Biblíulestur – 4. október – Slm 106.24–39
Þeir fyrirlitu hið unaðslega land
og treystu ekki orðum hans,
mögluðu í tjöldum sínum
og hlýddu ekki á boð Drottins.
Þá hóf hann hönd sína gegn þeim
til að fella þá í eyðimörkinni,
fella niðja þeirra meðal framandi þjóða
og dreifa þeim um löndin.
Þeir gengu Baal Peór á hönd
og neyttu þess sem dauðum goðum var fórnað.
Þeir egndu hann til reiði með athæfi sínu
og því braust út plága meðal þeirra.
Þá gekk Pínehas fram og kvað upp dóm
og létti þá plágunni.
Þetta var reiknað honum til réttlætis,
frá kyni til kyns, ævinlega.
Þeir reittu hann til reiði við Meríbavötn
og Móse varð fyrir mótlæti þeirra vegna
því að þeir risu gegn vilja hans
og honum hrutu vanhugsuð orð af vörum.
Þeir eyddu eigi þjóðunum
eins og Drottinn hafði boðið þeim
heldur lögðu lag sitt við aðrar þjóðir
og tóku upp hætti þeirra.
Þeir dýrkuðu skurðgoð þeirra
og þau urðu þeim að fótakefli.
Þeir færðu illum vættum syni sína og dætur að fórn,
úthelltu saklausu blóði,
blóði sona sinna og dætra
sem þeir fórnuðu goðum Kanaans
svo að landið vanhelgaðist af blóðinu.
Þeir saurguðust af verkum sínum
og frömdu tryggðarof með athæfi sínu.
Biblíulestur – 19. ágúst – 5Mós 12.1–16
Þetta eru þau lög og ákvæði sem þið skuluð fylgja af kostgæfni svo lengi sem þið lifið í landinu sem Drottinn, Guð forfeðra þinna, hefur fengið þér. Þið skuluð fylgja [...]
Biblíulestur – 18. ágúst – 5Mós 11.16–32
En gætið þess að láta ekki ginna ykkur til að víkja af leið og þjóna öðrum guðum og sýna þeim lotningu. Þá mun reiði Drottins blossa upp gegn ykkur og [...]
Biblíulestur – 17. ágúst – Lúk 16.1–9
Enn sagði Jesús við lærisveina sína: „Maður nokkur ríkur hafði ráðsmann og var honum sagt að ráðsmaðurinn sóaði eigum hans. Ríki maðurinn lét kalla ráðsmanninn fyrir sig og sagði við [...]
Biblíulestur – 16. ágúst – Slm 105.16–25
Þegar hann kallaði hungur yfir landið, svipti þá öllum birgðum brauðs, sendi hann mann á undan þeim. Jósef var seldur sem þræll, þeir særðu fætur hans með fjötrum, settu háls [...]
Biblíulestur – 15. ágúst – 5Mós 11.1–15
Þú skalt elska Drottin, Guð þinn, og ætíð halda fyrirmæli hans, lög, ákvæði og skipanir. Í dag skuluð þið játa að það voru ekki börn ykkar sem sáu og hlutu [...]
Biblíulestur – 14. ágúst – 5Mós 10.12–22
Og nú, Ísrael, hvers krefst Drottinn, Guð þinn, annars af þér en að þú óttist Drottin, Guð þinn, gangir á öllum vegum hans og elskir hann, að þú þjónir Drottni, [...]