Biblíulestur 11. janúar – Jóh 1.29–34
Daginn eftir sér Jóhannes Jesú koma til sín og segir: „Sjá, Guðs lamb sem ber synd heimsins. Þar er sá er ég sagði um: Eftir mig kemur maður sem er mér fremri því hann var til á undan mér. Sjálfur þekkti ég hann ekki. En til þess kom ég og skíri með vatni að hann opinberist Ísrael.“
Og Jóhannes vitnaði: „Ég sá andann koma af himni ofan eins og dúfu og hann nam staðar yfir honum. Sjálfur þekkti ég hann ekki en sá er sendi mig að skíra með vatni sagði mér: Sá sem þú sérð andann koma yfir og nema staðar á, hann er sá sem skírir með heilögum anda. Þetta sá ég og ég vitna að hann er sonur Guðs.“
Biblíulestur – 26. nóvember – 5Mós 32.30–38
Hvernig fær einn elt þúsund eða tveir menn hrakið tíu þúsund á flótta nema bjarg þeirra hafi framselt þá, Drottinn ofurselt þá? En bjarg fjandmannanna er ekki sem bjarg vort, [...]
Biblíulestur – 25. nóvember – 5Mós 32.15–29
Jakob át fylli sína, Jesjúrún varð feitur og sparkaði, þú fitnaðir, varðst digur og sællegur. Hann hafnaði Guði sem mótaði hann, forsmáði klettinn sem bjargaði honum. Þeir vöktu afbrýði Drottins [...]
Biblíulestur – 24. nóvember – 5Mós 31.30–32.14
Móse flutti þá öllum söfnuði Ísraels þetta ljóð allt frá upphafi til enda. Hlustið, himnar, og ég mun mæla, jörðin hlýði á mál mitt. Kenning mín streymi sem regn, ræða [...]
Biblíulestur – 23. nóvember – Matt 25.31–46
Þegar Mannssonurinn kemur í dýrð sinni og allir englar með honum, þá mun hann sitja í dýrðarhásæti sínu. Allar þjóðir munu safnast frammi fyrir honum og hann mun skilja þær [...]
Biblíulestur – 22. nóvember – Slm 109.1–15
Til söngstjórans. Davíðssálmur. Þú, Guð lofsöngs míns, ver eigi hljóður því að óguðlegan og svikulan munn opna þeir gegn mér, tala við mig með ljúgandi tungu. Með hatursorðum umkringja þeir [...]
Biblíulestur – 21. nóvember – 5Mós 31.16–29
Drottinn sagði við Móse: „Nú leggst þú til hvíldar hjá forfeðrum þínum. Þá mun þetta fólk gera uppreisn. Það mun taka fram hjá með því að elta hina framandi guði [...]