Biblíulestur – 31. október – Jóh 8.31–36
Þá sagði Jesús við Gyðingana, sem tekið höfðu trú á hann: „Ef þér farið eftir því sem ég segi eruð þér sannir lærisveinar mínir og munuð þekkja sannleikann, og sannleikurinn mun gera yður frjálsa.“
Fólkið svaraði honum: „Við erum niðjar Abrahams og höfum aldrei verið nokkurs manns þrælar. Hvernig getur þú þá sagt: Þið munuð verða frjálsir?“
Jesús svaraði þeim: „Sannlega, sannlega segi ég yður: Hver sem drýgir synd er þræll syndarinnar. En þrællinn dvelst ekki um aldur á heimilinu, sonurinn dvelst þar um aldur og ævi. Ef sonurinn frelsar yður munuð þér sannarlega verða frjálsir.
Biblíulestur – 7. september – Mrk 7.31–37
Síðan hélt Jesús úr Týrusarbyggðum, um Sídon og yfir Dekapólisbyggðir miðjar til Galíleuvatns. Þá færa menn til hans daufan og málhaltan mann og biðja hann að leggja hönd sína yfir [...]
Biblíulestur – 6. september – Slm 105.36–45
Hann laust alla frumburði í landi þeirra til bana, frumgróða karlmennsku þeirra. Síðan leiddi hann þá út með silfri og gulli og enginn af ættbálkum hans hrasaði. Egyptar glöddust yfir [...]
Biblíulestur – 5. september – 5Mós 19.1–13
Þegar Drottinn, Guð þinn, upprætir þjóðirnar sem búa í landinu sem Drottinn, Guð þinn, mun fá þér og þú hefur tekið eignir þeirra og ert sestur að í borgum þeirra [...]
Biblíulestur – 4. september – 5Mós 18.9–22
Þegar þú kemur inn í landið sem Drottinn, Guð þinn, gefur þér skaltu ekki temja þér sömu svívirðingar og þjóðirnar þar. Á meðal ykkar má enginn finnast sem lætur son [...]
Biblíulestur – 3. september – 5Mós 18.1–8
Enginn Levítaprestur, enginn af ættkvísl Leví, skal hljóta land eða erfðahlut eins og aðrir í Ísrael. Þeir skulu hafa viðurværi af eldfórnum Drottins, af erfðahlut hans. Ættbálkur Leví skal ekki [...]
Biblíulestur – 2. september – 5Mós 17.8–20
Reynist þér um megn að dæma eitthvert mál, hvort sem það er vegna blóðsúthellinga, persónulegra deilna eða líkamsárásar eða einhvers annars deilumáls sem upp kemur í heimaborg þinni, skaltu halda [...]