Biblíulestur – 26. ágúst – 5Mós 14.22–29
Á hverju ári skaltu taka tíund af allri uppskerunni sem akurinn gefur af sáðkorni þínu. Síðan skaltu neyta tíundarinnar af korni þínu, víni og olíu og af frumburðum nauta þinna og sauðfjár frammi fyrir Drottni, Guði þínum, á staðnum sem hann velur til þess að láta nafn sitt búa þar svo að þú lærir að óttast Drottin, Guð þinn, alla daga.
Sé staðurinn of langt frá þér sem Drottinn, Guð þinn, hefur valið til að setja nafn sitt á og sé leiðin of löng til þess að þú getir flutt þangað það sem Drottinn, Guð þinn, hefur blessað þig með, þá skaltu koma tíund þinni í peninga. Þú skalt binda um silfrið og taka það með þér til staðarins sem Drottinn, Guð þinn, hefur valið sér. Fyrir silfrið skaltu kaupa hvað sem þig lystir: naut og sauðfé, vín og sterka drykki eða hvað annað sem þig langar í. Þú skalt neyta þess frammi fyrir Drottni, Guði þínum, og gleðjast með fjölskyldu þinni.
Þú skalt ekki setja Levítana hjá, sem búa í borg þinni, því að þeir hafa hvorki fengið land né erfðahluti eins og þú.
Þriðja hvert ár skalt þú taka til alla tíundina af uppskeru þinni það árið og koma henni fyrir innan borgarhliða þinna. Þá geta Levítarnir, sem hvorki hafa hlotið land né erfðahluti eins og þú, aðkomumennirnir, munaðarleysingjar og ekkjur í borgum þínum komið og etið sig mett svo að Drottinn, Guð þinn, blessi þig í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur.
Biblíulestur – 20. ágúst – 5Mós 12.17–28
Þú skalt ekki neyta tíundar af korni þínu, víni eða olíu í borgum þínum né heldur frumburða nautgripa þinna og sauðfjár og ekki neinna þeirra gjafa, sem þú hefur heitið [...]
Biblíulestur – 19. ágúst – 5Mós 12.1–16
Þetta eru þau lög og ákvæði sem þið skuluð fylgja af kostgæfni svo lengi sem þið lifið í landinu sem Drottinn, Guð forfeðra þinna, hefur fengið þér. Þið skuluð fylgja [...]
Biblíulestur – 18. ágúst – 5Mós 11.16–32
En gætið þess að láta ekki ginna ykkur til að víkja af leið og þjóna öðrum guðum og sýna þeim lotningu. Þá mun reiði Drottins blossa upp gegn ykkur og [...]
Biblíulestur – 17. ágúst – Lúk 16.1–9
Enn sagði Jesús við lærisveina sína: „Maður nokkur ríkur hafði ráðsmann og var honum sagt að ráðsmaðurinn sóaði eigum hans. Ríki maðurinn lét kalla ráðsmanninn fyrir sig og sagði við [...]
Biblíulestur – 16. ágúst – Slm 105.16–25
Þegar hann kallaði hungur yfir landið, svipti þá öllum birgðum brauðs, sendi hann mann á undan þeim. Jósef var seldur sem þræll, þeir særðu fætur hans með fjötrum, settu háls [...]
Biblíulestur – 15. ágúst – 5Mós 11.1–15
Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, og ætíð halda fyrirmæli hans, lög, ákvæði og skipanir. Í dag skuluð þið játa að það voru ekki börn ykkar sem sáu og hlutu [...]