjar sem fóru til móts við brúðgumann með lampa sína. Fimm þeirra voru fávísar en fimm hyggnar. Þær fávísu tóku [...]
Biblíulestur – 15. nóvember – Slm 108.1–14
Ljóð. Davíðssálmur. Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð, ég vil syngja og leika. Vakna þú, sál mín, vakna þú, harpa og gígja, ég ætla að vekja morgunroðann. Ég lofa þig [...]
Biblíulestur – 14. nóvember – 5Mós 29.1–14
Móse kallaði saman allan Ísrael og sagði: Þið hafið sjálfir séð allt það sem Drottinn gerði fyrir augum ykkar í Egyptalandi gegn faraó, öllum þjónum hans og öllu ríki hans. [...]
Biblíulestur – 13. nóvember – 5Mós 28.58–69
Ef þú heldur ekki öll ákvæði þessa lögmáls sem skráð eru á þessa bók og breytir eftir þeim, og berð lotningu fyrir hinu dýrlega og ógnvekjandi nafni, nafninu Drottinn, Guð [...]
Biblíulestur – 12. nóvember – 5Mós 28.45–57
Allar þessar bölvanir munu fram við þig koma. Þær munu elta þig og hrína á þér þar til þér hefur verið tortímt af því að þú hlýddir ekki boði Drottins, [...]
Biblíulestur – 11. nóvember – 5Mós 28.30–44
Þú festir þér konu en annar leggst með henni. Þú reisir þér hús en býrð ekki í því. Þú plantar víngarð en nýtur ekki einu sinni fyrstu uppskerunnar. Nauti þínu [...]