Biblíulestur – 15. febrúar – Slm 93.1–5
Drottinn er konungur, skrýddur hátign,
Drottinn er skrýddur, gyrtur mætti.
Heimurinn er stöðugur, haggast ekki.
Hásæti þitt stendur stöðugt frá öndverðu,
frá eilífð ert þú.
Fljótin hófu upp, Drottinn,
fljótin hófu upp raust sína,
fljótin hefja upp gný sinn.
Máttugri en gnýr mikilla vatna,
máttugri en brimöldur hafsins,
er Drottinn í upphæðum.
Vitnisburðir þínir haggast ekki.
Heilagleiki sæmir húsi þínu, Drottinn, um allar aldir.
Biblíulestur 31. desember – Lúk 13.6–9
Þá sagði Jesús þeim þessa dæmisögu: „Maður nokkur átti fíkjutré gróðursett í víngarði sínum. Hann kom og leitaði ávaxtar á því og fann ekki. Hann sagði þá við víngarðsmanninn: Í [...]
Biblíulestur 30. desember – Post 6.1–7
Á þessum dögum, er lærisveinum fjölgaði, fóru grískumælandi menn að kvarta yfir því að hebreskir settu ekkjur þeirra hjá við daglega úthlutun. Hinir tólf kölluðu þá lærisveinahópinn saman og sögðu: [...]
Biblíulestur 29. desember – Lúk 2.33–40
Faðir hans og móðir undruðust það er sagt var um hann. En Símeon blessaði þau og sagði við Maríu móður hans: „Þessi sveinn er settur til falls og til viðreisnar [...]
Biblíulestur 28. desember – Okv 21.16–31
Sá maður sem villist af vegi viskunnar mun brátt hvílast í samneyti framliðinna. Öreigi verður sá sem sólginn er í skemmtanir, sá sem sólginn er í vín og olíu verður [...]
Biblíulestur 27. desember – Jóh 12.1–11
Sex dögum fyrir páska kom Jesús til Betaníu þar sem Lasarus var, sá er hann vakti frá dauðum. Þar var honum búinn kvöldverður og Marta gekk um beina en Lasarus [...]
Biblíulestur 26. desember – Matt 1.18–25
Fæðing Jesú Krists varð á þennan hátt: María, móðir hans, var föstnuð Jósef. En áður en þau komu saman reyndist hún þunguð af heilögum anda. Jósef, festarmaður hennar, sem var [...]