Daglegur lestur2025-02-09T12:28:07+00:00

Biblíulestur – 15. febrúar – Slm 93.1–5

Drottinn er konungur, skrýddur hátign,
Drottinn er skrýddur, gyrtur mætti.
Heimurinn er stöðugur, haggast ekki.
Hásæti þitt stendur stöðugt frá öndverðu,
frá eilífð ert þú.
Fljótin hófu upp, Drottinn,
fljótin hófu upp raust sína,
fljótin hefja upp gný sinn.
Máttugri en gnýr mikilla vatna,
máttugri en brimöldur hafsins,
er Drottinn í upphæðum.
Vitnisburðir þínir haggast ekki.
Heilagleiki sæmir húsi þínu, Drottinn, um allar aldir.

Biblíulestur 31. desember – Lúk 13.6–9

Þá sagði Jesús þeim þessa dæmisögu: „Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. Hann sagði þá við víngarðsmanninn: Í [...]

Biblíulestur 30. desember – Post 6.1–7

Á þessum dögum, er lærisveinum fjölgaði, fóru grískumælandi menn að kvarta yfir því að hebreskir settu ekkjur þeirra hjá við daglega úthlutun. Hinir tólf kölluðu þá lærisveinahópinn saman og sögðu: [...]

Fara efst